Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 9

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 9
Snmeming alþýðwmmr 7 um alþýðumönnumi kostur á ágatum íbúðum með nútímaþægindum, fyrir helmingi lægra verð en jafugóðar íbúðir annarsstaðar. Á þann hátt. hefur þegar á annað hundrað fjö’skyldum í Reykja- vík, ,sem annars hefðu átt lítils völ um húsnæði, veitzt það að geta búið í virki- legum mannabústöðum. En þetta er engan veginn nóg. Bygg- ing verkamannabústaða hefur ekki náð lengra en svara 8fo af árlegri bygging- arþörf íbúða í Reykjavík á síðustu ár- um. Byggingarþörf Reykjavíkur hefur heldur ekki á annan hátt verið fullnægt, á síðustu árum. Pað hefur leitt til þess, að þrátt fyrir það, þó bannað sé með landslögum að byggja kjallaraíbúðir, hefur þeim fjölgað, sem orðið hafa að sætta sig við kjallaraíbúðir fyrir okur- verð. Hér í Reykjavík býr fjöldi fátæks fólks í húsnæði, sem ekki eru hæf.legir mannabústaðir. Við þá sorgarsögu er rétt að bæta þeirri hörmulegu athuga- sernd, að víðast á landinu er ástandið í þessum efnum enn verra. Þó að fullyrt sé, að við Islendingar höfum ekki efni á að búa í ófuilnægj- andi húsakynnum, er ekki þar með sagt, að við höfum efni á því heldur að búa í mannabústöðum. Það gæti verið sve slæmt, að við hefðum, hvorki efni á að lifa eða, deyja. En þá er það vissulega oikkur sjálfum að kenna: óduglegum, ein- staklingum og óþroskuðu þjóðfélagi. Okkar land er nógu auðugt af lífsskil- yrðum, ef við höfum dug til að nota okkur þau og nóga glöggskyggni til aó sjá, hvað eru virkileg lífsgæði. En flest.u af okkar alþýðufólki eru búin þau kjör, að það verður að hafn,a fánýtum og jafn- vel skaðlegum, nautnumí fyrir þá miklu varanlegu nautn að búa í góðum ibúð- um. Og það verður að láta sér skiljast Brynjólfur Biarnasoii: Til hvers sameioumst við á götuimi 1. maí 1938? Á hverju ári fylkir verkalýðurinn liði á götunni 1. maí til þess að bera fram þær kröfur, sem á hverjum tíma eru mest aðkallandi nauðsynjamál stéttar- innar. Þetta er í fyrsta skipti s;ðan 1930, að allur verkalýður Reykjavíkur geng- ur í einhuga fylkingu um göturnar — að undanskildum nokkrum klofnings- mönnumi, sem hafa orðið viðskila við stéttina og skera s,ig út úr. Hverjar eru nú aðalkröfur hins sam- einaða verkalýðs á þcssum sögulega degi? Þær eru: 1. Auk'n atvinna. 2. Engin. vinnnlöggjöf, sem skerðir réttindi verkalýðshreyfingarinnar. 3. Eimng alþýðurmar. — og skilja til hlítar — að það fær auk- inn rétt til að fá kröfum sínum á hend- ur þjóðfélagi sínu fullnægt, ef það sýn- ir, að það kann að hafna því fánýta fyr- ir hið varanlega. Það er sjálfsagðasta krafa alls verka- fólks á hendur þjcðfélaginu, að það fái — hver einn einasti verkamaður og verkakona — skilyrði til að búa í manna- bústöðum,. Og þá kröfu á verkafólkið að styðja með því að sýna það — hver einn einasti verkamaður og verkakona — að því sé krafan fyllsta alvara. Því að kröf- unni verður að fullnægja og það fljótt. Arnór Sigwrjónsson.

x

Sameining alþýðunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.