Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 7

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 7
Sameining alþý&wnnar Héðinn Valdimarsson: Sameiniiigm Aljaýðan á Islandi stendur nú á vega- mótuim'. Eftir 21 árs göngu upp brekk- una hefur Alþýðuflokkurinn á margvis- legan hátt ef'lt stéttarsamtök verkalýðs- ins, stuðlað að byrjun neytendasamtaka í bæjunum, komið á samvinnufélögum um byggingar, skapað sér fylgi um land allt og hrundið fram. margvíslegri lög- gjöf og stjórnarráðstöfunum til hags- bóta alþýðunni, þrátt fyrir þann klofn- ing, sem hefur verið innan verkalýðsins milli kommúnista og Alþýðuflokks- manna. En fyrir ári síðan var sýnt, að vega- skil voru komin. önnur leiðin, sú auð- farnari, lá ofan í móti, stefndi að því að halda því sem unnið var, og fara ekki lengra en hægfara öflin í Fram- sóknarflokknum vildu, láta J)au ákveða hraðann og leiðina, vera í varnaraðstöðu. Hin leiðin liggur áfram upp brekkuna sömu stefnuna, í. áttina, til sósíalismans, .stefnumiarks allra alþýðuflokka. En til þess að fara, þá leiðina, þarf stærri átök, meira fjöldafylgi, samein- ingu verklýðsflokkanna í einn sósíalist- ískan lýðræðisflokk. Margt hefur greint á með Alþýðuflokksmönnum og komm- únistum. Aðalyfirbragð beggja flokk- anna. er þó eitt og hið sama. Þeir eru sósialistiískir flokkar, en ekki borgara- legir, og vinna að sarna stefnumarki, en því marki ná þeir ekki fyr en þeir geta sameinað al])ýðuna í einn flokk — sam- einað alla sósíalista í. einn flokk. Um þetta hefur ágreiningurinn J)ó orð- ið í Alþýðuflokknum. Vinstri armurinn og nálega öll stærstu verklýðsfélögin 5 VÁ hafa ákveðið sig með sameiningu alþýð- unnar, hægri armurinn er orðinn þreytt- ur og kýs friðinn við borgaralegu flokk- ana, umfram alla sameiningu, sem enn gæti, kostað nýja harða baráttu. Fyrsta maí. fylk.ja verklýðstfélög Alþýðusambandsins sér saman hér í Reykjavík og víðar um landið, minnast liðinnar baráttu og setja fram kröfur sínar og slefnumörk. Fyrsta maí fylkir reykvísk aljíýða sér í sameiningargöngu, Alþýðuflokksmlenn og kommúnistar, — sósíalistarnir, — og heita ])ví að tryggja eiirnguna svo, að hún rofni ekki aftur, og skapaður verði að hausti sameinaður íslenzkur sósíalistískur lýðræðisflokkur, sem stefni markvisst að því að alþýðan ráði landinu, sem hún býr í, og marki sjálf lífskjör sín og stjórnarhætti, komi á sósíalistísku þjóðfélagi. Heróp fyrstu sósíalistanna í heimin- urai var: öreigar í, öllum löndum samein- izt. Nú eru sterkustu raddirnar, sem kveða við í íslenzkum stjórnmálum milli fjalls og fjöru: Alþýðumenn á Is- landi sameinizt. Alþýðumenn í öllum löndum sameinizt!

x

Sameining alþýðunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.