Sameining alþýðunnar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Qupperneq 11

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Qupperneq 11
Sameining alþýövmnar !) Gunnar M. Maguúss.: FYRSTI DRATTUR — SMÁSAGA Vor í fiskiveri er í vitund minni og' bernskuminningum einsi og viss tegund af lykt, viss tegund af litium, og viss teg- und af hljómum. Pað er slorþefur, salt- fiskangan og- harðfiskilm.ur, svört fjöll, blár sær, grænir bakkar og hlíðageir- ar, »dýrðin, — dirrindk og »fransí biskví votali.ng«, kríusveimur og kliður sundfugla, Pað kom, eins og fagnaðarer- indið sjálft, dagarnir eins og samfelld röð a,f yndisleguml óskum manns, — og líka uppfylling þeirra óska, andleg og tímanleg. Nú var vestfirzka vorið komið í fyll- ingu sinni: Fiskiduggur siglandi á firð- inum, Fransmenn og æfintýri á oddan- um, biskví í hverju koti, fjörleg verzlun á stéttum og stígum og vettlingakippur vetrarins því nær til þurðar gengnar, sunnangangan komin á grunnmiðin, meira að segja, hvítgulur strokfiskurinn kominn inn á fjörðinn sjálfan, inn á grá- sleppumið, — og sá sæli dagur upprunn- inn, er fylling tímans var komin og ég lagður af stað í, fyrsta fiskiróðurinn á ævinni. Sá var siður, þar um slóðir, að fyrsta dráttinn, sem maður dró úr sjó á æv- inni, skyldi gefa til guðsþakka fátæk- ustu og umkomulausustu mannverunni, sem maður þekkti. Að launum fékk mað- ur fyrirheiti um útmældan skika á landi hamingjunnar og ævarandi réttí indi yfir honum um tíma og eilífð. Pegar ég sat á þóttunni í bátuum, en faðir minn réri fram á miðin, var sál Gunnar M. Magnúss mín full af hugsuninni um þetta fyrir heit, Oig hugur minn hentist frá einu kotí til annars til þess að vega og meta alla þá, er komið gætu til greina sem umkomulausastir og aumastir allra. — Ég hafði reyndar til þessa daga álitið mig fátækastan allra, af því að ekkert útlit var fyrir, að æðsta hugsjón mín um þessar mundir yrði að veruleika — sú hugsjón að eignasti páfagauk úr gipsi, páfagauk sem gæti tíst og hneigt höfuðið. Samt sló ég nú striki yfir þessa hugsjón og- leit yf.ir hina aumustu, er ég þekkti: Par kom fram Steinn blindi, fölur og vöðvarýr, en honum hlaut að vera borg- ið í umsjá sveitarinnar, — þá kom Eyfi

x

Sameining alþýðunnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.