Sameining alþýðunnar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Qupperneq 12

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Qupperneq 12
10 Smieining alþýðwnnar flækingur, sem gekk yfir fjöll og fim- indi með tærnar fram úr skónum og hnén út úr buxunum, og hafði ekki eign- azt pening í 20 ár, sáðan hann fékk inn- blástur um að boða heimsendi. Þar komi fram Brandur í Brandshúsi, sem varð að selja silfurbúna pontu fcð- ur síns, að honum látnum, sér til fjár- afla á þarranum. Þar kom Guðrún, kona Jóns, sem varð að láta börnin liggja í rúmunum, með- an hún þvoði af þeim spjarirnar. Þar kom Elí.n, sem átti bara einn skaftpott. Þar kom Simbi, sem missti heytugg- una í veðrið, og átti nú aðeins eitt lamb, eins og fátæki maðurinn í dæmisögunni. Og þar kom Björg, sem varð hand- lama á iniðjum vetri og gat því ekkert prjónað fyrir Fransmanna-markaðinn, ---------hér hætti ég skyndilega þess- ari ömurlegu leit, því að faðir minn lagði upp og sagði, að hér skyldum við »stinga niður«. Hvílík hamingja á þessum vordegi! Fjörðúrinn lá gáralaus og færið rann til botns. Og faðir minn sagði fyrir: Taka grunnmál, svonai nú, — fjögur handtök, svona nú, — dúa, skaka, lang- an, seigan, svona nú! Hann fór meira að segja að syngja: — Þó ég sé mjór og magur á kinn, mana ég þig sláni; komdu nú á krókinn minn kjafta-beina-gráni;--------- og sletti inn fyrir borðs.tokkinn fyrsta þorskinum. — Hana nú, þar tók í! — Og niðri í djúpinu sat fyrsti voinardrátturinn á króknum mínum. — Guð gefi mér lofaðan fisk, áttu að segja, skipaði faðir minn og dró annan golþorsk. — Guð gefi mér lofaðan fisk, sagði ég upphátt á einlægu hjartans máli og dró og dró. — Svona nú, þar spriklaði drátt- urinn í sjólokunum, og nú lá hann við fætur mína, gulhvítur, úteygur, kjaft- víður, afturmjór sunnangöngu þorskur. Blessun og hamingja umvöfðu mig. — Þennan á nú Setta gamla í Odda- koti að fá, Keli minn, sagði faðir minn, — hún á hvort sem er engan drenginn til þess að draga fyrir sig bein úr sjó. — —-------Um kvöldið sftóð ég við dyrn- ar í Odidakoti og hélt þorskinum á vísi- fingri vinstri handar. Ég hafði allan þennan dag verið hamingjusamur, en skyndilega þyrmdi yfir mig, þar sem ég stóð, svo að ég hætti við að drepa á dyrnar. Vissi Setta í Oddakoti, að fyrsti drátt- ur var gefinn þeim umkomiulausasta? Þetta var gustukagjöf? Ég mátti, ekki segja, að þetta væri fyrsti dráttur, ef til vill hryggði það hana alla ævi, ef til vill færi hún að gráta. 1 þessum svifum, kom hún út, og ég stóð varnarlaus. — Gjörðu svo vel, sagði ég. — Ertu að færa mér þessa, líka óveru í soðið, Keli minn. — Já. — Og er það frá, honum pabba þín- um, blessuninni. — Nei, frá mér sjálfum. - - Ekki þó fyrsti drátturinn þinn? væntii ég. Eg leit niður.' -— Nei, sagði ég, — ég hefi oft veitt marhnúta hérna á bryggj- unni. Hún sagði ekki fleira, en tók um hægri hendi mína, með báðum sínum og titraði, Mér fannst ég taka í bein. -----------Um, haustið átti það fyrir mér að liggja að flytja til Reykjavíkur.

x

Sameining alþýðunnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.05.1938)
https://timarit.is/issue/306661

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.05.1938)

Iliuutsit: