Valsblaðið - 24.12.1959, Page 10

Valsblaðið - 24.12.1959, Page 10
6 VALSBLAÐIÐ að minningarnar þaðan eru varan- legri. Ég verð að segja, að ég hef trú á strákunum, og að þeir koma til. Ert þú ánægður með það, sem af er vetrinum? Ekki get ég annað sagt, en það er þó eins og það vanti herslumun- inn í þetta hjá okkur, eins og sést á því, að í meistaraflokki karla höfum við gert þrjú jafntefJi og tapað einum leik með eins marks mun. Með samheldni ,rabbfundum og hugsun á alvörunnar stund, ætti þetta allt að koma. Þeir eru enn of ákafir í að skjóta, í stað þess að halda knettinum lengur, og fá vörn mótherjanna svolítið meira úr jafnvægi. Nokkuð sérstakt, sem þér liggur á hjarta? Ég vildi gjarnan að það kæmi fram hér, að það væri okkur og strákunum mikil uppörfun, að sjá hina eldri handknatteiksmenn meira hjá okkur og fylgjast með okkur, það mundi örfa fólkið til dáða. Ég vil líka segja, að húsið okkar nýja skapar okkur mögu- leika að ná árangri, ef við notum það vel og allir eru ánægðir með að æfa þar. Sem sagt, ég er bjartsýnn með framtíðina. Katrín Hermannsdóttir: „Oska eftir þvi aft hópurinn haldi vel saman.“ Hvenær gekkst þú í Val? Fyrir tveimur árum, og hef ég leikið í öðrum flokki síðan, en er líka farin að leika í meistaraflokki. Ég hef allt frá því fyrsta haft mikinn áhuga fyrir leiknum. Hvernig stóð á því að þú fórst að leika handknattleik? Það vildi svo til, að vinkona mín, sem æfði handknattleik, ,,plataði“mig til að koma einusinni svona til reynslu, og það þurfti ekki meira. Árni Njálsson æfði flokkinn, sem hefur verið undir hans handleiðslu síðan. Mér finnst hann mjög góður þjálfari og við stelpurnar vildum hafa hann sem allra lengst. Þetta er fyrsta mótið, sem við vinnum í öðrum A, í fyrra vann B-flokkurinn og er það mest honum að þakka. Hvernig lízt þér á deildarskipt- inguna í félaginu? Hefi nú kannske ekki hugsað mikið um það, en mér finnst það vera mikil breyting og ábyggilega mikið heppilegra fyrirkomulag. Starfið hefur aukizt og félagsfólki fjölgað, og erfitt fyrir eina stjórn að anna þessu öllu. Fórstu til Færeyja? Já, það var mjög gaman, og það var tekið svo vel á móti okkur. Ég hlakka sannarlega til að taka á móti þeim hér heima og reyna að gjalda eitthvað gestrisnina. Áður en við fórum saumuðum við á okkur ferðabúning, sem var rauðar buxur og hvít treyja, og í hana saumaðir stafirnir VALUR, og þótti okkur mjög gaman að þessu. Æfingarnar áður en við fórum, þjöppuðu okkur saman og mér finnst að eftir að við komum heim hafi samstarf okkar og sam- heldni aukist mikið, og við bund- ist fastari böndum. Mig dreymir auðvitað um fleiri ferðir, í þeim eignast maður minn- ingar, sem aldrei gleymast. Hvernig er félagslífið í deild- inni? Við stelpurnar höfum stundum haft fundi og leikið Bingo og voru þar veitt verðlaun, og þótti okkur gaman að því. Hafði Árni Njáls- son stjórn á þessum fundum. Mér finnst að handknattleiksfólkið ætti að efna til skemmtifunda í deildinni við og við, það eykur á kynninguna. Svo finnst mér að það ætti að taka upp fundi með keppn- isfólkinu og ræða við það um handknattleikinn og skipulag hans og þá sérstaklega fyrir leiki, og það ættu allir flokkar að gera. Hvað vilt þú svo segja aðlokum? Ég óska þess, að þessi sam- stillti hópur mætti halda sem lengst saman, því að ég hef trú á því að þá takist okkur að færa Val sigra og að vera nýtir félagar í starfi og leik. Elías Hergeirsson: „Það byggist á félögunum sjálfum.“ Elías Hergeirsson. Hvernig lízt þér á deildarskipt- inguna, Elías? Eiginlega vel. Ég hygg það til bóta, annars er það reynslan, sem sker úr um það. Hverja telur þú höfuðkosti þessa ,,þjóð- skipulags“? Stjórnin fær- ist nær þeim, er mestan þátt taka í félags- starfinu, eða eiga að gera það. Það hefur lengi verið á vit- orði, að ýmsir meðlimir félagsins, sérstaklega þeir yngri, þekktu ekJ:i þá, sem farið hafa með stjórn félagsins hverju sinni. Nú er þetta úr sögunni þar sem í stjórninni sitja menn, sem þekktari eru hjá þeim yngri en áður var. Hvað um framtíðina? Fyrst og fremst hlýtur hún að byggjast á félögunum sjálfum, þ. e. a. s. að þeir vinni vel, allir að einu marki, þá er þetta komið, sem við leitum að: Bikarinn á hilluna og heilbrigt og gott félagslíf. Bergsteinn Magnússon: „IMú getum vift ekki kennt öftrum um.“ Hvernig lízt þér á deildaskipt- inguna? Mér lízt sæmilega á hana. Nú getum við a. m. k. ekki kennt öðrum um, ef ekki allt gengur sem bezt. Nú er bara við okkur sjálf að sakast, en ég held nú að þeim erfið- leikum, sem kunna að koma, verði mætt með karlmennsku og bjartsýni. Það er sjálfsagt að reyna þetta, Frumhald á bls. ■>

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.