Valsblaðið - 24.12.1959, Side 11
VALSBLAÐIÐ
7
Rakarasonurinn
— galdramaður einleiksins
Grein sú, sem hér fer á eftir, er eftir
hinn kunna danska íþróttafréttaritara
Simon, og birtist hún í „Fotballjul“ fyr-
ir nokkru síðan. Fjallar hún um Stan-
ley Matthews, sem þá var fastur maður
í liði Blackpool og í landsliðinu, en hann
mun nú í þann veginn að hætta, en lék
þó 600. leik sinn í nóv. s.l. Hann er nú 43
ára gamall og af honum stafar meiri
ljómi, sem knattspyrnumanni, en nokkr-
um öðrum í Englandi og er þá langt
jafnað. Greinin hljóðar á þessa leið:
Stanley Matthews er bezti knatt-
spyrnumaður í heimi. Það er eng-
inn aðalstitill fyrir framan nafn
hans, þrátt fyrir það að cricket-
íþróttin á þrjá menn, sem hafa
verið aðlaðir og veðreiðarnar einn.
En það er einmitt Stanley Matt-
hews, er hefur sem útsendur
erindreki fyrir enska knattspyrnu,
gert meira en nokkur annar til
þess að gera knattspyrnuna al-
þjóðlega. En ,,Stan“ þarf enga
titla. Sérhver, sem á annað borð
skilur hvað knattspyrna er, þekk-
ir þennan krónprins knattspyrnu-
unnar, sem þegar 1946 sló met
Eddi Hapgoods, fyrirliða Arsen-
als, í landsliði Englands með 48
leiki.
Og í september • var hann sér-
staklega hylltur sem mesti snill-
ingur í enskum íþróttum, og fyrir
að vera knattspyrnumaður heims-
ins númer eitt, galdramaður ein-
leiksins, sem með hreyfingum sín-
um og leiftursnöggu fótskipting-
um og í sannleika sagt ótrúlegu
samstarfi heila og líkama, hefur
leikið sér að beztu bakvörðum,
eins og köttur að mús.
Stanley Matthews er sonur rak-
ara í borginni Stoke ,hinn ,,kepp-
andi rakari" eins og íþróttablaða-
menn nefndu hann, var svo efni-
legur hnefaleikamaður, að hann
hefði getað unnið enskan meistara-
titil, ef hann hefði byrjað dálítið
fyrr og ekki hætt eins fljótt og
hann gerði.
En hnefaleikaferill rakarans
fékk snöggan endi. Hann keppti
við hnefaleikamann einn frá Man-
chester, Chambers að nafni, sem
hafði unnið 20 leiki í röð með rot-
höggi. Enginn í Manchester hafði
heyrt um rakarann frá Hanley, og
Chambers byrjaði leikinn með að
sýna áhorfendum á yfirlætisfull-
an hátt, að þetta væri aðeins ,,upp-
hitun!“
Rakarinn, en frá honum hefur
Matthews erft hinn hraða fóta-
burð, fékk Chambers fljótt til að
láta höggin geiga, og láta hann
slá út í loftið.
Við þetta var Chambers óður.
Þegar fimmta lota byrjaði hafði
Chambers misst allt vald yfir sér,
og rauk á rakarann með æðis-
gengnum látum, sem linnti ekki
fyrr en rakarinn gaf honum
,,hook“ undir kjálkann með hægri
hnefa, með þeim afleiðingum, að
hnefaleikakappinn frá Manchester
féll í gólfið og „talinn út!“
Keppandi rakarinn.
Með þessu hafði rakarinn feng-
ið viðurkenningu, og hann fékk
þegar tilboð um annan leik, sem
fara átti fram á leikvanginum í
Liverpool. Þar sló hann einnig
mótstöðumann sinn niður í fimrntu
lotu. Mótherjinn var meðvitundar-
laus í marga klukkutíma, og rak-
arinn var settur í fangaklefa í
lögreglustöðinni í Liverpool. Ef
hinn meðvitundarlausi hnefaleika-
maður væri dáinn mundi rakarinn
verða ákærður fyrir „óviljandi“
manndráp. Til allrar hamingju
raknaði hnefaleikamaðurinn við,
en hinn „keppandi rakari“ missti
allan áhuga fyrir hnefaleikum.
Stanley Matthews lék fvrir
Stoke City í 7 ár, en árið 1938
bað hann um að verða settur á
sölulistann. Það orsakaði uppreisn
í Stoke, og forustumenn staðarins
urðu sammála um að boða til mót-
mælafundar í Kings Hall. Um alla
borgina voru festir upp auglýsinga
miðar með áletrun á þá leið, að:
„Stanley Matthews má ekki fara“
og vinna féll niður í allri borginni
og það leit út fyrir allsherjarverk-
fall. Framleiðendurnir héldu því
fram í fullri alvöru, að ef Matt-
hews skipti um félag, mundi fram-
leiðslan í leirkeraverksmiðjunum
stórminnka, en Stoke er fræg fyr-
ir leirker sín. Framkvæmdastjór-
arnir í Stoke City urðu hræddir
við þetta og buðu Matthews betri
kjör í framtíðinni, þar til að hann
var seldur til Blackpool fyrir
230.000 kr.
Ég veit ekki hve oft ég hef séð
Stanley Matthews, en ég hef verið
jafn heillaður af honum hvort sem
hann hefur hlaupið í kringum
Bastrup Birch, í „Idrætsparken“
eða spaugað með hinn sterka þýzka
bakvörð, Múnzenberger, í leiknum
6—3 við England, á Ölympíuleik-
vanginum í Berlín 1938, eða sjá
hann dreifa ótta og óróa upp-
lausnar í vörn ungverska liðsins,
og sem aðeins var einasti Englend-
ingurinn, er var af ungverskum
„klassa", er yfirgnæfði hinn ung-
verska sigur á Wembley, 6—3.
Og muna má, þegar hann gerði
hinn glæsilega þýzka vinstri bak-
vörð, Kohlmeier, grátbroslegan í
augum áhorfenda. Kohlmeier þessi
var þó svo hraður, sterkur og ör-
uggur í úrslitaleiknum í Bern, að
hinn eldfljóti útherji Ungverj-
anna, Budai, neyddist til að skipta
um stöðu, vegna þess að hann
komst aldrei fram hjá Kohlmeier
allan fyrri hálfleik.