Valsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 13

Valsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 13
VALSBLAÐIÐ 9 og ég hugsuðum alltaf hvor með annars heila. Willie vissi hvenær hann átti að hlaupa út eða hlaupa fram, eða standa kyr, og hann skoraði þrjú mörk á Sy2 mínútu, og mun það vera mestur hraði í að skora þrjú mörk í alþjóðakeppni. Stoltur að þekkja svo ,,stóran“ smávaxinn mann. Ég minnist þess, þegar Billy Cook sagði við mig í fyrri hálf- leik: „Stan, ef þú kemur með knöttinn nærri mér einu sinni enn, þá sný ég þig úr hálsliðnum. Guð hjálpi mér, ég geri það, Stan“. Hall skoraði fimm mörkin og ég skoraði það sjötta og síðasta. Þá var vörn Irlands svo niðurbrotin, að ég gat hlaupið með knöttinn á tánum hálfan völlinn og svo að síðustu „vippa“ honum í markið fram hjá Twomey markverði Leeds United. Willie Hall er einn þeirra beztu samherja, sem ég hef nokkru sinni átt, og það var hræðilegt, þegar varð árið 1946 að taka af honum hægri fótinn vegna kolbrands. og síðar varð hann að láta skera upp á sér vinstri fótinn. Nokkrum mánuðum síðar mætti ég honum, þar sem hann hökti áfram á tveim hækjum og fullur dugnaðar eins og hann var alltaf, sagði hann: „Þetta gengur ágæt- lega, Stan. Það eina sem veitist mér dálítið erfitt, er þegar ég sé stein eða trékubb á götunni, get ég ekki staðizt að sparka í hann, en þá skeður dálítið, sem aldrei hefur komið fyrir mig áður — ég sparka yfir „knöttinn", Willie hió. Ég varð nær því að gi'áta, stoltur yfir því að hafa þekkt og leikið með-stórum-litlum manni“. Á keppnistímabilinu 1947—48 var Matthews kjörinn „knatt- spyrnumaður ársins“, en félagi hans og vinur Stanley Mortensen var næstur á listanum. Þetta gerð- ist kvöldið áður en hann tók þátt í úrslitaleiknum í bikarkeppninni við Manchester City. I ár hefur Stanley Matthews hlotið sama heiður. En það er eig- mgjarnt af Bretum að takmarka það við England, því Matthews er hið fagra fordæmi í öllu því bezta sjutia Framhald af bls. 6. og í ýmsum tilfellum getur þetta komið sér vel, að hver deild sé út af fyrir sig, t. d. með búninga, en þar hefur stundum komið til á- rekstra. Mér finnst þó æfinga- gjaldið of hátt, en raunar veit ég ekki fyllilega hvað kostar að starf- rækja svona deild. Æf ingarnar ? Mér finnst að það ætti að taka þær með meiri alvöru en gert er. Það má ekki taka þær sem einhvert grín. Leikmenn verða að tala sam- an og reyna leikaðferðir, og mynda sér sameiginlegar skoðanir á heild- arleiknum. Þetta á við bæði meist- ara- og annan flokk karla og kvennaflokkinn. Mér finnst því að þjálfararnir þurfi að vera strang- ari. Æfingasóknin er yfirleitt mjög góð, og ef tíminn væri betur not- aður mætti ná miklu meiri árangri. Framtíðin ? Mér lízt vel á hana. Handknatt- leiksfólkið er ágætt og efnilegt, og mætti segja mér, að það eigi eftir að koma margir bikarar í félags- heimili Vals, ef þetta fólk heldur saman. Strákarnir eru efnilegir og ég hef trú á þeim, og stúlkurnar enda líka, en þær eru alltaf óráðn- ari og hverfa oftast of fljótt. Hvað félagslífið snertir, að þá vil ég fleiri fundi fyrir handknatt- leiksfólkið, bæði skemmtifundi, fundi með einstökum flokkum og hópum og svo fundi fyrir leiki, til þess að reyna að byggja upp leik- aðferð, sem ætti að henta í kom- andi leik. Svo að lokum vil ég skora á alla handknatteiksmenn að standa sam- an og vinna að því að Valur kom- izt á toppinn í öllum flokkum. í knattspyrnunni, mikill heiðurs- maður, bæði innan vallar og utan. Altaf drenglyndur í leik, þrátb fyr- ir það, að hann hefur orðið að hoppa yfir þúsundir fóta, sem fyr- ir hann hafa verið settir, og ólög- legar hindranir gerðar sem ör- þrifaráð af bakvörðum, sem voru orðnir þreyttir á því að vera til athlægis fyrir tilverknað þessa Fær páfinn ekki að koma á Ólympíuleikina í Róm? Fregnir hafa borizt um það, að hinn frjálslyndi páfi, Jóhannes, hugsi sér að koma til Ólympíuleikjanna í Róm að ári. Sagt er, að framkvæmdanefndin telji þetta mikinn heiður fyrir leikina, en er þó í miklum vanda stödd. Þannig er, að þegar pófinn sýnir sig opinberlega, safn- ast um hann mikill mannfjöldi, og gerir nefndin því ráð fyrir að þúsundir af fólki elti páfa, en hafi engan áhuga fyr- ir leikjunum. Þeir gera líka ráð fyrir, að ekki verði hægt að kalla út svo mikið lögreglulið, að tryggt sé að hægt verði að halda fólk- inu í skefjum. Það hefur því verið rætt, hvort ekki sé rétt að biðja páfann að halda sig heima. Jesse Ovens hljóp þjófinn uppi. Það virðist sem hinn heimsfrægi spretthlaupari Jesse Ovens geti enn sprett úr spori. Hann varð fyrir því um daginn að maður hafði komið að bifreið hans og stolið frá honum hatt- inum hans og tekið einnig með sér safn af grammophon-plötum. Mun hann hafa orðið mannsins eitthvað var og tók glæsi- legan 100 m sprett og dró þjófinn þegar uppi. Knattspyrna í svefni. (Sagan talin sönn). Maður nokkur í Eskilsater í Várma- landi í Svíþjóð, sem er mikill áhuga- maður sem áhorfandi á öllum kappleikj- um, sem þar fara fram, dreymdi draum með alvarlegum afleiðingum. í draumn- um var hann áhorfandi að mjög spenn- andi leik þar á staðnum. Skyndilega fannst honum eins og að hann hefði að- stöðu til að hjálpa heimaliðinu. Hann gaf knettinum hörkuspark, svo að hann fór beint í markið. Við þetta vaknaði hann með háhljóðum. Hann hafði raun- verulega sparkað af fullum krafti og hafði hitt rúmstólpan með þeim afleið- ingum að stóratáin brotnaði! galdramanns knattspyrnunnar, sem hefur þann eiginleika að láta fætur og heila vinna saman, svo líkist sambandi rafstraums, með næstum yfirnáttúmlegum hætti. Hinn 42 ára Stanley Matthews er ekki aðeins bezti knattspyrnu- maður Englands, en einnig í öll- um heiminum og hann er það hvei’t ár. F. H. þýddi.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.