Valsblaðið - 24.12.1959, Side 22
18
VALSBLAÐIÐ
/ RírLarlörLdum...
Framhald af bls. 15.
gegnumbrot sem er alveg einstakt.
Annan leik mikið meira spennandi
sá ég í sjónvarpi í Hamborg. Real
Madrid gegn H. S. V. Hamborg,
er endaði með 15:2 fyrir Madrid,
en þeir eru ósigrandi í Evrópu-
bikarkeppninni eins og flestum er
kunnugt. Frammistaða Hamborg-
avanna var ]>ví mjög góð, ekki sízt
hins unga miðframherja Uwle
Seeler, er skoraði gegn Madrid 2
mörk. Þarna var einmitt leikinn
knattspyrna á báða bóga, sem fyrir
„amatörinn" er Iperdómsrík og
sem Manchester United fékk að
finna fyrir, en þeir töpuðu 6:1.
Stuttur samleikur, snöggar skipt-
ingar og mýkt ásamt því að nota
augnabikið hárrétt er við átti en
Púskas skoraði 3 mörk í röð, en er
Bretinn fór að gæta hans skoraði
bara Didi á hinum vængnum önn-
ur 3 mörk. Það má segja að beir
kunni að stíga í vænginn er við á,
þessir karlar. Ensk knattspyma
er orðinn alltof þunerlamaleg gegn
bessum leikaðferðum. og er merki-
legt að þeir skuli ekki finna það
eftir að hafa tapað fyrir nokkrum
á>’um fyrir Ungverjum 7:1, en
þeir ura það.
Alla dagana er við dvöldum í
Rínarlöndum var veðrið eins, um
20 stiga hita og logn, enda notaði
Buchloch óspart Mercedesinn sinn
til að flytja okkur á fallegustu stað-
ina við Rín báðum megin, t. d.
Petersburg, Godesb<u-g og Schön-
berg. og þó að landslagið sé þarna
víða líkt, vínviðarvaxnar móbergs-
hæðir, einkar hlýlegar. Þá setja
kastalar riddaranna frá miðöidum
sinn sérstæða blæ á þetta allt sam-
an, og manni verður litið aftur í
tímann, frjóvgar þetta ímyndunar-
afiið strax um löngu liðna tíð, er
hefur skilið cftir svona fagrar
minjar, því lirein völundarsmíð
eru þeir, þessir kastalar, ef maður
skoðar bá gaumgæfilega. Þjóðverj-
um þykir líka undur vænt umbessa
staði og segja alltaf: Rín látum
við aldrei, enda er hún slagæð
þeirra hvað samgöngur snertir. .
Skammt frá Petersburg komum
við í einkar vel hirtan kirkjugarð
með skipulögðum röðum af kross-
um, sem á var letrað nöfn og hvar
og hvenær fallinn á hvem kross.
Buchloch gekk þögull um þennan
reit og sagði mér að margir þeirra
er þama hvíldu hefðu verið í her-
deild þeirri, er hann var í við Re-
magen brúna er Ameríkanar báru
Þjóðverja ofurliði við Rín 1945.
Uppbyggingin eftir stríðið hef-
ur gengið svo vel, að á ytra borði
er ómögulegt að sjá að þessi þjóð
hafi tapað stríðinu, en auðvitað
eru enn djúp sár hjá mörgum fiöl-
skyldum eftir hildarleikinn mikla
er seint munu gróa, en samheldni
Þjóðverja er undirstaða velgengni
þeirra. Hvert miðvikudagskvöld
koma t. d. 12 saman og leika kúlu-
snil langt fram á kvöld og drekka
bjór. síðan fara þeir flestir á fæt-
ur um kl. 7, en viti menn, kl. um
ellefu á hverjum morgni birtast
hinir sömu félagar, t. d. einn
bankastjóri. einn kaupmaður, einn
katolikki, einn Adenauersmaður,
einn Ollenhauer, og standa sem
einn maður saman um félagslega
og fiárhagslega unnbvggingu
hvers annars í daglegri lífsbaráttu.
Mér varð hugsað heim, bar sem
menn ganga banka úr banka til að
fá smálán, án þess að við þeim sé
litið og lenda að lokum hjá okur-
körlum, mis.jöfnum.
Félagslega eru Þjóðverjar til
milíiilar fyrirmyndar og langt á
rndan öllum öðrum í Evrópu. enda
n.jóta þeir nú í ríkum mæli við-
reisnarlána, og eiga margir beirra
mm’gra hæða hús, þótt ungir séu
að árum.
Nú fórum við nokkra daga í
Zimmern-Hunsriick, sem er stutt
f”á Saar, gamla þrætueplinu milli
Frakka og Þjóðver.ia. sem er nú
hvzkt aftur. Þar fórum við með
Mildu og Buchloch í nicnik skógai’-
ferðir, þ. e. a. s. borðuðum úti
barna er 100 km. langur skógur
nwð villtum dýrum, dádýr. hé>’ar.
villt svín o. fl. Einnig fengum við
fialla silung (Forellen BlauL sem
e>- rniög líkur þeim hérna heima.
nema á hótelverði 7 mörk. Tnn-
arlega í bessum skógi hafði Hind-
enburg gamli bækistöð sína 1916
—18, eftir að hann hafði unnið
sigrana miklu við Tannenberg. Nú
er þessu breytt í skemmtilegt sum-
arhótel, sem er mikið sótt.
Á heimleiðinni er við héldum til
Múhlheim, fórum við svo í Mosel-
dalinn, sem er eins og yngri systir
Rínai’dalsins, þó öllu mýkri og
léttari. Þar komum við til eins að-
alvínyrkjandans við Mosel. Hann
átti stórar ekrur og ennþá fallegra
hús og hafði það gengið í erfðir í
fimm hundruð ár. Við fengum að
koma í kjallarann, þar sem tunn-
urnar stóðu í gerjun, og allt stóð
okkur opið. Síðan settumst við út
á svalir og átum vínber, svört og
græn, með ljúffengum Moselveig-
um eigandans. Nú, allir góðir dag-
ar taka enda, og að lokum kvödd-
um við þessi yndislegu hjón, Buch-
loch og syni þeirra, ásamt fjölda
kunningja, er við eignuðumst, og
héldum til Kaupmannahafnar og
með Gullfossi heim á rennisléttum
sjó alla leið til Reykjavíkur.
*
Ur ýmsum áttum
Buxnalaus, en ekki ráðalausl
Það er margt, sem getur komið fyrir
dómara, ekki aðeins, þegar þeir eru úti
á vellinum, um það getur sænski dómar-
inn Ingimar Axelsson vitnað.
Hann hafði því illu heilli gleymt dóm-
arabuxunum sínum heima, og fór því
inn til heimaliðsins og fékk lánaðar bux-
ur. Það fór þó svo, að heimamenn voru
ekki ánægðir með dóminn í fyrri hálf-
leik og hafði hann m. a. ógilt mark einu
sinni fyrir þeim. í hálfleik komu þeir
tii hans og kröfðust að fá buxurnar aft-
ur, þeir vildu ekki lána svona dómara
buxur. Axelsson varð því að fara úr
buxunum og afhenda þær, um annað var
ekki að velja. Nú voru góð ráð dýr.
Hann fór inn til „gestanna' og bað um
buxur, og fékk þær, og þannig gat hann
haldið áfram í síðari hálfleik!
Knötturinn bjargaði lífi iðjuhöldans.
Hinn þekkti, ítalski iðjuhöldur Bene-
detto Triotta lagði sig um eftirmiðdag
í íbúð sinni. Hann var einn í íbúðinni
og veitti því ekki athygli að komið hafði
leki að gasleiðslu, maðurinn var því í
bráð’-i lífshættu. Við hliðina á íbúð
Triotta var lítill knattspyrnuvöllur, og
nú vildi bað til, sem raunar hefur skeð
hér og alls staðar, að knöttur fer skakkt,
og hann lenti í rúðu á íbúð iðjuhöldans,
og braut hana. Við þetta kom hreint
ioft inn í húsið, svo hann vaknaði, og
bjargaði það lífi hans.
Triotta hafði áður verið íþróttahat-
ari, en nú hefur hann gerzt mikill knatt-
spyrnuáhugamaður, og ætlar að byggja
nýjan, lítinn, fínann knattspyrnuvöll
fyrir drengina, sem þakklætisvott fyrir
björgunina.