Valsblaðið - 24.12.1959, Page 23
VALSBLAÐIÐ
19
HAUSTMDT
KNATTSPYRNUKAPPLEIKUR I T V E I M HALFLEIKJUM
PERSÓNUR:
DÓMARI
LÍNUVÖRÐUR A
LfNUVÖRÐUR B
22 LEIKMENN
6 VARAMENN
VALLARVÖRÐUR
2 LÖGREGLUÞJÓNAR
167 ÁHORFENDUR, ÞAR AF ÞRÍR
„UNDIR ÁHRIFUM".
LEIKSVIÐ:
Leikurinn getur farið fram í hvaða
moldarflagi sem er, en þó er æskilegt að
40—50% vallarins sé umflotinn vatni.
Ófrávíkjanlegt er að stórir og djúpir
pollar séu fyrir framan bæði mörkin,
ella er ekki hægt að sýna leikinn. Nauðsynlegt er og, að einhver kofi
sé nærri vellinum og að minnsta kosti einn lélegur hátalari sé á
áhorfendasvæðinu. Sé völlurinn undir hól geta áhorfendur setið uppi
á hólnum, leyfi staðhættir ekki hól, geta áhorfendur haft alla sína
hentisemi og jafnvel ráfað um völlinn.
BÚNINGAR:
Liðin skulu klædd hvítum og svörtum búningum, tölusettum frá
139 til 151. Dómari skal vera mjög grænklæddur, en línuverðir bláir
(ekki af öfund). Áhorfendur skulu sjálfir ráða klæðnaði sínum, utan
þeim skal óheimilt að klæðast þannig fatnaði að það særi fegurðar-
smekk viðstaddra. Pokatíska er algjörlega óleyfilegur klæðnaður og
ber dómara að vísa áhorfanda af leikvelli verði hann var við slíkan
klæðnað.
Til athugunar: Það getur sett skemmtilegan svip á athöfnina, ef
meðal áhorfenda eru: múrari, læknir, skrifstofustjóri, ljósmóðir, prest-
ur, rukkari, flugmaður og hreppstjóri.
Leikstjóri skal athuga vel, að rétt er að sá hluti áhorfenda sem er
undir áhrifum, skal vera á þrem mismunandi stigum svo vel sjáist
þróunarsaga neyzlunnar. Ennfremur að það skapar virðingu meðal
áhorfenda ef vallarvörður er gráhærður.
Þetta er heppilegur leikur til sýningar við vígslu félagsheimila fyrir
austan, svo og við opnun nautgripas'ninga.
LEIKURINN:
Fyrri hálfleikur:
Dómari blæs í flautuna. Miðframherji hinna hvít-
klæddu ætlar að spyrna knettinum en hittir ekki og
dettur. Dómari blæs í flautuna og stöðvar leikinn.
Þögn.
Áhorfendur eftir nokkra þögn: Utaf með dómar-
ann. I Reykhúsið með dómarann.
Dómari kippist til við köllin og blæs aftur í flaut-
una. Miðframherji hinni hvítklæddu spyrnir knett-
inum, en dregur ekki yfir miðjuna.
Dómarinn blæs enn í flautuna.
Þögn.
Línuvörður A veifar dómaranum sem gengur til
hans, lætur hann dusta ryk af buxum sínum, hvíslar
síðan einhverju í eyra hans. Línuvörður A brosir.
Dómarinn blæs í flautuna, bendir á vítaspyrnupunkt
hinna svartklæddu og þurrkar svitann af enninu.
Áhorfendur: Morðingi, svikari, KRingur, Fram-
ari, Valsari, Víkingur, Þróttari, aumingi,peningafals-
ari, frímerkjasafnari, bóksali, leikari, grautarhaus,
skellinaðra.
Markmaður hinna hvítklæddu stillir boltanum upp
á vítaspyrnupunkti andstæðinganna og býr sig undir
að spyrna.
Hann reynir að spyrna knettinum, en finnur hann
ekki í pollinum. Leikmenn taka að leita knattarins,
en finna ekki.
Áhorfendur ókyrrast.
Lögreglumaður íklæddur kafarbúningi kemur inn
á völlinn og kafar eftir boltanum.
Markmaður stillir knettinum upp aftur. Hann
spyrnir og boltinn svífur langt yfir markið. Brot-
hljóð heyrist og rúða í húsinu brotnar.
Vallarvörður kemur hlaupandi út og baðar út
höndunum.
Dómari flautar öxar við ána og gengur út til
vinstri.
Hlé í tíu mínútur.
Síöari hálfleikur:
Dómari flautar til leiks.
Miðframherji hinna svartklæddu spyrnir knettin-
um og leikurinn hefst. Leikmenn hlaupa allir á eftir
knettinum en ná honum ekki. Hann hoppar í loft
upp og kemur ekki niður aftur.
Vallarvörður kemur hlaupandi með stiga inná völl-
inn. Hann reisir upp stigann og nær í knöttinn og
fær hann dómara.
Dómari dæmir aukaspyrnu en leikmenn mótmæla.
Línuvörður kemur hlaupandi og spyrnir í knött-
inn. Leikmenn taka enn að elta knöttinn en ná hon-
um ekki. Hann rennur í átt að marki hinna svart-
klæddu. Markmaður reynir að verja með því að
henda sér á knöttinn en hendir sér í öfuga átt.
Knötturinn rennur í markið.
Áhörfendur æpa, stökkva uppí loftið og klappa
saman höndunum. Hreppstjórinn fær sér í nefið.
(Ef ekki er hreppstjóri fyrir hendi verður að fella
niður þetta atriði, því öðrum er ekki treystandi).
Línuvörður B veifar og dómari gengur til hans.
Þeir hvíslast á.
Dómari dæmir útspyrnu. Markmaður býr sig und-
ir að spyrna knettinum frá markinu, en þá er kallað
í hátalarann á dómarinn í símann.
Dómari yfirgefur völlinn.