Valsblaðið - 24.12.1959, Page 30
26
VALSBLAÐIÐ
oft þeir greindustu, sem falla sam-
an þegar mest á reynir. En það er
bráðnauðsynlegt, að í liðinu sé
jafnan einn góður leikmaður, sem
hefur sérstaka forystuhæfileika, en
sá hæfileiki er oft samfara góðum
vitsmunum. Auk þess er æskilegt,
að hver leikmaður hafi eitthvað
sérstakt til brunns að bera — t.
d. þurfa þeir helzt að vera 1 eða
2 í liðinu, sem geta gert að gamni
sínu og fíflast lítið eitt, jafnvel
þó liðið sé að tapa. Ég hef oft tekið
eftir því, að stórt félag kaupir dug-
legan leikmann, sem síðar hefur
svo reynst illa. Þetta stafar af því,
að í liði þess félags, sem keypti,
eru fyrir nokkrir leikmenn, sem
hafa sömu hæfileika, svo að það
er í raun og veru ekki hægt að
nota fleiri slíka“. „Knattspyrnu-
prófessorinn" eins og Brasilíu-
mennirnir kalla hann, bætti því
við, að það væru í raun og veru
miklu fremur áhorfendurnir, sem
þyrfti að vanda um við en leik-
mennirnir. „Þegar við lékum fyrst
í Evrópu, var ég mjög undrandi
yfir því að leikvöllurinn var ekki
girtur með vírneti. Slíkt er nauð-
synlegt í Suður-Ameríku — ann-
ars verða leikmennirnir fyrir
meiðslum af hendi áhorfenda, sem
kasta flöskum og öðru slíku á eftir
beim. Og ég varð forviða, þegar
áhorfendurnir klöppuðu fyrir okk-
ur, jafnvel þó þeirra eigin lið biði
ósigur. Því líkt mundi aldrei koma
fyrir í Suður-Ameríku“. I fyrstu
var hann einnig áhyggjufullur yf-
ir því, að í Evrópu voru ekki leyni-
legir útgangar neðanjarðar frá
völlunum. eins og fvrirfinnast á
flestum stærri leikvöllum Suður-
Ameríku. Án slíkra útganga getur
sigrað lið átt það á hættu. að á
bað ráðist óánægðir áhorfendur.
Það dugir ekki að veita leikmönn-
unum lögregluvernd, því að lög-
regluþiónarnir geta líka oft á tíð-
um tekið unp á því. að skevta skapi
sínu á leikmönnunum. Prófessor
O.rvalhaes þykir það leitt, að for-
vstumenn brasilísku knattspyrnu-
félaganna hafa verið áhugalausir
gagnvart honum síðan sigur
vannst í heimsmeistarakeppninni.
..Þegar við vorum í Evrópu bárust
mér mörg tilboð um að verða þar
eftir og þjálfa evrópska leikmenn",
Þróttur 10 ára
Á þessu ári varð Þróttur, yngsta
knattspyrnufélagið í Reykjavík, 10 ára.
Stofndagurinn er 5. ágúst. Þegar Þrótt-
ur var stofnaður voru liðin hart nær
40 ár því að knattspyrnufélag hafði
verið stofnað í Reykjavík, sem eitthvað
kvað að, eða frá því 11. maí 1911, en
þá var Valur stofnaður. Á þessum tíma
hafði íbúum bæjarins fjölgað úr rúmum
12 þúsundum í nær 55 þúsund.
Þróttur minntist afmælisins með
ýmsum hætti. Efnt var til afmæliskapp-
leiks, einnig innanhússmóta, bæði í
knattspyrnu og handknattleik. Ákveðið
var heimboð erlends knattspyrnuliðs, en
það fórst fyrir af óviðráðaniegum or-
sökum.
Hinn 14. nóv. s.l. var efnt til afmælis-
hófs í Framsóknarhúsinu. Óskar Pét-
ursson, formaður Þróttar, flutti að-
alræðuna fyrir minni félagsins og
rakti sögu þess í stórum dráttum. Var
hófið fjölmennt, m. a. allir framámenn
íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík, og
færðu þeir Þrótti árnaðaróskir og g.jaf-
ir. Einnig bárust mörg heillaskeyti. Við
þetta tækifæri voru 15 félagar og aðrir
stuðningsmenn félagsins, þar á meðal
forseti Í.S.Í., heiðraðir með því að sæma
þá silfurmerki félagsins með lárviðar-
sveig, ásamt heiðursskjali. Þá kom og
út afmælisrit.
Aðalfundur félagsins var haldinn 22.
s. m. Var hann vel sóttur. Skýrslur og
reikningar báru öruggu félagsstarfi gott
vitni. Á fundinum voru samþykktar
ýmsar tillögur í sambandi við félags-
starfið, m. a. að gefa úr, árlega, félags-
blað. Stjórnin var að mestu endurkosin,
en formaður er Óskar Pétursson, og er
þetta fimmta árið, sem hann er kjörinn
formaður Þróttar.
Vikingsblaðið
í nóvember s.l. hóf knattspyrnufélag-
ið Víkingur útgáfu félagsblaðs. í ávarpi
sem stjórn félagsins birtir í blaðinu,
segir svo m. a.: „Ákveðið er að ráðast
í blaðaútgáfu þessa, fyrst og fremst til
að upplýsa hina mörgu stuðningsmenn
og velunnara félagsins í Smáíbúða- og
Bústaðahverfi um starfsemi félagsins,
framkvæmdir allar og framtíðarhorfur".
Blaðið er hið snotrasta að öllum frá-
gangi og í því eru margar greinar um
starfsemi Víkings og framtíðaráætlanii’.
Þá eru reikningar félagsins, félagsheim-
ilisins og íþróttasvæðisins einnig birtir
þarna. í ritinu er mikið af myndum frá
félagsstarfinu. Ritstj. er Árni Ágústs-
son, en auglýsingastjóri Guðmundur
Kristjánsson. Blaðið er 32 síður auk
kápu.
sagði hann. „Nú sé ég eftir því
að hafa sagt nei“. Hann hló, er ég
lauk viðtalinu með því að segia
honum, hvað einn landi hans hafði
sagt um knattspymuáhugann i
J VALSBLAÐIÐ l
2 OG VALSMENN •
• o
o •
• Valsblaðið er sent öllum •
e •
J Valsmönnum ókeypis. Ef ein J
J hverjir félagar fá ekki blað- J
® ið, stafar það af því, að rétt *
“ heimilisfang viðkomandi *
• vantar í félagaskrána, Til- «
O •
• kynnið því heimilisfang ykk- ®
• ar, ef þið fáið ekki blaðið. J
J Það kemur út vor og h?.ust J
l og fyrir jólin. 2
O O
•••••••••••••9«oeoooooeooeo«
Úr ýmsum áttum
Auga fyrir auga og „beinn hægri“.
Það er víða, sem dómarinn verður fyr-
ir óþægindum í leik. Eru það bæði leik-
menn og áhorfendur, sem sannarlega
vildu svala sér á manninum með blístr-
una, ef hann gerir ekki eins og þeir
álíta að sé rétt. Að sjálfsögðu er mis-
jafnt, hvernig dómarar bregðast við
köllum og þegar að þeim er veizt enn
nánar.
í haust kom fyrir atvik í Júgóslavíu,
þar sem dómarinn hagaði sér samkvæmt
biblíunnar orðum: Auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn. Tvisvar höfðu leikmenn
farið til hans og slógu til hans af því
að þeir voru óánægðir með úrskurð hans.
En í þriðja sinn var það dómarinn,
sem varð fyrri til. Gerðist það, er leik-
maður hugðist slá hann, að dómarinn
rétti að honum „beinan hægri“ og það
hressilega, að hann steinlá — „knock
out!“
Dómarinn fékk að vera í friði það
sem eftir var leiksins.
Harðhentur dómari.
Það mun títt að knattspyrnudómarar
geti orðið harðir í horn að taka á leik-
velli, en að leikmenn verði að þola bein-
brot af þeirra hálfu mun fátíðara, og
það í fullri vinsemd!
Það kom fyrir eftir leik milli Fjóns
og Kaupmannahafnar, að dómarinn,
Tage Sörensen, þurfti að fara nokkuð
fyrr en aðrir úr veizlu eftir leikinn.
Var hann orðinn nokkuð seinn fyrir og
kvaddi menn með miklum hraða og var
snöggur upp á lagið. Gekk þetta þó allt
vel, þar til kom að hinum gamla lands-
liðsmanni og keppanda úr O.B., Leschly
Sörensen, þá munu fingur keppendans
ekki hafa farið nógu vel í hendi dóm-
arans, því einn fingurinn hrökk í sund-
ur við handtakið!
landi þeirra. „Það er ekki ógæfa
Brasilíu, að 60 prósent þjóðarinn-
ar er ólæs, heldur hitt, að hin 40
prósentin hugsa aðeins um knatt-
spyrnu“,“ sagði þessi háðfugl.