Valsblaðið - 24.12.1959, Side 32

Valsblaðið - 24.12.1959, Side 32
28 VALSBLAÐIÐ Y íðavangshlaup Þegar saga þessi gerðist var prestur á Svalbarða í Þistilfirði, er Þorlákur, hét og var Helgason. Hann átti hest rauðan, var hann vakur og fljótur með afbrigðum. Hann var ættaður frá Hömr- um í Skagafirði og var því nefndur Hamra-Rauður. Það bar til einn sunnu- dag, skömmu eftir að prestur kom á staðinn, að margt fólk var þar komið til að hlýða á messu og beið það í hlað- inu þar til gengið yrði í kirkju. Hefur þá einhver orð á því, að rauður hestur sé að vaða yfir ána (Svalbarðsá) á svo- nefndu Sperðluhólmavaði. Ekki þóttust komumenn kenna hestinn, og ekki var það neinn af hestum messufólksins. Baldur Steingrímsson Eins og segir í frásögn af aðal- fundi félagsins á öðrum stað hér í blaðinu, var Bald- ur Steingrímsson kjörinn gjaldkeri félagsins í 20. sinn. — Arið 1940 var Baldur fyrst kjör- inn í stjórn Vals og hefur átt þar óslitið sæti síðan. Baldur er einn hinna öruggustu og traustustu starfs- manna félagsins. Hann nýtur óskoraðs trausts, ekki aðein§ innan Vals, heldur og íþróttahreyfingarinnar í heild hér í bænum. fyrri tíma Sagði þá einn af vinnumönnum prests- ins, að þetta myndi vera Rauður séra Þorláks, hann hefði hvað eftir annað leitast við að strjúka síðan prestur hefði fengið hann. Var nú presti sagt frá þessu. Gekk hann út á hlaðið og sá hvar hesturinn fór, og mælti: „Nú er komið strok í Rauð minn og er mér í hug að hann náist ekki fyrr en vestur í Skagafirði". „Líklega grípur hann einhvers staðar i jörð áður en hann kemur þangað, þó ekki sé langt. Eða skyldi hann ekki stanza svolítið er hann heyrir hroturnar í henni „Jöklu““ (Jökulsá í Axarfirði), var sagt rétt við hliðina á presti. Prestur lítir við til þess, sem talaði, og segir: „Hvað heitir þú, maður minn?“ „Magnús hefi ég verið kallaður", svar- ar hinn. „Ertu nefndur Hlaupa-Mangi?“ spurði prestur og brosti. „Nokkrir hafa nefnt mig svo í gamni cða þá í skopi, en ekki hafa þeir sömu greitt mér neitt í nafnfesti, enn sem komið er“, var svarið. Prestur bað nú vinnumenn sína að freista hvort þeir fengi náð hestinum; bjuggust þeir í snatri. Lét þá Magnús á sér skilja, að hann væri fáanlegur til að slást í förina ef þeir álitu það nokk- urt lið. Kvað prestur sér mikla þökk í því og kvað það vera hugboð sitt að annaðhvort næði hann Rauð sínum eða þá alls enginn, því hann væri ljónstygg- ur að eðlisfari. Þegar piltarnir voru ferðbúnir lét Magnús í ljós að eiginlega fyndist sér það vera stakur óþarfi að etja f jölmenni að þessu, það væri í raun og veru ekki nema eins manns verk að sækja folann, og það væri marg reynt, að skepnur, einkum strokuhestar, hálf ærðust þegar þeir sæu marga veita sér eftirför. Nokkrir tóku undir með Magn- úsi og kváðu hann hafa rétt fyrir sér í þessu. Magnús bað menn samt að skilja sig ekki svo, að hann væri að telja það úr að drengirnir gerðu eins og húsbónd- inn hefði fyrirlagt, það kæmi sér auð- vitað ekk við þó þeir slæddust eitthvað á leið með sér. Kastaði Magnús nú af sér öllum föt- um utan nærklæðum og skóm, tók snær- ishönk úr vasa sínum og batt utan um sig. Lagði svo hópurinn af stað, og hljóp nú liver sem betur gat, en ekki skipti það neinum togum, að Magnús bar langt undan hinum, og það svo rækilega, að hann var kominn yfir ána og upp á svo- nefnda Garðsmela, þegar hinir komu að ánni. Vinnumönnum prestsins sýndist nú sá kostur beztur að snúa til baka. Lötruðu þeir í hægðum sínum og voru bæði dæst- ir og sneypulegir, þegar prestur spurði hverju það gengndi að þeir væru komnir aftur, án þess að hafa sýnt það í nokkru að þeir hefðu verið sendir af stað til að ná hestinum. Svöruðu þeir því, að það væri ekki þeirra meðfæri að verða þess- um bölvaða tilbera samferða, væri hann ekki mennskur maður; hann væri eins og fugl, færi meira í loftinu en á jörð- unni. Hefði hann rokið strax á undan þeim eins og sendill og ekki einu sinni beðið þeirra við ána, tii þess að segja fyrir hvernig þeir skyldu haga sér við verkið. — Prestur gaf sig fátt að skrafi piltana en sagði sér litist svo á Magn- ús þenna, að hann myndi ekki skiljast við þetta verk fyrr en í fulla hnefana. En nú skyldu þeir rýjurnar ganga til kirkju, það væri næðismeira en að eltast við þann rauða. Nú víkur sögunni þangað, sem Magn- ús fer á sprettinum upp melana, en þeg- ar þá þraut tóku við lyngmóar. Hestui'- inn fór hægt og bítandi og hélt sig við veginn, tók sér tíma við og við að kroppa þar sem götubakkarnir voru loðnastir og fór sér hvergi óðslega. Reisti hann haus- Danmerkur, og forysta, undirbún- ingur og skipulag að þeirri för var meginverk Jóns. Hann átti hugmyndina að henni og kveikti áhugaeldinn innan félagsins. Á þessum árum var þeim meiri vandi á höndum, sem hugðust koma á slíkri för en nú er orðið. Hér var og um brautryðjendastai’f að ræða. Svo langa utanlandsför hafði eng- inn íslenzltur knattspyrnuflokkur fyrr farið. Auk þess að vinna íslandsmótið árið 1930 vann Valur og helming allra annarra knattspyrnumóta í Reykjavík það ár. Axel og Jón störfuðu saman að málefnum Vals eins og einn maður, allt til ársins 1932, en þá urðu þeir að hætta starfsemi sinni, vegna, anna. Engum mönnum á Valur meira upp að unna en þessum tveim, þegar undan eru skyidir þeir, sem í upphafi gengust fyrir stofnun félagsins. En það voru þessir menn, Axel og Jón, sem með sam- starfi sínu, kjarki og dugnaði, hrifu félagið fram á leið, er það var nær strandað á skeri úrræða- leysis og undansláttar, og margir félaganna kunnu ekki önnur ráð en að leggja upp laupana og fela sig forsjá annarra, já og sumir hurfu að því ráði, en viðbrögð hinna, sem stóðu á verðinum og kvikuðu hvergi, mun um ókomin ár verða Valsmönnum, sem starf- andi eru á hverjum tíma, fordæmi þess, hvernig bregðast skal við erfiðleikunum hverju sinni. Axel Gunnarsson og Jón Sig- urðsson voru kjörnir heiðursfélag- ar Vals árið 1936 á 25 ára afmæli félagsins, og var það vissulega verðskuldað, því án þeirra má full- yrða, að félagið hefði ekki náð þeim aldri. — E. B.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.