Afturelding - 01.12.1934, Síða 6
AFTURELDIHIG
þarna og skemmtir þér, getur orðið prédikari". Ég
svaraði honum ekki öðru en hæðnishlátri þá; en
nokkrum árum seinna frelsaði Jesú mig og sendi
mig út til þess að boða það orð, sem ég áður hafði
troðið undir fótum.
Eftir þessa löngu lýsingu á tilheyrendunum, ætla
ég að minnast aftur þessa manns, sem ég nefndi
áðan.
Á meðan á samkomunni stóð, tók ég eftir því,
að örvar orðsins hittu hann, og að Andinn sann-
færði hann um synd. Guði sé lof fyrir það! Allir
boðberar Drottins vita, hve undursamlegt það er,
að finna, að Guð starfar, meðan boðskapurinn er
fluttur.
Þegar ég var búinn að prédika, ogbúið að syngja
nokkra söngva, þá fór ég til þessa unga manns og
heilsaði honum og sagði: „Nú er kominn fimmtu-
dagurinn, þegar þér ætluðuð að gefa yður Guði“.
Hann svaraði: „Allt, sem þér í kvöld hafið talað,
var talað til mín“. Ég svaraði þá: „Já, það er und-
ursamlegt, að Drottinn vissi um yður; en þér ættuð
að taka á móti Jesú í kvöld“. Hann leit á mig og
spurði: „Geti Andersson ábyrgst, að ég fái frið,
þá skal ég gjöra það“. Margir í salnum horfðu á
mig, og ég fann á mér sæluríka hrifning frá himn-
um. Ég svaraði þá efalaust: „Það get ég, ef þér
viljið gefa yður Guði“. Hann sagði: „Þá gjöri ég
það“, og féll á kné undir eins. Eftir stutta bæn til
Drottins um frelsi, leit hann á mig, og andlit hans
bar vott um mikil vonbrigði, og hann sagði með
hárri röddu: „Ég finn engan frið“. Það var dá-
lítið þungt um stundarsakir að standa eins og
svikari frammi fyrir fjölmenni. En Drottinn stóð
á bak við sitt orð, sem hljóðar svo: „En sömuleiðis
hjálpar Andinn veikleika vorum“. Drottinn hefir
líka undursamlegt nafn: „Undraráðgjafi", og það
er hann. Hallelúja! — Andinn sagði við mig:
„Opna þú biblíuna þína og lát hann lesa Jesaja 53,
5. Hann las hátt: „En hann var særður vegna vorra
synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegn-
ingin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á hon-
um, til þess að vér hefðum frið“. (Eldri þýðing).
Á meðan hann las, bað ég til Guðs í hljóði. Þegar
hann var búinn að lesa, spurði ég: „Hvað öðlumst
við?“ Hann leit á fyrirheitið og sagði: „Við öðl-
umst frið“, og síðan hrópaði hann: „ó, Guð; þetta
var undursamlegt; friðurinn streymir inn í hjarta
mitt!“ Ogmeð uppréttum höndum vegsamaði hann
Guð fyrir dýrðlegt frelsi. Kona hans komst þá í
6
syndaneyð, og beygði kné við hlið manns síns og
fór að biðja Guð um náð ogfrelsi. Hún fékk einnig
sama vers til að lesa, og friðurinn streymdi einn-
ig til hennar úr hinni sömu lind. Dýrð sé Guði!
Ó, hversu dýrðlegt er, að fá að vera með, þegar það
rætist, sem ritað er. Guð stendur á bak við fyrir-
heitin, þegar við uppfyllum fyrst skilyrðin, og
fyrir trúna fáum vér svo að taka á móti því, sem
Drottinn hefir lofað.
Hér eru svo nokkur biblíuorð, sem tala um það,
sem við öðlumst:
Við öðlumst syndafyrirgefning (Post. 10, 43);
frið ((Jes. 53, 5); skírn Andans (Post. 2, 38);
kraft (Post. 1, 8); albata (Post. 3, 16), fullkominn
fögnuð (Jóh. 16, 24) ; hundraðfalt (Matt. 19, 29) ;
óbifanlegt ríki (Hebr. 12, 28); og kórónu lífsins
(Jak. 1, 12). „Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sín-
ar, til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins
tré og megi ganga um hliðin inn í borgina“. (Op-
inb. 22, 14).
f
Ur bréfi frá ungum trúbróður.
Þess vegna er það, að við verðum að nota þá
krafta, sem Guð hefir gefið oss, styrkja þá með
því að æfa þá. Notum þau náðarmeðul, sem hann
hefir gefið oss, og gerum fúslega það, sem við
megnum með hjálp Krists, „sem oss styrka gerir“,
og vér reynum, að Krists ok er indælt og byrði
hans létt.
Það er gleðilegt, að hafa höndlað Jesú, svo að
segja á morgni lífs vors. og geta tileinkað sér hann
og fyrirheit hans, „hann, sem er vegurinn, sann-
leikurinn og lífið“. „Þú Jesús ert vegur til himins-
ins heim, í heimkynni sælunnar þreyða“. Páll post-
uli gladdist í Drottni, og hann benti öðrum á þessa
gleði.
„Gleðjist í Drottni“, segir hann. það er hin
varanlega gleði. Það er gleði þess hjarta, sem
fyrir Jesú blóð er leyst úr ánauð syndarinnar og
komið í frið og sátt við Guð, heilagan og réttlátan.
Þessi kristilega gleði sprettur af þeim himneska
friði. sem Jesús Kristur veitir hverju því hjarta,
sem með lifandi trú á hans friðþæging og heitri
iðrun synda sinna, tileinkar sér Guðs óverðskuld-
uðu náð, sem öllum heiminum er framboðin í Jesú
Kristi.