Afturelding - 01.09.1940, Qupperneq 4
A f T DBELDiNi;
hann hjálp í hinu gamla, reynda vopni. Tvö, ef
ékki fleiri af orðum hans á krossinum, eru frá eft-
irlætisbók hans, Sálmunum. Með hinu síðasta orði
brýtur sál hans vald dauðans: Faðir, í þínar hend-
ur fel ég anda minn.
2. Andagift.
Hið jarðneska umhverfi hans var mjög sundur-
leitt. Á heimili hans trúðu þeir ekki á hann. Þjóð
hans lifði, eins og vond kynslóð, þar sem hið brenn-
andi áhugamál hans, engan endurhljóm fann.
Kennimennirnir voru að skilningi börn, sem hann
þurfti að kenna að skilja hugsanir sínar. Hjarta
hans þráði samúð, sem hann varð að leita eftir
meðal þeirra, sem G. T. segir frá. 1 hinum þögulu
lundum Orðsins, mætti hann Abraham og Móse,
Davíð, Elías og Jesaja og fleirum. Þeir höfðu lif-
að fyrir það, sem líktist hans takmarki. Þeir höfðu
liðið eins og hann leið, svo hann gat tekið orð Jes-
aja um samtíðarmenn hans, og gert þau að sín-
um. Ef Jerúsalem ofsótti hann, vissi hann, að sá
bær hafði áður slegið spámennina í hel.
3. Mcelikvarði.
Jesús notaði Orðið sem mælikvarða fyrir lífi
sínu. Það er hægt að sjá af orðum hans, að hann
með nákvæmni bar líf sitt undir spádóma G. T.
Aftur og aftur er tekið fram, að hann gerði þetta
og hitt, til að uppfylla spádómana. Þegar læri-
sveinar Jóhs. og aorir voru sendir til hans, benti
hann þeim á, hve samhljóða líf sitt væri þeirri
mynd af Messíasi, sem spámennirnir hefðu dregið
upp. Umgengni hans við lærisveinana eftir upp-
risuna virðist sérstaklega vera helguð því, að sýna
þeim frá Móse og spámönnunum, að líf hans, þján-
ingar og dauði, var hin nákvæma uppfylling af
því, sem um hann hafði verið spáð.
Til að nota Orðiö á þennan hátt, krefst rann-
sóknaraðferð, langtum yfirgripsmeiri, en þegar
noita á orðið sem málsvörn, eða til uppbyggingar.
Það þarf efni til að mynda heildaryfirlit yfir Orðið,
og finna hvert sá straumur fellur, sem flýtur gegn-
um það, frá byrjun til enda. Þegar Jesús tók fram
einstaka grein frá orðinu opinberaði hann hið
leyndardómsfulla innihald þess, svo það varð eins
og nýtt ljós fyrir þeim, sem heyrðu. Einstakir menn
hafa frá þeim tíma haft svipaða gáfu til að
leggja út ritningarvers á þann hátt, að þau skíni
eins og eðalsteinar í ræðum þeirra. Hugsun þeirra
þrengir gegnum textann, þar til hún nær hinu mikla
Jjóshafi, sem liggut bakvið Orðið, og geisli frá
52
Synir olíunnar.
Það er hernaður vorra tíma sem fyrst hefir sýnt
það að fullu, hve olían er framúrskaranli mikil
væg í þjóðabúskap nútímans. Sú þjóð, sem hugsar
sér að vega sigur í hernaði nú á dögum, verður
að hafa takmarkalausan aðgang að olíu, annars
er ráð hennar allt á reiki.
Þetta leiðir auðvitað af hinum vélknúnu hern-
aðartækjum, sem nú eru notuð, svo að fótgöngu-
lið og' riddarasveitir eru nú úr sögunni.
Baráttan um olíuna einkennir nú líka þessa ,síð-
ustu tíma í sögu mannkynsins meira en margt
annað. Hinar ýmsu þjóðir hafa þessvegna búið í
haginn fyrir sig að ná hinum ýmsu olíulindum í
heiminum. Hér er ekki hægt að rekja sögu þessa
sérkennilega kapphlaups hjá þeim. Barátta þessi
hefir síður en svo verið uppbyggileg og hún hefir
sett marga svarta bletti bæði á einstaka menn,
samtök manna og heilar þjóðir. Og þetta kapp-
hlaup er allt annað en á enda runnið, vér getum
miklu fremur sagt, að það sé nú í fullum gangi.
En Biblían talar líka mikið um olíu. Sömuleiðis
þessu eldhafi nær á þann hátt. til að brenna á
yfirborðinu.
Að rannsaka Orðið eins og Jesús gerði, sem leið-
arvísir fyrir okkar eigið líf, er bezta skilyrðið til
að skilja Orðið. Við getum þá fundið þann veg,
sem við eigum að ganga, og hvað er vilji Guðs
með okkur, þótt það sé á annan hátt en það var
með Jesú. 1 boðorðum, loforðum og dæmum finn-
um við bent á þau verk, sem við eigum að vinna,
þær ákvarðanir, sem við eigum að taka, og hverj-
um breytingum við eigum að taka. Og ef að við
breytum, eins og það stendur skrifað, munum við
oft geta sagt: þetta gerðist til þess að Orðið rættist.
Að rannsaka og framkvæma Guðs Orð á þenn-
an hátt, flytur okkur óhjákvæmilega út í þann
meginstraum, sem flýtur í gegnum Orðið, nefnilega
Krist sjálfan. Þungamiðja Gamla Testamentisins
er á stöðugri hreyfingu að ki’ossi Jesú. Ef maöur-
inn leitar að farvegi fyrir sitt eigið líf í Orðinu,
færir Orðið hann að krossinum, til að leita misk-
unnar sem syndari, í sárum Frelsarans. Og ef hann
frá þessu upphafi gengur hinn beina veg fram-
vegis, fær hann að sjá mynd fullkomleikans í mann-
inum Jesú. Kristi, sem með meiri og' meiri krafti
dregur hann til sín.