Afturelding - 01.09.1940, Qupperneq 6
A F T UE12LDING
auðmjúku Guðs-leitendum og fúsum lærisveina-
efnum: »Mitt ok er inndælt og mín byrði létt«. Þá
verður kærleiks-boðorðið líka létt og auðvelt að
hlýða orði Drottins. Að öðrurn kosti er það engin
leið. Hafi kristinn maður enga oJíu, þá er honum
ómögulegt að vera hlýr, lifandi kristinn maður.
Aldrei hefir heiminum verið meiri þörf á »oliu-
kristnum« mönnum en nú. Nú hljómar miðnætur-
hrópið enn einu sinni yfir jörðina:
»Sjá, brúðguminn kemur!«
Enn einu sinni fellur eldur Guðs yfir eftii’vænt-
ingarfulla lærisveina. Enn einu sinni klofnar Olíu-
fjallið fyrir fótum Jesú, hinni máttugu návist
hans. Enn einu sinni streyma vötnin yfir þjóðirn-
ar til austurs. og vesturs. Enn einu sinni fyllast
sálir votta Jesú eldlegum áhuga á frelsun sálnanna.
Það eru olí.u-synir sem vér þörfnumst á koan-
andi píslarvættistímum. — Innri kristindómur,
sem stenzt allar freistingar, íbúandi kraftur, sem
geti borið lýð Guðs, ísrael Guðs., inn í hina nýju
tilveru, inn í hið nýja ríki, hvort sem vér
lifum eða deyjum.
Þvi að ný óld, nýir himnar og ný jörð munu
koma síðar, eins og spámaðurinn segir, »herjend-
ur ganga herjandi fram og fyrirgjöra hinu gamla,
sem eigi fær staðist, og hið nýja ríki verður eigi
byggt á. Vér skulum eigi, eins og sænskt skáld
kemst að orði, biðja því vægðar, sem hlýtur að
farast að ráði Guðs og nógu lengi er búið að hindra
viðgang Guðs ríkis á jörðinni. En hið eilífa,
hið sanna í oss ferst aldrei. Það gengur sigranli
gegnum þá raun, sem oss er búin og heldur sínu
skarti. Nils Ramseiius.
HVENÆK KEBIUE V'AKNINGIN?
Charles Finney ritaði á sínum tíma:
Hveiiær getum viö búist við vakningu?
Pegar synd og vonzka heimsins auðmýkir svo og beygir
hina sanntrúuðu, að frelsun mannanna verður þeim hiö
mesta áhyggjuefni.
Búast má við vakningu, þegar sanntrúaðir menn fara
í allri alvöru að biðja um vakningu. Stundum eru þeir
tímar, er börn Guðs svlfa í kringum sína eigin blessun
svo, að þau gleyrna neyð annara. Hinir sanntrúuðu verða
í allri alvöru að byrja, á því að biðja, fyrir hinunr ófrels-
uðu, biðja í eftirvænting. biðja af þrá.
Búast má við vakningu, er börn Guðs auðmýkja sig og
játa synd sína frammi fyrir hinum Jifanda Guði, með'
djúpri þrá eftir fullkomnu frelsi.
Vakningin kemur, þegar börn Guðs eru fús til að láta'
Guð starfa, eftir sinni náð og í sínum krafti. Vakningin
er nefnilega ekkert mannaverk, h,eldur árangurinn af þvi
að Drottin hefst handa.
54
Magnús EyjólfssOin var fæddur 13/3 1862 í Þor-
bjarnarkoti, Þykkvabæ, dáinn 26. júlí 1940. Magn-
ús heitinn var einn af þeim fyrstu, sem tóku á móti
hvítasunnuboðskapnum, er Eric Ásbö hóf starf-
semi sína í Vestmannaeyjum 1921. Og heimilið á
Grundarbrekku, þar sem Magnús, bróðir okkar,
átti heima, var opnað fyrir vinina til bænahalds.
Þar var nokkurskonar hvíldarstaður á leiðinni, því
að í þá daga var ekki laust við, að þeir væru of-
sóttir, sem vildu taka á móti slíkum kenningum,
sem margir nefndu villutrú. Ein dóttir hans hefir
sagt, mér, að henni hafi fundist nóg um þessar sam-
komur, og sagt við föður sinn: »Ilvers vegna hafið
þið þessar samkomuT?« Þá svaraði hann eins ró-
lega og hann var vanur, en samt ákveðiö: »Vertu
ekki að skifta þér af því, þú verður ekki spurð
‘ til ráða um það«. Og' samkomurnar héldu áf ram
ýmist á Grundarbrekku eða í Fagralal og þar á
milli í Goodtemplarahúsinu, þangað til Betel var
byggð 1925. Og Drottinn staðfesti Orðið með tákn-
um og undrum. Það hefir mikla blessun í för með
sér að vera trúr, því þá kemur árangurinn á sín-
um tíma. 1 dag eru með í starfinu í Betel ein dótt-
ir hans og tveir synir hans. Og frá hinni litlu byrj-
un er nú til söfnuður í Eyjum, sem starfar trú-
lega fyrir Drottin.
Það var einkennandi fyrir Magnús sáluga, hvað
hann var alltaf heimilisrækinn og góður faðir.
Starfskraftar hans hafa verið óvenju miklir, því
hann stundaði sjó frá fermingaraldri og þangað
til hann var á sjötugsaldri, og þar eftir vann hann