Afturelding - 01.09.1940, Blaðsíða 9
AFTUEELDINC
sína stóru kirkju fyrir tíu árum. Þá lofaði söfn-
uðurinn að greiða 50,000 krónur á ári í tíu ár.
Fíladelfíu-kirkjan er metin til 2,060,000 króna, en
nú í dag skuldar söfnuðurinn ekki meira en i millj.
króna.
l‘Al) VAEÍ) I.fKA ÚTBEEIDSLA EIELIUNNAE.
Vikublað Endurskirenda í Danmörku segi,r svo frá:
Sjúklingur nokkur í sjúkrahúsi einu á Tyrklandi fékk
Biblíu að gjöf. Hann hafði hana með sér til fjallabæjar
eins í Armeníu, þar sem hann áttl heima. Þar komst hún
1 hendur á ofstækisfullum Múhamedingi; hann reif af
neimi kjölinn, svo að öll blöðin i henni, losnuðu. Kaupmað-
úr nokkur náði i eitt blaðið og hafði ]>að til umbúða.
Viðskiptamenn hans íóru að spyrja eftir fleiri slíkum
Blööum; en ]>au voru þá öll búin. Skömmu seinna kom
biblíusali á ]>essar sömu slóðir; þar var þá svo mikil eft-
úspurn eftir biblium, að hann stórfuröaði á; seldi hann
þar á skömmum tima 100 biblíur. Pað var allt umbúða-
Pappírnum að þakka.
Litla munaðarlausa stúlkan.
>Hvað mundir þú hugsa um mig, ef ég segði, að
ég gerði það ekki?«
»Þú kant hana, ef til vill, utan bókar, svo þú
þarft ekki að lesa hana«.
»Það er miklu fremur þvert. á móti. Þú mátt
skki spyrja mig út úr svona. Hver hefir alið þig
Upp í svona strangri guðhræðslu?«
»Ég er ekki guðrækin. Þér voruð að segja áðan.
það væru. voðalegar manneskjur. En ég elska
Cruð. Eg hélt, að allir læsu í Biblíunni, nema slíkir
iiienn, eins og hann Jakob«.
»Hver er þessi Jakob?«
»Hann var einn af hinum týndu sonum Guðs«.
»Hvað er nú það?« spurði herforinginn.
Millí svaraði ekki strax, en svo nam hún allt í
einu staðar og horfði undrandi í andlit foringj-
ans og sagði:
»Eruð {)ér einn af hinum týndu sonum Guðs.
Frændi segir, að sumir þeirra séu ríkir. Hafið þór
villzt frá Guði, herra Lovell?«
»Hættu nú«, sagði foringinn og kleip hana vin-
S'jarnlega í kinnina. »Þú mátt ekki vera að prédika
Mla tíma. Komdu nú, svo förum við út í hesthúsið,
svo skaltu fá að ríða«.
Þau fóru þangað, og þess var ekki langt að bíða,
að hinn glaðlegi hlátur hennar heyrðist um allt
ihaðiö, þegar hún reiö um það, á fallegum hesti.
^egar hún kom inn, sagði hún við fóstru sína:
»Lo.well er allra skemmtilegasti maður, en ég
get ekki skilið, hvað hann á við með guðrækni?«
ATTUNDI KAPITULI.
»Hann tók sig wpp og fór tH fööur sí«s«*
Lowell herforingi var eina viku um kyrrt, og
virtist vera hans hafa góð áhrif á Edward lávarð,
hvað líkamlega heilsu snerti. En í hjarta sínu hafði
hann mikla hryggð, sem heimsókn vinar hans gat
ekki tekið í burtu.
»Láttu þér nú batna fljótt, vinur, og vertu ekki
að hugsa um sjálfan þig og tilfinningar þínar.
Komdu svo til okkar um jólin. Það gerir þig hrygg-
an að vera einn alltaf«. Þetta voru orð Lovells, er
hann kvaddi.
Edvard lávarður svaraði: »Þakka þér fyrir, en
ég vil helzt vera heima um hátíðirnar, auk þess
efast ég um að geta farið nokkuð þá, því ég er
svo máttfarinn«.
Vikuna fyrir jól, sat herra Edvarð í hægindar
stól fyrir framan eldinn og fór yfir blaðagrein,
sem hann nýlega hafði ritað. Þá var allt í einu
barið á dyr. Óánægjusvip brá fyrir á andliti hans,
þegar hann sneri sér við, tíl að sjá, hver það væri,
sem ónáðaði hann. En óánægja hans hvarf, er
hann sá litlu frænku sína koana inn. Hún var í
kápu og með fangið fullt af grænum kvistum.
Þegar hún kom í dyrnar, kallaði hún: »Frændi.
nú er hann kominn!«
»Hver er kominn?«
»Tómas, veit ég. Þjónninn sagði það einmitt nú,
er ég var að koma. Maxwell hafði sagt honum frá
því, og hann hafði beðið hann að skila til mín, að
drengurinn hans væri kominn heim. Hann sagði.
að Maxwell liti út fyrir að vera svo glaður, að
hann hefði getað hoppað upp af gleði. Frændi,
má ég fara þangað? Fóstra mín segir, að það sé of
seint, en ég vil vera þar, því það er s.vo mikið að
gera nú. Og mega þeir slátra einni af kúnum,
frændi? Ég held, að það sé enginn kálfur til. Mega
þeir ekki gera það? Og má ég fara þangað og segja
þeim það?«
»Það getur ekki komið til mála að slátra kún-
um, og það er of seint að fara út meira í dag«.
Augu Millíar fylltust tárum, sem hún reyndi að
halda til baka. Hún heyrði á rödd frænda síns,
að það þýddi ekkert að mæla á móti.
»En þau munu halda veizluna án mín«, sagði
h.ún og andvarpaði. »Frú Maxvell lofaði mér að
57