Afturelding - 01.09.1940, Page 11

Afturelding - 01.09.1940, Page 11
AFTUEELl)tN(i borgaði fa.rgjaldið. En ég hefði viljað, að hann hefði koonið hlaupandi alla, leið«. »Hví þá það?« spurði herra Edward brosandi. »Mér finnst, að það hefði átt betur við, ég hleyp alltaf, þegar ég er að leika hinn týnda son. Eg byrja fyrst hægt, af því að leiðin virðist vera svo löng, en þegar ég kem nær, flýti ég mér, af því mig langar þá svo mikið til að koma heim. Og týndi sonurinn í Biblíunni gat ekki farið með járnbraut, og þá finnst mér, að Tómas hefði ekki átt að gera það«. Hið siðasta sagoi hún í ávítunarrómi, svo herra Edvard gat ekki stillt sig þá, heldur fór að hlæja. »Eg held, að þú hafir orðið fyrir vonbrigðum út af Tómasi. Kom hann líka akandi frá stöðinni?« »Nei, það gerði liann ekki. Hann kam eftir há- degið, og Maxwell var að fægja byssuna sína á tröppunum, þá brá allt. í einu skugga fyrir, svo hann leit upp, og sér Tómas þar. Eg vildi óska, að ég hefði verið þar þá. En því miður féll ekki Maxwell um háls honum og kyssti hann. Ég spurði Tómas nákvæmlega um það, en hann sagði, að fað- ir hans hefði tekið fast í hendur sér og hrópað upp. Frú Maxwell, sem stóð fyrir aftan húsið og var að þvo, heyrði það og varð svo hverft við, að hún gat varla gengið. Það setti svo mikinn grát- ekka að henni, þegar hún sá Tómas, að Maxwell varð að gefa henni vatn að drekka, vegna geðs- hræringarinnar. Tómas settist á bekkinn á tröpp- unum og sagði: »Eg er ekki verður að koma heim, pabbi, ég hefi orðið ykkur til mikillar skammar«. En frú Maxwell faðmaði hann að sér og kyssti hann ákaft og sagði svo: »Drengu.rinn minn, hvert hefð- ir þú átt að fara, er illa fór fyrir þér í lífinu, ef ekki heim til okkar«. Tómas. sagði mér frá þessu og sagði um leið, að hjarta hans ætlaði alveg að bresta. Hann var með grátstaíinn í kverkunum, og ég fór að gráta, og þá kom frú Maxwell inn, og hendur hennar voru mjölugar, því hún var að baka eplaköku. Og svo grétum við öll. Tómas vildi ekki láta sjá, að hann gréti, svo hann sneri sér frá. en ég sá það. Ég vissi ekki, að týndir synir væru S.VO sorgmæddir, er þeir kæmu heim. En Tómas virtist vera svo sorgmæddur, aó ég varð sorgmædd líka. Af hverju heldurðu, að Tónnas hafi grátið, frændi?« Edvard lávarður svaraði. ekki strax. Hann horfði dreymandi inn í. eldinn., en allt í einu áttaði hann sig og sagði: »Iivað var það barn, er frásagan búin?« »Nei, ekki nálægt. því. Ertu þreyttur, frændi? Hjúkrunarkonan sagði, að ég mætti ekki þreyta þig«. Herra Edvard hló kuldalega, en sagði svo: »Það er ekkert, haltu aðeins, áfra,m«. »Við urðum öll svo glöð, er frú Maxwell spurði, hvort ég vildi borða miðdegismat með þeim. Ég spurði, hvort þao væri veizlan, og hún sagði bros- andi: Það er víst. svo. Hún hafði steik og epla- köku. Það var undursamlegt, frændi. Maxwell kom inn í tæka tíð, og hann var svo hamingjusamur. Svo settumst við öll til borðs, og ég bað Maxwell að segja: »Vér skulum eta og gera oss glaðan dag, því að þessi sonur minn var dauður, og er lifnað- ur aftur. Hann var týndur, og er fun,dinn«. Hann spennti greipar og hafði yfir þetta, eins og borð- bæn, og frúin sagði amen, er hann var búinn, og þurrkaði tárin með svuntunni. Eg sagði við þau, að við skyldum gleðjast öll, en ég held, að Tómas hafi ekki verið glaður. Hann leit fyrst á Maxwell og svo á frúna og andvarpaði. Hann sagðist varla geta trúað því, að hann væri heima. Seinna, er ég spurði hann að því, sagði hann, að hann væri ham- ingjusamur. En hann andvarpaði og var sorgbit- inn að sjá, vegna þess að hann hugsaði um það, hve heimskur hann hefði verið að vera svo lengi í burtu. Það var aðeins; eitt, sem olli mér hryggð- ar. Hann var ekld, í beztu fötunum, því þau voru allt of lítil, en Maxwell sagði að hann, ætlaði að kaupa ný á morgun. Og Tómas sagði, að honum væri sama um hring. Hann spurði, hví hann ætti að hafa hring, og ég sagði honum söguna um týnda soninn. Hann tók vel eftir, og sagði að lokum, að hann væri mjög líkur honum. Ég spurði þau svo, hvort við ættum ekki að hafa hljóðfæraslátt og söng, en það var ekki hægt. Frú Maxwell sagði, að þess þyrfti ekki við, því það syngi og spilaði í hjörtum okkar. Hvernig gat það verið, frændi? Ég hlustaði vel, en heyrði ekkl neitt í hjarta mínu«. »Hún hefir sennilega átt við það, að þið vær- uð svo glöð, að þið þyrftuð ekki annað til bæta á gleði, ykkar«. »Já, ég var mjög glöð. ö, frændi, hvernig skyldi standa á því, að ekki allir týndir synir vilja koma heim? Það er svo dýrmætt að hugsa um Tómas núna. Verða ekki allir glaðir, sem koma heim?« »Það er ekki víst, að allir hafi eins góða for- eldra, eins og Tómas«, sagði Edvard lávarður. »Er það ekki? En hinir týndu synir Guðs geta ekki átt betri föður. Stundum ligg ég vakandi og 59

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.