Afturelding - 01.12.1942, Page 7
AFTURELDING
ætlum að borða hænsnasteik í kvöld, hvað segir
f)Ú um það?«
>Hænsnasteik þykir mér mata bezt«, svaraði
Dan. »Ég hefi oft verið fangelsaður fyrir að stela
kjúklingum«.
»Jæja, komdu þá með mér, og ég skal sjá um,
að þú fáir að horða nægju þína«, sagði Duke.
Hig get ekki skilið, hvernig á því stendur, að
þú hefir komið hingað til að bjóða mér til kveld-
verðar«, sagði Dan hugsandi. »Ég er aðeins vesal-
ings drykkjumaður, sem enginn hefir kært sig
um. Ég hefi eytt mestum hluta æfi minnar í
fangelsi«.
»Látum svo vera, en komdu nú, við skulum
ekki láta konuna mína bíða með matinn«.
Dan þrammaði þunglega á eftir Duke til heim-
ilis hans, en er þangað kom fagnaði húsfreyjan
hinum óvcnjulega gesti með hlýju brosi og vísaði
honum til baðherbergisins, og ekki leið á löngu,
þar til hann kom þaðan aftur nýrakaður og hrein-
þveginn frá hvirfli til ilja og settist að hinu vist-
lega matborði fjölskyldunnar. 1 fyrstu var hann
dálítið feimnislegur, en varð brátt djarfari og fór
þá að segja frá ýmsu úr lífi sínu: »Foreldrar mín-
ir voru bæði trúuð. Ég fékk gott uppeldi og sæmi-
lega mentun, en vondur félagsskapur leiddi til
þess, að ég lifði yfir efni fram og þá freistaðist
ég til að ná í peninga á sviksamlegan hátt. Ég
var tekinn fastur og dæmdur í tveggja ára fang-
elsi. Of seint varð ég þess vís, að ég hafði van-
heiðrað nafn minna góðu foreldra. Tók ég þá það
ráð að hverfa svo langt burtu, að þau spyrðu ekki
til mín. Hvort þau eru enn á lífi, veit ég ekki.
Pað er gott, að þau vita ekki, hversu nú er komið
fyrir mér. Það er brennivínið, sem hefir dregið mig
niður í þetta foræði vesald'msins. Vínið fær mann
til að gera það, sem honum aldrei myndi koma til
hugar c drukknum. Vínið er vers'i óvinur minn. Eg
hefi reynt mörg hundruð sinnum að losna, en hing-
að til hefir vínlöngunin reynst mér ofurefli.«
»En hún er ekki ofurefli fyrir Guð, Dan«, sagði
Duke. »Jesús hefir leyst marga drykkjumenn úr
fjötrum hennar«.
Það var komið miðnætti, er Dan fór frá heim-
ili Dukes. Vingjarnleiki þessa góða fólks hafði
yfirunnið hann. Þetta kvöld hafði hann gert það,
sem hann áður hefði fortekið, að hann myndi
nokkru sinni gera. Hann hafði beygt kné sín og
beðið til Guðs: »Guð vertu mér syndugum líkn-
samur«, hafði hann sagt, og jafnframt beðið Guð
67
um frelsun frá lastafjötrunum og kraft til að
byrja nýtt líf.
Duke gaf honum fötin, sem hann var í, pen-
inga fyrir næturgistingu á hreinlegu gistihúsi og
mat til næsta dags. Það var lifnuð ný von í brjósti
hans, von, sem aldrei hafði verið þar áður.
Tveim dögum seinna hittust hinir þrír vinir aft-
ur. Þá sagði einn þeirra: »Ég sá í blaðinu í morg-
un, að Dan hafði verið tekinn fastur fyrir drykkju-
skap og óspektir. Þetta er ekki uppörfandi fyr-
ir okkur«.
»Já, ég varð fyrir miklum vonbrigðum líka, er
ég las þetta«, sagði Duke, »en ég hugsaði undir
eins, að þar sem nú er aðfangadagur jóla, mundu
hinir gömlu freistarar Dans hafa sótt að honum
á sérstakan hátt, vegna hátíðarinnar, og svo hef-
ir hann ekki gætt þess að vaka og biðja. Látum
okkur halda ál'ram að biðja fyrir honum, því að
Guð er máttugur«.
Það var kominn jóladagsmorgunn í fangelsinu.
Fangavörðurinn rétti Dan bolla af kaffi og sagði
um leið: »Gleðileg jól, Dan, hér er ltominn bögg-
ull til þín. Það er í fyrsta skifti, held ég, sem þú
hefir fengið jólagjöf í fangelsinu«.
Dan drakk kaffið hægt og opnaði síðan bögg-
ulinn. Efst var spjald, sem á var letrað:
»Yður er í dag Frelsari fæddur!
Gleðileg jól.
Frá vinum þínum.
Dukes«.
I bögglinum var súkkulaði, appelsínur, eplL
hnetur og jólakökur, og svo Biblía. Dan tók Biblí-
una með skjálfandi hendi og opnaði hana, þar
sem bókamerki hafði verið lagt inn í hana'. Hann
koma auga á fyrstu orðin í 71. sálmi og las:
»Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldr-
ei verða lil skammar; frelsa mig og bjarga mér
eftir réttlæti þínu; hneig eyru þín til mín og
hjálpa mér, ver mér verndarbjarg, vígi mér til
hjálpar, því þú ert vígi mitt«.
Dan varð gripinn af þessum orðum og las þau
aftur og aftur: »»Vígi mér til hjálpar«. Þetta
á yndislega og vel við mig. Ef Guð er vígi
inilt, mér til hjálpar, þá hlýtur hann að vera
máttugur til þess að hjálpa mér«. Dan las allan
sálminn mörgum sinnum þennan dag og hugsaði
með sér: »Ég get að minsta kosti gert orð sálma-
skáldsins að bæn minni á þessum jólum: »0, Guð
minn, bjarga mér úr hendi óguðlegra, undan valdi
illvirkja og harðstjóra!« Það eru vínsalarnir«,