Afturelding - 01.12.1942, Síða 9

Afturelding - 01.12.1942, Síða 9
AFTURELDING 69 þurfti áminningar við. Pannig talaði röddin: >1 morgun rákuð þið Asser okkur kindurnar á góða grasbeit og gættuð okkar. Ykkur tii dægrastytt- ingar fóruð þið að henda smásteinum, og þinn steinn flaug lengra en Assers. Þetta mislíkaði honum og hann sagði í ergilegum tón: »Þú gazt að vísu kastað lengra en ég, en við skulum nú reyna okkur og sjá, hvor okkar hæfir betur. Þú getur byrjað á því að reyna að hitta lambið, sem stendur þarna dálítið afsíðis«. Ég varð óttaslegin, en þú svaraðir Asser: »Við megum ekki kasta á féð«. Ég róaðist við þetta og gekk til lambsins míns, en Asser hélt áfram að æsa þig upp. »Þú þorir því ekki, af því þú veizt fyrir fram, að þú munir ekki hæfa í mark«, sagði hann ertnislega! Þá lézt þú djöfulinn ná valdi á huga þínum og eldur reiðinnar brann í augum þér. Þú leitaðir uppi mátulegan stóran stein, mið- aðir og hæfðir auga mitt í stað lambsins míns, sem ég hljóp fram fyrir, til að verja það. Þú hef- ir ekki hugmynd um, hve sárt það var, mig kenndi svo inikið til, að ég hélt, að ég myndi deyja þeg- ar. Eg hljóp til hjarðarinnar ásamt lambinu mínu, veinandi og jarmandi af sársauka. Með heilbrigða auganu sá ég ykkur báða drengina laumast á brottu, án þess að segja hirðunum frá ódæðinu. Þegar hjörðin var rekin inn í nátthagann, tólc eng- inn eftir særða auganu mínu svo hægt væri að leggja við það græðilyf«. Leví horfði meðaumkunaraugum á vesalings gömlu ána og sagði með sjálfum sér: »Mikið get ég verið vondur strákur, þyrði ég nú aðeins að þvo augað hennar og smyrja það með græðismyrzl- um yfirhirðisins, en ég get ekki gert það, því þá myndu þeir, sem vaka, taka eftir mér og allt myndi þá komast upp«. Leví reyndi að gleyma átölum samvizkunnar og sofna. Hann sneri sér frá veiku kindinni, vafði að sér feldinum og grúfði sig niður. En þá hækk- aði faðir hans allt í cinu röddina og Leví virtist, sem presturinn í samkunduhúsinu væri að tala. Greinilega heyrði hann þessi orð: »lsraelsþjóðin þarf þess sannarlega, að Guð sendi liinn mikla Messías, sem spámenn Drott- ins hafa talað um. Hann sem á að endurreisa há- sæti Davíðs. Mér virðist nú samt að framar öllu öðru, þurfi hann að gefa endurlífgunartíma yflr andlegt líf vort; bæði ég sjálfur og þjóð mín þarfn- ast Frelsara, sem megni að afmá syndir vorar. Eg þrái þann Messías, sem Jesaja talar um í spá- dómsbók sinni. Þar sem hann segir svo: »Vér fór- um allir villir vegar sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum«. Slíkan Messías þrái ég«. Er faðir Levís hafði mælt þessi orð, varð djúp þögn. Símon svaraði engu. Jafnvel þjáningarstun- ur gömlu ærinnar þögnuðu. Osjálfrátt spenti Leví greipar og sagði við sjálf- an sig: »Myndi Guð einnig varpa minni synd á þennan Messías, sem faðir minn væntir að muni koma? Myndi þá Guð ekki framar verða mér reiður fyrir það. að ég særði saklausa skepnu? Ætli Messías viíji einnig taka á sig þessa synd. Góði Guð, ef það er svo, send þú þá fljótt til vor þennan Messías, sem tekur burt syndir«. 1 sama bili rofaði til, og ljómandi birta lék um völlinn. Féð reis á fætur og hirðarnir vöknuðu óttaslegnir. Hjá þeim stóð engill Drottins, dýrð- legur sem elding blikaði, og þeir gátu ekki norft á hann vegna ljómans. En þá talaði hann til þeirra svofeldum orðum: »öttist ekki, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllmn lýðnum. Því að yður er £ dag Frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs, og hafið þetta til marks: Þér mun- uð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu«. I sama bili var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: »Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á!« Er söngnum lauk, hurfu hinir himnesku her- skarar aftur til himins, næturmyrkrið féll aftur yfir og kolaeldurinn varpaði daufum bjarma sín- um yfir vellina. Faðir Lewis fleygði þurrum kvist- um á bálið og sagði um leið hátíðlega við hirð- ana, er safnast höfðu undrandi kringum það: »Þetta var boðskapur Guðs til vor«. Og hirðarnir sögðu, hver við annan: »Vér skul- um fara rakleiðis til Betlehem og sjá þann atburð, sem orðinn er og Drottinn hefir kunngjört oss«. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef og ungbarnið liggjandi í jötu«. Leví kraup á kné við jötuna og snerti varlega hönd barnsins. Hann þorði ekki að tala upphátt, en í hjarta sínu sagði hann: »Ég trúi, að þú sért sá Messías, sem berð syndir allra, eins og faðir minn sagði við Símon frænda. Viltu þá líka taka burtu synd mína, er ég framdi með því að særa gömlu ána í augað?« Honum virtist barnið hneigja höfuðið og tók það sem játandi svar við bæn sinni. Hirðarnir sögðu nú frá öllu, sem þeim hafði

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.