Afturelding - 01.12.1942, Page 10

Afturelding - 01.12.1942, Page 10
70 AFTURELDING verið sagt um barnið. Aðeins Asser einn stóð á- lengdar og vildi ekki veita barninu lotningu. Og hirðarnir sneru aftur og lofuðu og vegsöm- uðu Guð fyrir allt það, sem þeir höfðu heyrt og séð«. En Leví tók í handlegginn á Asser og spurði: »Hvers vegna vildir þú ekki tilbiðja Messías«, >Var þetta Messías, mér virtist hann ekkert frá- brugðinn hverju öðru barni, ekki trúi ég, að slíkt geti hjálpað neinum«, svaraði Asser fyrirlitlega. »Pað er hann, sem spámenn Drottins hafa skrif- að um«, sagði Leví hátíðlega. »Hann ber burt all- ar vorar syndir««. En þetta gat Asser ekki skilið. Hann vafði að nýju að sér skinnfeldinum og sofnaði brátt. Leví þar á móti varð ekki svefnsamt, hann gekk til föður síns og sagði áhyggjufullur: »Faðir minn, ég kastaði steini í augað á gömlu ánni í gær. Heldurðu að Messías muni einnig taka á sig þá synd?« Faðirinn vafði drenginn sinn örmum og svar- aði blíðlega: »Sonur minn! Trú þú orðum spá- mannsins, er hann segir:: »Guð lét misgjörð vor allra koma niður á honum!«« Upp frá þeirri stundu hvarf samvizltubit Levís. Hjarta hans fylltist af friði og fögnuði, svo und- ursamlegt hafði hann aldrei áður þekkt. Er hann loks lagðist til hvíldar, sofnaði hann vært og dreymdi hina himnesku herskara, er fagnandi sungu Guði dýrðarsöngva við strönd kristallshafs- ins. Þegar dagur ljómaði, flýtti Leví sér til hjarð- arinnar, áður en henni var sleppt út úr nátthag- anum. Hann náði í gömlu ána, þvoði vandlega sár hennar og bar smyrzli í augað, sem hann áð- ur hafði sært. En Asser sat einsamall afsíðis, þögull og af- undinn. Jólamorgun tíö gröf moflur sinnar I lítilli vík úti í Skerjagarðinum stóð hið iitla hvítmálaða hús móður Bergs. Þar hafði hún lifað sínu kyrláta Iífi allt frá því er hún flutti þangað fyrir 20 árum með hin- um unga og hrausta hafnsögumanni Berg, manni sínum. En hér höfðu líka ólög mótlætisins geng- ið yfir hana. Hafið úti fyrir hafði að vísu veitt þeim gnægð gjafa, en það hafði líka í móti krafist mikilla fórna af hennar hálfu. Eitt kvöld síðla hausts lá stór skúta fyrir ut- an í rjúkandi álandsveðri og hafði uppi neyðar- merki. Bergur hafnsögumaður vissi skyldu sína og hann gætti hennar. Og hann fór, en kom aldr- ei aftur; hafnsögubáturinn brotnaði í spón í skerjagarðinum. Stormur um djúp fór í hamfara- hjúp og bar hærri hlut í viðureigninni. Hin unga kona hafnsögumannsins varð yfir- komin af sorg og kvöl og gekk dægrum saman fram og aftur með ströndinni. Mikil var barátt- an og ólgan í sálu hennar, en leikslokin urðu samt sem áður dýrðleg. Guð gaf henni náð til að leggja bæði sjálfa sig og fjóra föðurlausu dreng- ina sína í hönd hans, sem hefir sagt: »Ákalla mig á degi neyðarinnar þá mun ég frelsa þig. Eg vil vera verndari ekknanna og faðir föðurleysingj- anna, ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yf- irgefa þig«. Henni var bent á, að enn ætti hún eftir mikið til að lifa fyrir, og eftir það, er hún liafði sjálf fundið hvíld við hjarta Frelsarans, þá helgaði hún allt líf sitt þjónustunni við hann og leiddi drengina sína til hans.------ En þó á eftir færu að sönnu margir erfiðir dag- ar, þá var þó hátíð í litla húsinu dag eftir dag. Sælasta stund þeirrar hátíðar var þá það, er mamma tók Biblíuna sína og las kafla og talaði við drengina sína um Barnavininn mikla, sem væri hjá þeim ósýnilega. Svo beygðu þau öll kné saman og töluðu við hinn himneska vin í allri einfeldni með barnslegu trúnaðartrausti. Þrátt fyr- ir allt voru þetta hamingjudagar, sólarbirtu bar frá himni yfir hjörtu og heimili. En svo komu aðrir tímar, sem urðu móður Berg sárir og þungir. Drengirnir stálpuðust og áttu að fara upp í borgina til að vinna þar fyrir sér. Skilnaðurinn varð sár. Þessir drengir voru und- ursamlega innlífaðir móður sinni. Það, sem þeir gerðu síðast. áður en þeir lögðu' upp, var að beygja

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.