Afturelding - 01.12.1942, Side 11

Afturelding - 01.12.1942, Side 11
71 AFTURELDING kné^sín með móður sinni inni í einrúminu henn- ar. Og þar bað hún, með tárum, að hvert sem leið þeirra kynni að liggja, þá létu þeir aldrei íeið- ast frá trú og Guði bernsku sinnar. Og drengirnir hétu því, hver fyrir sig, og full- yrtu við móður sína, að þeir vildu ávallt vera hjá Jesú. Árin liðu. Bríeðurnir komust smám samanl í góð- ar stöður með kostgæfni og dugnaði; var það mömmu þeirra mikil gleði. Mikil var hátíðin í einmanalegu stofunni hennar mömmu, þegar all- ir drengirnir komu heim til hennar í jólafríinu. Það gerði miltið og djúpt skarð í gleðina, þeg- ar þeir vildu ekki beygja kné með móður sinni til bænar. Þá grét hún oft, og grét mikið. Það var miklu sárara fyrir hana að hugsa til þess að elsku drengirnir hættu að trúa á Guð, en að sjórinn tæki manninn hennar. Hún grét mikið, þjáðist mikið og barðist mjög í bæn við Guð fyrir sáluhjálp drengjanna sinna. En tíminn leið og árin liðu og það var eins og ekkert áynnist fyrir henni. Drengirnir lifðu sínu fráhvarfslífi og sýndust öruggir úti í heiminum, en hún hélt dauðahaldi í fyrirheit Guðs og hélt því föstu í trú, að þeir myndu ávinnast Frelsar anum til handa. Nú kom vetur og leið að jólum og hún veikt- ist skyndilega.' Læknirinn sagði, að það væri lungnabólga og lítil von um, að hún hefði það af. Móðir Berg hafði áunnið sér marga vini með sínu kyrláta, guðrælcilega lífi. Hún var ein af þeim fáu, sem fékk þann vitnisburð bæði af trú- uðum og af heiminum, að húní væri einlæg, sann- kristin kona. Vinir hennar kepptust á í því, að hlynna að henni eins og þeir framast gátu. En er þcir sáu, að ekki var annað en dauðinn fyrir höndum, þá símuðu þeir til piltanna, að þeir yrðu að flýta sér heim, ef þeir vildu sjá móður sína á lífi. Hún var viss um, að hún myndi fá heim fararleyfi, en hún óskaði þess svo heitt, að hún fengi enn einu sinni að sjá elsku drengina sína og biðja þá, í sfðasta sinni að koma til Jesú. En langvinn þoka olli því, að bátnum, sem l>eir áttu að koma með, seinkaði. Þegar móðir Berg fann dauðann nálgast, spurði hún að nýju eftir drengjunum; en er hún frétti, að þeir væru ekki komnir enn, þá sagði hún: »Nú er Jesús að koma að sækja mig, nú hlýt ég að fara. Berið þeim kveðju frá mömmu og segið þeim, að ég bíði þeirra í heimkynninu hjá Frelsara mínum. Biðj ið þá að koma þar til fundar við mig«. Kyrrlátur friður hvíldi yfir ásjónu hennar; hún lá með luktum augum litla stund, þá lyfti hún sírium fórnandi höndum, og um leið og henni opnaðist eilífi heiinurinn, þá sagði hún: »Eg þakka þér, Jesús fyrir allt, þakka þér fyrir allt, nú kem ég til að vera um eilífð hjá þér«. Svo hneig hún aftur niður á koddann, en sál henn- ar var heima hjá Guði. Stiíndu síðar stóðu drengirnir fyrir dyrum úti. Var þeim þá sagt með varúð, að mainma þeirra væri dáin. En þegar þeim var borin síðasta kveðj- an hennar, þá grétu þeir hástöfum. — Nokkrum dögum fyrir jól var móðir Berg bor- in til grafar af hinum fjórum sonum sínum. AIl- ir streymdu að úr nágrenninu til að fylgja hinm kyrrlátu, ástsælu ltonu til hinzta legstaðar. Bræðurnir réðu nú af að halda jólin á bernsku- heimili sínu. Á jóladagsmorguninn tók elzti bróðirinn hatt- inn sinn og fór í fraltkann sinn og ætlaði út. »Hvert ætlar þú að fara?« spurði yngsti bróð- irinn. »Ég hefi hugsað mér að fara til kirkju«. »Svona snemma?« »Já, ég hugsa mér að ganga fyrst út að leiði móður okkar«, sagði hann með einkennilega rámum rómi. »Þá fer ég með þér«, sagði yngsti bróðirinn. Þeir gengu svo hljóðir leiðar sinnar. Leiði móð- ur Bergs var úti f einu horninu í kirltjugarðin- um. Sitt hvoru megin grafarinnar stóðu bræð- urnir með hattana sína í höndum. Þá hringja klukkurnar, fólkið streymir til kirkju á tögrum, mjallhvítum jóladagsmorgni. Menn óska gleði- legra jóla og »þakka sömuleiðis«. Kirkjan verður troðfull. En. bræðurnir standa úti við gröf móður sinn- ar. Þá lítur elzti bróðirinn á hinn bróðirinn og segir með brennheit tárin á vöngunum: »Nú græt- ur mamma eigi framar né biður fyrir oss, nú heldur hún hátíð á himni«. Þá komst yngri bröð- irinn við og sagði tárfellandi: »Mamma var ein- læg og sannkristin«. »Já, það var hún«. svöruðu lúnir. »eigum við ekki allir að koma okkur sam- an um það, að fara að ósk móður okkar og mæta henni heima á himni. Förum til Guðs og biðjum um náð og sáluhjálp. Svo krupu þeir á kné sitt hvoru megin við leiði móður sinnar og gáfust Guði. Sólin var einmitt að skína gegnum; inorgunmóð- una, þegar bræðurnir stóðu upp frá gröf móður

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.