Afturelding - 01.06.1949, Qupperneq 6

Afturelding - 01.06.1949, Qupperneq 6
AFTURELDING sál mín þráði, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hef- ur nokkur orðið fyrir vonbrigðum, sem í trú tekur á móti undranáð Guðs í Jesú Kristi? Munið þið eftir að hafa heyrt um nokkurn slíkan? Minnist þið nokkurs, sem á dauðastund sá eftir að hafa tekið á móti hjálp- ræði Jesú Krists? Ég held við munum ekki eftir neinurn og við munum ekki heldur eiga eftir að heyra slíkt. Það var í samkomusal Hvítasunnufólks í Reykjavík. Sunnudagskvöld í október 1948. Salurinn þéttsetinr. fólki á öllum aldri, körlum og konum. Samkoman var að enda. Boðskapur um synd og um kærleiksríka náð Guðs hafði hljómað í söng og ræðum. Guðs Andi hafði líka starfað þarna, og knúði á sérstakan hátt á hjarta mitt. „Tefðu ekki lengur. Taktu sporið til Jesú nú,“ hvíslaði hann undurmilt í hjarta mínu. Og Guði sé lof, að undir þessum kringumstæðum og á þessum stað, gafst ég Jesú Kristi. Það var þarna, sem ég upplifði undrið mikla: fullvissuna um eilíft líf og fyrirgefningu synda minna. Á sömu stundu hvarf tóbakslöngun frá mér, og margar fleiri illar venjur. Á þessum stað var ég nokkru síðar skírður, samkvæmt boði Drottins, og eftir mjög lalandi leiðbeiningum, er ég fékk frá orði Guðs. Kæru vinir mínir! Ég vildi að þið gætuð lesið í þessu bréfi eitthvað, sem bendi ykkur á frelsandi náð Guðs í Jesú Kristi. Ég vildi geta letrað það óafmáanlega í hjörtu ykkar, að frelsisverk Guðs fyrir mennina er fullkomnað. Guð bíður eftir ykkur. Hann væntir þess að þið þiggið hjálpræði hans. Má ég að lokum snúa mér til þín sem einstaklings? Ert þú búinn að gera þér ljóst, hvað við liggur ef þú vilt ekki gefast Kristi? Samkvæmt orði Guðs, er það eilífð í myrkri, guðvana eilífð. Guðs Andi er ef til vill búinn að kalla þig lengi, eins og mig. „Sjá, nú er mjög hag- kvæm tíð, sjá, nú er hjálpræðisdagur.“ II. Ko:. 6,2. Taktu Guðs orð og lestu. Gerðu þér ljóst, að Jesús bíð- ur, og réttir út höndina, einmilt til að bjarga J>ér. Viltu gefa þig honum nú og lifa með honum alla eilífð? Eða velur þú hina guðvana eilífð? Valið er þitt. Guð gefi ykkur öllum náð til að velja Jesúm. Tryggvi Eiríksson. Leiðrétting. í greininni „Aðventisminn", í siðasta tölublaði Aftureldingar, urðu tvær prentvillur. I öðrum dálki, í 17. línu, stendur svo: Hið fyrsta hvíldardagshelgihald finnum við í II. Mós. 12 og 16, um og eftir burtförina af Egyptalandi, um það bil 1500 árum eftir að Adam var skapaður. Á aS vera: 2500 árum ejtir aS Adam var skapaSur. Neðar í sama dálki stendur: á fyrsta hluta þriðju aldar. Á aS vera: á fyrsta hluta jjórSu aldar. 38 GENGIÐ A LEIÐI Þú inntir eitt sinn, vinur, hvort eirS mín vœri ei þrotin, að liggja svona sjúlcur með sœrðan vœng og brotinn, að vona á Guð! það vœri, sem vetrar-svikablotinn, íhlaupsskotin. En áður en orð ég sagði á burtu varstu þotinn. Þáð sama kvöldið saztu í salarkynnum Jínum, og vínið vall á skálum, en vindlar í silfurskrínum. Þá skurjaði þig ein skálin, er skall að jingri þínum, það fylgir vínum. Þáð leikur margur lengi með lánið í höndum sínum. En fyrr en sjö áð sœvi sólir voru runnar, beygur fór um brjóst þitt, blésu upp sársins munnar. En lœkna ráð og raddir reyndust vizkugrunnar, sprungnir brunnar. ' Svo lástu lík á börum og leiðið nokkru sunnar. / gœr ég gekk að lágu, grónu moldarleiði, og grein þar gróðursetti af grœnurn skógarmeiði. Mér hryggð var djúp í hjarta, hryggð um slrönd og eiði, grös grétu á heiði. Þáð rökkvar oft í runni með runnu œviskeiði. Ná heill að heilsu sit ég og handlcik snjáðu blöðin, því Biblían, bókin mesta, var braut, er fennti tröðin. í raunum sízt mig sveikstu, Guðs son, við djúpu vöðin og deigluböðin. Því kýs ég þér að þjóna, það er œðsta kvöðin. A. E.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.