Afturelding - 01.06.1949, Page 9

Afturelding - 01.06.1949, Page 9
AFTURELDING Eg þekkti þig af aíspurn í MÖRG ÁR var það einlæg þrá mín að öðlazt frelsið í Jesú Kristi. Ég átti vini, sem vitnuðu og báðu fyrir mér, og bentu mér á Jesúm Krist, blessað Guðs lambið, sem burt bar heimsins syndir. Mér fannst ég þekkja veg- inn, en komast samt ekki inn á hann. Ég sótti kristilegar samkomur og oft fannst mér hvert orð, sem ég heyrði, vera sagt persónulega til mín. En eftir því sem ég sótti samkomur meira, því meiri syndaneyð komst ég í. Mér fannst ég ekki komast lengra, vanlaði kraft til að koma að krossi Krisls, sem ég þó þráði mest af öllu. Mér fannst að ég væri ekki nógu góð, langaði til að betra mig sjálf. Ég skildi ekki þá, að ég mátti koma til Jesú eins og ég var, skildi ekki, að „hver, sem liefur Soninn, liefur lífið.“ (I. Jóh. 5, 12). Nú fluttist ég til Reykjavíkur. Það var í júlí 1945. Þótt ég væri ekkert glöð yfir þessum flutningi, þá fannst mér eitt gott við hann. Það var, að ég komst burt frá þessum samkomum, sem ég sóttist þó eftir. En ekki hafði ég búið lengi í Reykjavík, er það kom fyrir, er liér skal greina. Einn morgun, er ég kom fram í eldhúsið heima hjá mér, sé ég Morgunblaðið á borðinu og lít í það. Það fyrsta, sem augu mín staðnæmdust við, var tilkynning um samkomu í Fíladelfíu, Hverfisg. 44, Reykjavík. Ræðumenn voru: Kristín Sæmunds og Ásmundur Eiríks- son. Ég hafði heyrt þau prédika áður á ísafirði, svo að ég hugsa strax: Ég ætla að fara rétt á þessa samkomu í kvöld. Þetta var undursamleg og blessuð samkoma. Ég fann að þarna var mörgum sinnum meiri kraftur og Guðs Andi en ég átti að venjast. Það kom í huga minn á heim- leiðinni, að ég hefði verið búin að ákveða að fara aldrei á samkomur meira. Minntist ég þá orðanna, sem slanda í sálmi Davíðs: „. .. . Hvert get ég farið frá Anda þín- ur og hvert flúið frá augliti þínu. Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar. Þótt ég gjörði undhheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængjum morgunroðans og settist við liið yzta haf, einnig þar 1 ngibjörg Jörundsdóttir. mundi hörid þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér, og þótt ég segði: Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt. Þá mundi )m myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér.“ Þarna í Fíladelfíu stóð nú yfir haustmót Hvítasunnu- manna og voru samkomur á hverju kvöldi. Þriðja kvöld- ið, sem ég var þar, komu margir fram til fyrirbænar, þar á meðal ég. Þá fann ég fyrst ljóslega, að ég hafði ekki séð Jesúm eins og hann var, heldur bara þekkt hann af afspurn. En á þessari stundu sagði andi minn með Job: „En nú hefur andi minn litið þig.“ (Job. 42,5). Á þessu kvöldi eignaðist ég Jesúm í hjarla mitt, og frelsaðist fyrir hans undursamlegu náð. Þá sá ég, að ég trúði því, að hans heilaga blóð hafði runnið á Golgata krossi svo að ég mætti þvost af allri synd og erfa him- ininn með Honum. Nú var ég búin að eignazt nýtt ljós, já, himneskt ljós, og var nú um að gera að ganga fram í þessu ljósi, með Guðs hjálp. Seinna, þegar ég fór að lesa Guðs orð meira, sá ég að niðurdýfingarskírnin var sú eina rétta skírn, og bar mér að taka hana. Guðs orð segir: „Gjörið iðiun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists, til fyrirgefn- ingar synda yðar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda.“ (Post. 2. kap.). Ég öðlaðist mikla blessun með skírninni. Um leið læknaðist ég af sjúkdómi, sem var bú- inn að þjá mig í nokkuð langan tíma. Friður og gleði streymdi inn í hjarta mitt, og ég varð frjáls. Ég fann, að ég mátti tileinka mér þessi orð: „Svo segir Drott- 41

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.