Afturelding - 01.06.1949, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.06.1949, Blaðsíða 11
AFTURELDING Undraverðar laekningar í Ameríku ÞEKKT KONA í Fíladelfíusöfnuðinum í Osló, sem nú dvelur í Los Angeles, skrilar heim: Eg hef verið á tveimur síðustu samkomunura, sem Freeman hélt hér í Los Angeles. Aldrei heiöi ég getað hugsaö mér, aö ég yrði vitni að slíku, sem raun varö á. Freeman er Hvitasunnumaöur, ööja ára, og hefur lækn- ingagafuna sem náöargjof. bjálíur helur hann læknazt at alvariegum sjuKuomum á guodomlegan hatt — og hefur fengiö margar vitranir. bamkoman í gær, 1. leur. 1949, var haldin í samkomu- húsi, sem rumar um 9000 manns. Samkomusalurinn var fullur hálfri klukkustund áöur en sainkoman átti að byrja. Og það eitt aö sjá slíkan skara saman satnaöan var unuur. Par gat að líta menn og konur af alls konar þjóoflokkum og kynölenaingum. A risastórum ræðupalli eöa leiksviði, stóð ræðustóll- inn. Umtivertis hann var þettskipað af veiku fólki í hjóla- stolum og börum, og þar að auki nokkrir prédikarar og bræour. AÖ óðru leyti voru sjuklingar á öllum aldri dreiiöir innan um hinn mikla manngrua, sem var saman kominn. 1 byrjun var mikið sungið, bæði einsöngvar og fér- söngvar (kvartett). Því næst bar Freeman fram persónu- legan vitnisburð. Hann sagði, að þeir, sem leituðu heil- brigði, ættu fyrst að leita Jesú, sem frelsara síns Síðan bauo hann syndurum að leita frelsis, og þeir komu íram hundruöum saman og gengu inn í bænaherbergi við hlið ræðupallsins. Þar á eltir byrjaði hann að biðja fyrir sjúkum. Fyrst bað hann alla þá, er vantaði bragð eða ilman, að koma fram. Þeir voru ekki fáir. Hann lagði hendur yfir þá og skipaði sjúkdómunum út í Jesú natni. Því næst reyndi hann þá, lét þá bragða eða lykta af einhverju. Við sáum að þeir drupu liöfði og brostu samþykkjandi. Sumir grétu af gleði, aðrir voru yfir sig hrifnir, en meiri hluti þeirra gengu rólegir og ánægðir til sæta sinna. í byrjun bað trúboðinn alla samkomugesti að sýna ró og stillingu og minnti á, að staðurinn, sem við stæðum á, væri heil- agur. Eftir þetta bað hann hina mállausu og blindu að koma fram, og þeir stóðu í þyrpingu, eins margir og rúm var fyrir — fleiri hundruð — beggja vegna ræðustóls- ins. Enn gekk hann fram, á sama hátt og áður, og það var lirífandi að sjá svipbrigði þeirra, sem læknuðust. Það leit svo út, sem Guð snerti hvern einasta einn. Hina blindu reyndi hann þannig, að hann hélt upp hönd sinni og stundum aðeins tveim fingrum, og þeir svöruðu með nákvæmni. Við hina mállausu talaði hann, bæði frá lilið og einnig fyrir aftan þá og bað þá hafa eftir t. d. þetta: Þökk Jesús, liallelúja, Dýrð sé Drottni, o. s. frv. Ólýsanleg lirifning greip áhorfendurna í livert skipti, sem undur skeði, og oft klöppuðu menn saman lófum frá sér numdir. Þessu næst segir Freeman: — Látið nú börnin koma. Börnin komu fram á öllum aldri, svört, gul og hvít. Lítil stúlka, fædd blind, var borin fram á örmum móð- ur sinnar. Hún opnaði augun og sá í fyrsta skipti — tók viðbragð móti ljósinu. Við heyrðum undrunaróp þeirra, sem næst stóðu. Því næst sneri Freeman sér að lítilli ljóshærðri stúlku í fangi föður síns. Hún var heyrnarlaus. Hann lagið hendur sínar á eyru hennar og rak sjúkdóminn út í Jesú nafni. Hún var reynd og undrið hafði skeð. Hinn hamingjusami ungi faðir þrýsti barn- inu að sér og hvarf í mannhafið. Þannig skeði undur eftir undur. Eftir því sem á leið, varð Freeman að taka sér styttri líma með hvern og einn. Þeir gengu framhjá honum og um leið þrýsti liann hönd þeirra og bað stutta bæn. Það voru menn með alls konar sjúkdóma. Fieeman sat og hinir sjúku gengu stöðugt framhjá honum. Sagt var að um 4000 manns hefðu gengið framhjá ræðupall- inum, og samt voru þúsundir, sem ekki komust að. Þar sátu þeir í ruggustólum og lágu á börum, og var ekki hægt að komast yfir að biðja fyrir þeim. Einnig voru þar menn með hækjur. Freeman stóð á fætur og bað fyrir nokkrum þeirra, sem lágu á börunum, Þeir stóðu á fætur, einnig margir, sem sátu í hjólastólunum sínum læknuðust, og aðrir vörpuðu frá sér hækjunum. Eins og áður er sagt, náðist ekki yfir að biðja fyrir nærri öllum. Að siðustu hvatti Freeman alla til að þrengja sér nær Guði — því að brátt mundi Jesús koma til að sækja sína útvöldu. Tíminn hér á eftir væri mjög stuttur, og hann áleit, að áður en tvö ár væru liðin, mundu tímarnir vera mjög breyttir í Ameríku. Samkoman stóð yfir frá kl. 7 til rúmlega 12 um kvöldið. Þýtt úr „Korsets Seier.“ 43

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.