Afturelding - 01.06.1949, Page 13
AFTURELDING
ÞAR RÍKIR EILÍFT VOR
James 15. Finley trúboði í Oliio, Bandaríkjunum, segir
frá þessari merkilegu reynslu á einum stað í sjálfsævi-
sögu sinni:
— Ég hafði haft óvenju mikið annríki um eins árs
skeið. Þegar mestu störfin voru að baki mér, veiktist
ég mjög alvarlega og fékk ákafan hita. Lækna var vitjað,
en þrátt fyrir allt sem þeir lögðu fram til að reyna að
stöðva veikindi mín. minnkaði mótstöðuaflið stöðugt.
Það var kominn sjöundi sólarhringur veikinda minna.
Menn höfðu gefið upp alla von um líf milt. Vinir mínir
stóðu grátandi við sæng mína og hiðu eftir því. að ég
tæki síðasta andvarpið. Þegar ég var orðinn meðvitund-
arlaus um allt, sem fór fram í kringum mig í hinum
ytra heimi, og vinir mínir töldu mig vera dáinn, skynj-
aði ég að himnesk vera gengur inn í herbergið mitt. Hún
gengur alveg að rúmi mínu, og ég heyrði að hún talaði
til mín mildri, silfurskærri röddu: „Eg er kominn til að
fylgja þér inn í nýja tilveru.“
Á sama augaltragði Ivftist ég upp. Ég var borinn af
englinum í gegnum geiminn. Brátt hvarf jörðin sjónum
mínum. Allt í kringum mig sá ég veraldir sveipaðar í
hirtu og ljóma. Burt, hurt frá heimi þjáninga og sorga,
harst ég óðfluga til geislandi fagurra Ijósheima. För
okkar var svo hröð, sem hugur færi.
Og nú höfðnm við náð hliðnm Paradísar.
Ó, hvílík óviðjafnanleg fegurð! Ég varð alvea: frá mér
numinn af því sem ég sá. Há og víð smaragðhliðin opn-
uðust fyrir mér. Þau snérust á gullásum.
Fyrir framan mig spegluðu sig silfurtrer vötn i guð-
dómlegri fegurð og landslag óvið'afnanlegt. Fegurðinni
er alveg ómögulegt að lýsa, sem nú blasti við augum mér.
Á meðan ég horfði á þetta frá mér numinn, sá ég mik-
inn fjölda engla svífa um liósvaka himinsins. En þó
að hreyfingar þeirra væru leifturskjótar. lágu hó vængir
þeirra kyrrir niður með síðum þeirra. Við beinni spurn-
ingu minni um það, hvaða erindum þessir englar færu
þarna, svaraði leiðsagnari minn: „Þetta eru englar, sem
sendir eru út í h'ónustu miskunnseminnar til þeirrar
veraldar, sem þú ert frá kominn.“
Allt í kringum mig var loftið þrungið af undurhvðri
hljómlist. Þó sá ég engan hiá mér, nema bann, er sagði
mér leið. Eitt sinn sagði ég við hann: „Er nokkur mögu-
leiki á því. að ég fái að sjá einhvern af hinum heilögu,
er áður lifðu á jörðu, en eru nú komnir í dýrð Guðs?“
Jafnskjótt og ég hafði þetta mælt, sá ég þrjár verur.
Éin þeirra virtist vera karlmaður, önnur kona, þriðja
harn. Tvær þær fyrstnefndu voru mjög líkar í útliti engl-
inum, er ég hafði séð. Þó voru þær öðru vísi að því
leyti, að þær báru gullnar kórónur á höfðum og höfðu
gullhörpur í liöndum. Hvorugt þetta höfðu englarnir.
Klæði þeirra voru hvít sem traf. Andlitin ljómuðu af guð-
dómlegri birtu, og þær hrostu til mín í unaði ólýsan-
legum.
Ekkert þekki ég, sem ég gæti lýst þeim yndisþokka
með, sem skein af barninu. Allir litir regnhogans léku
um vængi þess yndisfagra. Klæðin, sem það har, voru
hvítari, en það sem ég hef hvítast séð. Á klæðunum var
eins og það væri dúnkennd, hvít, mjúk áferð. Nýfallin
mjöll er ekki nægilega björt til að líkja hreinleik klæð-
anna við hana. Ásýnd barnsins tók yfir allt, sem jafna
má við. Hún geislaði af yndisleika. Bros þess leika enn
um hjarta mitt og orna því með þeim áhrifum, sem
aðeins er haigt að skynja, en alls ekki að lýsa. Ég stóð
í orðlausri undrun og horfði á þetta himneska barn! Loks
sagði ég: „Ó, ef ég mætti hverfa aftur til jarðarinnar,
með þetta harn, til að sýna það öllum syrgjandi og grát-
andi mæðrum á jörðu. Ég veit með vissu, að þegar þær
fengju að sjá barnið, mundi engin móðir fella tár út
af dánu harni sínu.“ Þessi ósk tók mig svo fanginn, að
ég rélti hendur mínar til þess að taka þessa yndislegu
Ijósveru mér í faðm. En þá hrökk barnið undan mér og
stakk sér niður í móðu lífsvatnsins. Á næsla augabragði
kom það upp og þegar vatnið hríslaðist af vængjum þess,
var eins og af því hryndi gimsteinaregn. Svo lijarlir og
silfurtærir voru vatnsdroparnir, er hrísluðust af því. Það
synti þvert yfir elfina til strandarinnar hinum megin.
Þá flaug það ujjj) úr valninu og upp á efstu greinar á
einu hinu fagra lífstré. Þaðan horfði það yfir lil mín,
sælt eins og serafi, og tók að syngja á himnesku tungu-
máli:
„Honum, sem elskar mig og þvegið hefur mig af svnd-
um mínum með sínu eigin blóði. Honum sé dýrð, hæði
nú og um eilífð, amen.“
Um leið og ég heyrði yndisfagran söng harnsins. féll
kraftur Heilags Anda yfir mig og ég tók að lofa Guð
hástöfum. Jafnhliða fór ég að klappa höndum mínum
saman, frá mér numinn, en um leið reis ég uj>]i í rúmi
mínu fullkomlega heilbrigður.
Nú var það með mig eins og lamu manninn við fögru-
dyr, sem „gekk um kring og ldjóp og lofaði Guð.“ Gagn-
45