Barnablaðið - 01.04.1900, Side 3

Barnablaðið - 01.04.1900, Side 3
15 að allir héldu að hvert bein hefðibrotnað í því. En það var ekki svo. Eftir eitt augnablik stóð Ahriraan upp, og stökk, eins og þegar köttur miðar á mús, upp á liausinn á fíluum, og læsti klónum og tönnunum fast ofan í hálsinn á honum. Fíllinn, sem var viti sínu fjær af sárs- auka, reyndi alt hvað hann gat til að hrista óvin sinn af sér, en það varð á- rangurslaust. Hann varð smámsaman magnþrota, og hné bráðlega niður, turninn molaðist, bogmennirnir flýðu, en tígrisdýrið gæddi sér ánægjulega á hlóð- inu úr fílnum. Þegar Ahriman hafði hvílt sig ofur- litla stund, var leitt fram stórt ljón, sem var kallað Ormuz, eftir höfðingja Ijóssins, og svo átti að kasta lifandi lambi fyrir bæði dýrin. En þá var Ljómalind kóngs- dóttur ofboðið, því hún hafði nú fengið nóg af þessum blóðugu leikjum. Hún benti með hendinni, og litla skjálfandi lambinu var bjargað, en í þess stað var einum dauða hundsskrokknum fleygt fyrir villidýrin. Ljónið var hungrað og fleygði sér undir eins yfir hræið. Tígrisdýrið var þreytt og fult af blóði fílsins, en það er öfundsamt að eðlisfari, og réðist því á móti Ijóninu til að rífa af því herfang þess. Nú byrjaði ógurleg orusta milli Ormuz og' Ahrimans, höfðingja ijóssins og höfðingja myrkursins. Ö3kur þeirra heyrðist langa vegu. Þeir þyriuðu sandinuin upp með klónum og skottinu, rauðu af blóði þeirra. Stundum ultu þeir um koll hvor ofan á annan, stundum skildu þeir og hlupu langt burt, en stukku svo aftur kvor á annan hálfu griminari en áður. — Lengi mátti ekki sjá, hvor sigrast inundi, on loksins varð tígrisdýrið undir og Ijónið reif það á hol, og þá var Ahriman dauð- ur. Ormuz var nú færður af leikvellinum með sigurópum. Nú átti að enda leikina með því, að hleypa stórum hópum af indverskum og afríkskum villidýrum fram á leikvöllinn. En af því að sólarhitinn var svo mikill, var látin líða góð stund á milli, svo að á- horfendurnir gætu svalað sér á einhver- jum hressingum. Þá fóru margir ofan á leikvöllinn til að skoða dauðu dýrin. Ljómalind kóngsdóttir var líka forvitin og langaði til að skoða dýrin. Húnhafði hingað til einungis séð söngfugla og blóm, og hafði enga hugmynd um það, hvernig þessi óttalogu villidýr vóru að sjá. Hún fór því með þernum sínum og varðmönn- um ofan á leikvöllinn, en þrælar breiddu áður gullsaumaðar gólfþerrur undir fætur hennar, þar sem hún átti að ganga, svo að þessir fallegu fætur óhreinkuðust ekki af blóðugum sandinum. Hvað þurfti hún að óttast ? Öll rán- dýriu, sem eftir lifðu, vóru læst inni í sterkum járnbúrum, og Ahriman, scm var grimmastur þeirra allra, stóra tígrisdýrið, lá dauður á leikvellinum. Kóngsdóttirin gekk að hinurn dauða Ahriman og dáðist að fegurð hans, einkum skrautlega flekk- ótta skinninu, og ásetti sér að biðjaföður sinn að gefa sér það fyrir gólfþerru í marmarahöllina sína. Þá reis dauða tígrisdýrið alt í einu upp á afturfótunum, tók undir sig stökk, greip kóngsdótturina með óttalega ljóta munninum sínum og hljóp í burt. Margar þúsundir áhorfenda ráku upp voðalegt hræðsluóp, en euginn þorði að hrífa herfangið af tígrisdýrinu, ncmaliinn hugprúði kóngssonur Abderraman. Hann

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.