Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 5
BARNABLAÐID. helzt til dinit og kalt, aftur bjart og hlýtt við Jesú hjarta. Og þú unga þjóð, elsku börnin góð, sjá í austri sólin Ijómar hreina. Sælu sólar til sækið líf og yl; yður skal það enginn framar meina. Og þú uppheims sól yfir jarðarból breið þú enn þá bjarta arma þtna. Skín þú alla á, einkum börnin smá; lát þeim æ þitt Ijósið blessað skína. (Biblíuljóð — Vald. Briem). — SKÓGBJ ÖBS. Þýtt. (Framh.). rengurinn sagði honum frá æfin- týri sínu, en 'þagði þó um hvað illa stjúpi hans hefði farið með hann. — „Eg sé að þú ert góður drengur", sagði herramaðurinn. „Viltu að eg setji þúsund ríkisdali (tvö þúsund krónur) íbank- ann handa þér, og gefi þér skriflega við- urkenningu, að þú eigir þá?“ Jú, með það var Björn vel ánægður. En hvað átti hann að gera með allan þann auð? Hann þakkaði herramanninum fyr- ir, og fór svo aftur til skipstjórans síns, og sagði honum fréttirnar. Skipstjórinn smábrosti ogsagði:— „Nú, nú Skógbjörn, nú ert þú orðinn svo ríkur, að þú þarft ekki að eiga ilt á sjónum. Nú getur þú verið latur, og lifaðafkökum í mörg ár". — „Nei, eg þakka fyrir, svo heimsk- ur er eg ekki“, — svaraði Björn. „Nú ætla eg að vinna duglega og læra sjó- mensku, þá get eg eftir nokkur ár orðið undirstýrimaðnr og svo stýrimaður". — „Og svo skipstjóri?" — — „Já, og svo skipstjóri", — sagði Björn, og roðnaði sjálfur yfir þessari ótta- legu virðingargirni í sér. — „Eg ætla að verja peningunum til að læra sjómanna- fræði, og þegar eg liefi eignast sjalfur skip, þá ætla eg að sigla til Raumu og sækja hana mömmu'. — „ Það er rétt, Skógbjörn", sagði skipstjórinn, „haltu áfram þessa leið, þá mun guð hjalpa þér". Og Björn hélt afram eins og dugleg- ur drengur. Fyrsta arið var hann létta- sveinn; hann stækkaði nú óðum, og fór að verða herðabreiður og sjómannslegur á velli; svo varð hann matreiðslusveinn, svo undirstýrimaður og seinast stýrimað- ur. Hann sigldi kringum allan heiminn, og þoldi bæði skin og skúr. En ætíð var hann glaður og kátur. Tvo vetur iærði hann sjómannafræði, bæði stærðfræði og landafræði, síðan tók hann próf með lof- legum vitnisburði, og varð svo skipstjóri. Hann var ráðvandur, siðferðisgóður og áreiðanlegur, og honum gekk alt vel, sem hann tók sér fyrir, og eftir nokkur ár hafði hann eignast sjálfur skip, sem hann kallaði „Birnuna". *Einn góðan veðurdag bar þaðtil ný- lundu i Raumu, sem vakti mikla eftirtekt bæjarmanna. Ókunnugt skip sigldi þar inn á höfnina, og þess líki hafði þar ekki fyrri sést. ÖU siglutré og rár vóru gulli búnar, svo þær ljómuðu í sólskininu, eins og þær væru af gulli. Afturstafninn var

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.