Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 8
6 BARNABLAÐIÐ. Þetta ætti maður að gera l(ka ! Gamli Apolló lá enn þá skorpinn og gisinn á höfn- inni. Gullberg lét gera við hann, og fermdi hann með tjöru og skinnavöru, og sigldi svo með son sinn til Stokkhólms til þess að finna mahognískrín úti á reginhafi. Öllu átti nú að haga eins og forðum, þegar Skógbjörn var settur í bátinn á haf- inu. Gullberg fleygði ónýtri tóbakspípu í sjóint), og lézt vera mjög reiður við Mósep, síðan setti hann hann í stóran áttæring út á spegilsléttan sjóinn. I skipinu var upp- búið eitt rúm með tveimur dúnsænguin, einni silkiábreiðu, tveim lökum og þremur koddum. Svo vóru Mósep fengnar fjórar stórar hveitikökur, ein smjörkrukka, eitt steikt kálfslæri, tveirostar, eitt fat af pönnu- kökum, ein berjamauks krukka, einn ölkút- ur og sex flöskur af víni. Sjálfur var Mó- sep klæddur í úlfsskinnskápu og sjóstíg- vél, og svo lá hann endilangur upp í rúmi og reykti vindil. Skipið sigldi nú frá honum, svo Mó- sep varð aleinn eftir í bátnum. Alt var kyrt. Mósep fekk sér nú góðan kveldmat, drakk öl og vín, reykti vindil og þótti æfintýrið nógu skemtilegt. Þegar fór að dimma, breiddi hann silkiábreiðuna upp yfir höfuðið og steinsofnaði. Honum datt ekki í hug að biðja kvöldbæn. Það þótti hon- um óþarfi. Um nóttina laust á ofviðri og vaknaði Mósep við vondan draum, því öldurnar fleygðu bátnum til og frá á sjónum. Dauð- hræddur settist hann upp, en skall aftur á bak ofan í rúmið. Hann hafði höíuð- verk, og var allur lurkum laminn í kroppn- um, eins og hann hefði legið á brenni- grasi. í þrjá daga rakst báturinn til og frá um sjóinn, án þess Mósep gæti sezt upp eða etið; hann gretti sig bara fram- an í sólina. Nú fór honum ekki að Htast á blikuna. Éftir þrjá daga fór að Iygna, þá ætlaði Mósep að fara að gera sér gott af hveitikökunum. En æ, því miður, þær og osturinn voru orðnar gegnblautar af sjónum, smjörkúturinn hafði oltið ofan í sjóinn, og pönnukökurnar orðið þorskunum fæðu. Til allrar hamingju var kálfssteikin óskemd og ölið og vínið. Mósep gæddi sér nú á því, og hrestist við það. En gat hann nú trúað sínum eigin augum? Þarna var þá virkilega reiðalaust skipsflak á skerinu. Mósep reri þangað, þar var engan niann að sjá. Alt á skipinu var á tjá og tundri, þar ægði öllum hlutum saman, sem flutu í sjónum á skipinu. Mósep hefði getað bjargað mörgu, en hann leitaði bara að þremur hlutum: mahognískríni, geit og brauðköku. Geit fann hann nú enga, held- ur graan kött, ekkert brauð fann hann heldur, en dálitla tjörusleikju. Bara að hann gæti nú fundið skrín. En sú heppnil Þarna fann hann kringlótta öskju, og þó hún væri ekki úr mahogní, þá var hún úr ösp. Með þessa þrjá dýrgripi staulaðist hann svo ánægður aftur ofan af skips- skrokknum. Nú leið að kvöldi. Mósep át sér kálf- steik, og drakk vín, sofnaði svo, og vissi ekki hvort bátinn rak á hafinu. Um morg- uninn, þegar hann vaknaði svangur og ætlaði að fara að borða af steikinni, þá var kötturinn búinn með hana. Hann hefði feginn viljað fleygja henni í sjóinn, en hann þorði það ekki ; kisa klóraði hann í framan, og svo átti hann að koma með þrjá hluti ( land aftur.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.