Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 9
BARNABLAÐIÐ. 7 Nú var hann búinn að vera 5 daga á sjónmn. Sjötta daginn hafði hann ekk- ert að eta nema vín. Hann varð því hálf- ruglaður 1 höfðinu, greyið, þegar skúta frá Alandi rakst á hann og bjargaði honum. Skipverjar hrestu hann við, og hjalpuðu honum heim til Raumu fyrir góð orð og borgun. Þegar hann kom inn í stofuna til föður síns, þá var hann svo reiður, að hann barði hnefunum ofan í borðið, og spurði, því hann hefði verið skilinn eftir 6 daga úti á reg- inhafi. „Ó, drengur minn, ef þú vissir hvað komið hefir fyrir", sagði íaðir hans, „sömu nóttina, sem þú varst sendur í bát- inn, þá kom svo mikið ofviðri, að við urð- um að höggva reiðann af skipinu, svo það rak upp á sker; enginn gat ráðið við neitt. Ó, aumingja fallegi Apolló minn, og öll dýrmæta skinnvaran mín og tjörutunnurnar, það var meira vert en fullur kassi með gull og silfur. Æ, æl" og Gullberg gamli grét sáran, því ekkert gekk honum jafnt til hjarta og eignamissir. „En hvernig gekk þér, hefir þú fundið nokkurt skrínf" spurði hann. „Já, það hefi eg víst fundið", svaraði Mósep. „Eghefilíka ekki haftsældardagana síðan, hvorki nótt né dag; en það gerir ekkert til, því eg fann skrínið, og nú er eg svo ríkur, að Skógbjörn er aumingi hjá mér". „Kæri drengurinn minnl Erum við virkilega svo ríkir?" „Eg sagði að eg væri ríkur, en það kemur þér ekkert við“, svaraði Mósep önugur. „En elsku drengur minn, eigum við ekki að skifta eins og góðir vinir?" „Ekki svo mikið sem einum skóþveng«. „Æ, Mósep, að þú skulir vera svona harðbrjósta við þinn góða föður. Hvar er skrínið?" „Hér", sagði Mósep rogginn, og sýndi það. „Er það þá þetta? Er það þessi askja? Þú hefir þá verið um borð á okkar gamla skipi, Apolló". „Hefi eg verið úti um borð á skipinu okkar?" „Já, það hefir þú verið. Það hafa verið laglegir fjársjóðir, sem þú hefir kom- ið með þaðan. Hvað heldur þú að sé f þessari öskju?" ' Mósep sagði, að Skógbjörn hefði ekki lokið upp sínu skríni fyr en hann kom til Stokkhólms, og því hefði hann heldur ekki þorað að ljúka öskjunni sinni upp fyrr en hann kom til Raumu. Hvað ætli væri í henni annað en gullsandur og demant- ar? „Gullsandur? Ó, veslingurinn þinn; opnaðu sjálfur". Mósep opnaði öskjuna mjög skjálf- hentur. Hvað fann hann þar? Gömlu hár- kolluna hans föður síns, sem átti að fara til Stokkholms til að kembast þar upp. Gamli Gullberg gat ekki stilt sig um að hlæja í raunum sínum, þegar hann sá harkolluna stna. Þetta gramdist Mósep, sem var orðinn nogu raunamæddur samt. „Heyrðu pabbi", sagði hann; „var ekki Apolló fernidur skinnavöru og tjöru?" „Ja, því var nú ver og miður. Nú liggur það alt á sjavarbotni". „En eg bjargaði nokkuru". „Er það mögulegt? Hverju bjargaðir þú ?------"

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.