Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 7
barnablaðið. 5 Gullberg'. Hann var settur í dálitla körfu út á Nílána og fékk samt að 'lifa og verða mikill niaður. Vitið þið ekl<i að öldurnar hlýða guðs'vilja? Það hjalpar ekkert, að ljúga að guði. Hvað hafið þið gert af Skógbirni Iitla?“ Og, nú var úti um þá feðgana, Gullberg og Mósép, þeir þektu nú Skógbjörn aftur, samvizkan ásakaði þá, og þeir féllu styn- jandi á knén og báðu Björn fyrirgefningar, þeir skyldu aldrei gera þetta oftar. Skógbjörn, sem nú var orðinn að ströngum skipstjóra, lét þá andvarpa og stynja stundarkorn, en síðan sagði hann með tárin í augunum: „Stattu upp stjúpi minn ! Stattu upp Mósep ! Eg hefi ekki koniið til að launa gæðsku guðs við mig með því að vera sjálfur harðbrjósta. Nei, eg vil ekki kæra ykkur, öllu skal vera gleymt. Gefðu mér hana móður mína aftur, þá skulum við verða aftur góðir vinii 1« Sko, þetta var nú eins og hagl og sólskin í sömu andránni. Gul'iberg fanst éins og stórum steini væri velt af brjósti sér, og himinblaa nefið hans varð aftur blóðrautt. Mósep lézt fara að grata, þótt ékki gæti hann kreist faeitt tár út úr sér, og laug því til í gleði sirini. að aldrei hefði sér þótt eins . ænt um neinn og hann Skóg- björn. Nú urðu þeir allir samferða til aurn- ingja frú Gullberg, sem heima sat. og eng- inn getur lýst því, hvað hún varð bá.glöð. Hún hafði nú í fimtan ar syt'gt htla aum- ingja Skógbjörn sinn, og heimti hann nú aftur heilan úr hélju svo stóran, sterkan og mannvænlegan eins og duglegasta sjó- mann, Nú hafði hann orðio að manni, eins og hún hafði spáð forðum. Nú fyrst þóltist Skógbjörn vera orð- inn hamingju-maður, þegar hann var bú- inn að fá móður sína til sín aftur. Hann keypti handa sér og henni fallega jörð, skamt frá, þangað fiuttu þau og lifðu þar glöð óg ánægð heilt ár, en „Birnan" lá fyrir akkerum á höfninni. En bráðuni kom önnur lagleg birna þangað á heimilið. Því einn góðan veð- urdag varð Björn skipstjóri skotinn í lag- legri, fátækri og duglegri stúlku, sem knipl- aði allra fingervustu blúndur, sem búnar voru til í Raumu, og henni kvæntist hann. Þegar hann hafði verið um stund heima, langaði hann aftur á sjóinn. Ilann sigldi því Birnunni sinni á stað, en nú fór hann ekki kringum allan hnöttinn, því honum leið nú betur heima. Hann fór venjulega í maí og kom aftur í nóvember, cn nú var móðir hans ekki ein heima, svo nú kom hann með margar jólagjafir handa konunni sinni, móður sinni og börnutn sínum. Það vaf skemtilegra að dansa með þeim í kring- um jólátréð enn að sitja einn í litla bátnum úti á Alandshafinu um nóttina forðum daga. Þetta fór nú alt eins og átti að vera. En Gúllberg og Mósep hefðu heldur viljað að Skógbjörn hefði aldrei komist úr litla bátnum aftur. Þeir öfunduðu hann afallri hans hamingju, og voru nótt og dag að bollaleggja, hvernig þeir ættu að verða eins ríkit' og hann. Hann hafði sagt þeitn frá draumnum. sínum, þegar honum þótti draummaðurinn segja: „Þrjá hluti, þrjá hluti", áður enn hann fann mahognískrín- ið á skipinu, sem var að farast. Þetta hugsuðu þeir nú um og héldu það vera galdur. „En svona gætum við nú líka Qrðið ríkiit", héldu þeir.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.