Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 6
4 BAK.XAI5LAÐIU ' gýltur, og framan i skipimi blikíiði Biina úr silfri. I öllum flöggum á skipinu stóð r'Birnap“ meðgullnuni eða sillVuðum stöfum. Alla bæjarmenn furðaði stórlegá á þessu, og þyrptust ofan að höfninni til þess að sjá þessa hnariteistu „Birnu". En for- vitnastir voru þó Gullberg ganfli og Mósep sonur hans. Gullberg hafði farnast illa a síðari árum. Allar eigur lians vóru farn- ar, nema Apólló gamli og stóra nefið a honum sjálfum. Mósep lá oftast upp í rúmi eða sófa og las í gömlum blöðum. En nú vildi Mósep líka fara út á höfnina, svo báðir feðgarnir létu róa sér út að „Birn unni". Þeir báðu þá allra auðmjúkast um að fá að sjá þetta skrautlega skip. „Gerið þið svo vel að koma upp“, sagði Björn skipstjóri, og breytti rómnum, svo þeir þektu hann ekki, og lét heldur ekki á því bera, að hann þekti hann vonda stjúpa sinn, og hansillgjarna son Þcim kom ekki til hugar, a.ð þessi ungi, laglegi skip- stjóri væri hann gamli Skógbjörn þeirra Þeir héldu að það væri rikur Englending- ur, sem væri að ferðast að gamni sínu til að sja ókunn lönd. Skipstjórinn lét þá skoða skipið eins og þá lysti, og bauð þeim síðan til viðhafnar- miðdagsveizlu. Hann var nti reyndar lát- laus og sparsamur maðnr, en nú hafði hann 1 g.tið dúka borðið með allra handa krásum og sælgæti, og vínum frá' plluqi heímsins Iöndum. Gestir hans gátu ekki nógsanflega dáðst að skrauti skipsins, og því, hvaðmatur- inn væri dýrlegur; þeir ætluðu alveg að íjpringa af öfund, og það þótti Birni skip- stjóra mesta gaman. y Þegar nú gestitnir með mörgum sæt- súrum orðum ætluðu að fara að kveðja, þá spuiði Björn éins og af hendingu, hvort frú Gullberg lifði cnn þá. „Víst lifir hún, aumingja manneskjan", svaraði Gullberg, „en hún fer aldrei út, hún syrgir heimska strákinn sinn". „Ja, ja“, svaraði Bjöin, „hefir hún átt son ?“ „Ja það hefir hún reyndnr átt, og hann rnjög vondan og heimskan, sem druknaði í Aiandshafi fyrir 15 árum". „Er það nú vist að hann hafi drukn- að?“ spurði Björn. „Því ntiður", andvarpaði Gullberg, „það kom brotsjór inn og tók hann út". „Því var hann líka að hrinda mér?" sagði Mósep. „Eg hefi heyrt sagt, að hann hafi ver- ið ranglega ákærður, og settur í smábát út á hafi", sagði Bjorn skipstjóri aftur. Mósep blóðroðnaði í frantan og æpti upp: „Já en hann fékk brauðköku með sér“. „Ætlarðu ekki að þegja?" æpti Gull- berg. Björn skipstjóri horfði hvast framan í Gullberg og sagði nú með sinurn venjulega málrómi: „Eg hefi heyrt sagt að dreng- urinn lifi og ætli að krefja stjúpföður sinn reikningsskapar. Allir skipverjarnir geta borið, að drcng.urinn hafi verið yfirgefinn úti a reginhafi". Nú urðu baðir feðgainir að santa skapi fölir, sent þeir vóru áður rauðir, og stóra nefið á karlinum varð heiðblátt. Þeir sáu nú ekki annað, ráð vænna, enn þræta fyr- Ír alt, „Það er svo". sagði Björn skipstjóri, ; „eg hefi lesið um annan lítinn dreng í forn- 1 öld, hann hét, líka Móses, en ekki Mósep

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.