Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 15.02.1902, Blaðsíða 10
8 BARNABLAÐIÐ, „Tjöruslettunni þeirri arna. Skamm- astu þín ekki að bjarga ekki lieldur hinni dýrmætu skinnvöru". „Eg gerði það líka'1. „O, var það nokkuð af gráu skinn- unum ?“ „Já, það var grátt, það hleypur hér á gólfinu á sínum eiginfótum". Og skips- kötturinn setti upp kryppuna og- malaði framan í gamla húsbónda sinn. „Æ, þorskurinn þinn", æpti faðir hans, og barði spanskreyrnum unr bakhlutann á Mósep. Og spanskreyrinn dansaði, kött- urinn blés og Mósep æpti hástöfum. En Skógbjörn heyrði ekki ti! hans. Hann sat nú heima hja scr. og var að kenna 1 krökkunum sínum að kiifra upp á bakið á scr, eins og það væri reiði á stóru skipi. Líkamsæfingar. Sá, sem gefur sér ekki tíma til líkamsæfinga, nnin sjálfsagt mega gefa sér tíma til þess að verða veikur. Líkamsœjingar auka Kkamlegt afl, og veita líkamanum mótstöðuafl gegn sjúkdömunum. L.íkamsœjingar eru það samafyrir Kkamann og andleg þroskun er fyrir sálina; þær þroska og fullkomna manninn. HeiWrigditr og síerkttr líkamier grundvöllur undir allri gæfu hér t Kfi. Líkamsæfingar gera okkur færa um að eignast þetta hvorttveggja. Málmurinn rydga'r, þegarhann er ekki notað- ur; Kkamiun veiklast Kka, þegar þann er ekki hreyfður. Sá maður, sem kemst ekki til að hirða um heilsu sína, hann er eins og verkmaður, sem ekki kemst til að hirða um verkiærin sín. . L e i k i r. Höggormshlaup. Allir leikendurnir halda í aðra hendina hver á öðrum, svo þeir mynda hring, og foringinn, sem er höggorms- höfuðið, hleypur fyrstur í ótal króka og hugð- ur í allar áttir, en hinir fara á eftir, án þess þó að rjúfa hringinn. Loks nemur for- inginn staðar og kallar: Vefstu saman! Þá hleypur allur hringurinn í kringum foringjann, þangað til þeir standa. allir þétt t hóp, og for- ingirjii innstur í-hringnum. Þá brýst íoring- inn út undir hendjnni á hinum, og nú teygir höggormurinn aftur úr sér, með því að hver leikandi hleypur út undir höndinni á hinum. Takthlaup. Þeir sem leika, standa t tveimur samhliða röðum hver fyrir aftan annan, og leggja hendurnar upj) á axlirnar hver á öðrum. Svo telur foringinn : »Einn, tveir, þrír«, og hlaupa þá bnðar raðirnar á stað og telja altaf: »einn, tveir þrír«. • E’n þegar talið ér »þrír<., þá standa allir á sama fætinum. Vanda- samt er við leikinn, að halda taktinum, og verður því foringinn að telja vel hátt oggreini- lega meðan hlaupið er. (íaldrar. Galdramaðurinn spyr, hvort nokktir geti látið sjö jafnptöra kotktappa synda í einum hóp í vatnsfati, ' svo það verði að sjá eins og stjarna. Þegar ýmsir hafa nú reynt að leika þessa fþrótt, þá kemur galdra- maðurinn oklmr, setur tappana alla ( hó]> á endann upp á borð, eins og harn ætlar að láta þá vera í skálinni og setur þá alla sam- an f einum hóp á endahn ofan í fatið. Þá munu þeir allir fara á stað sainferða í hóp, standandi upp á endann, • eins og heil sveit af hermönnum. En ef eínn og einn tappi eru settir ofan f vatn.í einu, þá leggjast þeir jafnan flatir ofan á yfirborð þess. __1______ ■ " -y Útgefandi: Bi íet Bjarnhéðinsdóttir. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.