Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.12.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.12.1962, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: ALÞÝÐUKLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu, sími 50499 PRENTSMIÐJA HAFNARPJARÐAR H.F. KIRKJAN IIM HÁTÍDARNAR „Klukkna hljóð kallar þjóð“ HAFNARFJARÐAR- KIRKJA Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6. Jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Gamlárskvöld: Aftanspngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2 e. h. SÓLVANGUR: Annan jóladag: Messa kk 1 e. h. BARNASKÓLINN, GARÐAHREPPI Aðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 6 e. h. (Séra Bragi Frið- riksson). BESSASTAÐIR Jóladagur: Messa kl. 11 f. h. Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 8. KÁLFATJÖRN Jóladagur: Messa kl. 4 e. h. Nýársdagur: Messa kl. 4 e. h. FRÍKIRKJAN ' Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6. Jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Annar jóladagur: Barnaguðs- þjónusta kl. 2 e. h. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn Jóhannesson, fyrrv. prófastur, prédikar. KAÞÓLSKAKIRKJAN Aðfagnadagur: Hámessa kl. 12 á miðnætti. Jóladagur: Hámessa kl. 10 f. h. Nýársdagur: Hámessa kl. 6 f. h. „Ljósum alsett jólatréð44, skartar nú á „ThorspIaninu“ eins og undanfarin ár. Vinabær okkar Fredriksberg hefur sent okkur jólatré, að venju. Þessi jólatré frá vinum okkar í Fred- riksberg hafa verið hin mesta bæjarprýði og svo er einnig um tréð núna. Eru þessi tré, sem lýsandi vitar um velvild og vin- áttu Fredriksberg í garð Hafn- arfjarðarbæjar og þeir munu áreiðanlega verða ófáir Hafn- firðingarnir, sem í huga sínum senda hlýjar kveðjur yfir hafið um leið og þeir njóta þess augna yndis, sem jólatréð vissulega er. Söfnuðu 26 þúsundum Skátarnir fóru um bæinn að safna fyrir vetrarhjálpina eins og venja befur verið. Bæjarbú- ar hafa jafnan brugðizt vel við og sú varð einnig raunin á núna. Söfnuðu skátarnir hér í Hafnar- firði 26 þúsundum króna og er það meira en nokkru sinni áður. I fyrra söfnuðust 16 þúsundir króna og var það met þá. Auk þessa peninga safnaðist þó nokkuð af fatnaði og var hann yfirleitt nýr eða nýupp- gerður. En Hraunbúarnir voru Munið Skósmíðavinnustofuna Hverfisgötu 57 - Hafnarfirði SENDIFERÐABÍLL vanti ykkur sendiferðabíl þá hringið í síma 51484. Geymið auglýsinguna ekki aðeins á ferðinni hér í Hafnarfirði. Þeir söfnuðu cinn- ig í Garðahreppi og safnaðist þar 2.470.00 kr. og fer það sem þar safnaðist til heimila og ein- staklinga þar. Skátunum ber mikill heiður og þökk fyrir hin góðu og árangursríku störf sín á þessum vettvangi í fjölda ára. Sams konar söfnun í Reykja- vík vakti athygli, vegna þess myndarskapar sem Reykvíking- ar þóttu sýna með framlögum sínum. Og sú athygli var verð- skulduð. Sú staðreynd er því ánægjuleg fyrir okkur Hafnfirð- inga, að bæjarbúar bér skyldu bregðast svo vel við, að fram- lag á hvern íbúa varð að þessu sinni helmingi meira hér en í Reykjavík. Vetrarhjálpin hér hefur beðið blaðið að koma á framfæri kæru þakklæti til bæjarbúa fyr- ir rausn sína og hlýhug. Ástralía er einn þeirra staða, sem jólin koma fyrst til í hátíðaleik sínum. Það er á miðju sumri. Engispretturnar syngja og stóru sandeðlurnar sleikja sólskinið. Menn ganga í þunnum, hvítum klæðum, með barðastóra hatta, til þess að forðast sól- stungu. Kirkjur, verzlanir og mörg önnur hús, eru skreytt blómavöndum og trjá- greinum. Þegar sólin hnígur til viðar í sínu geislaskrauti, tendra menn marglit ljós í skrúðgörðum sínum og húsum; — jólin eru haldin hátíðleg. Dökku papúa-börnin, sem eiga heima á hinum svækjumiklu víðáttum Nýju- Guíneu, hlaupa ,með pálmaviðargrein í hendinni til skólans á jóladagsmorgun, til þess að sækja jólagjafirnar. Skólastofan er umvafin pálmaviðarblöðum og geislandi Það er einnig merkilegt, fyrir Evrópu- búa, að sjá í öðrum heimshluta,' í egi/pzku stórborgunum Alexandia og Cairo, jóla- sveina alveg eins og við þekkjum þá hér heima, í þykkum fötum, með vattskegg, skreyta búðarglugga, en úti fyrir er 45 stiga hiti. Við forðum okkur úr öllum þessum hita, til okkar eigin heimshluta og heimsækjum nágranna okkar í Sví])jóð og Noregi. í Svíþjóð, allt upp til Lapplands, eru jólin haldin með svipuðu móti og hjá öðr- um Norðurlandaþjóðum. A aðfangadags- kvöld er messugjörð í sænskum kirkjum, en fyrir eða eftir kirkjugönguna hressir ; Jólnsidir í öirum löndum : korton-blómum. í miðri skólastofunni stendur lítið pálmaviðartré umvafið bóm- ullarlagði, sem á að tákna snjó, undir hin- um hreina, bláa himni. Sungnir eru jóla- sálmar og á eftir fylgir glaðvær hátíð. með skemmtilegum leikjum. Þegar kvölda tek- ur, eru tendruð Ijós í marglitum pappírs- öskjum og flugeldum skotið. Mexikanar hefja hátíðina 9 dögum fyr- ir jól og halda þá í skrúðgöngum frá einu húsi til annars og syngja jólasálma. Jóla- sælgætið, og það er fjölbreytt, er látið í pínataen, þ. e. brúðu úr brenndum leir, sem hangir niður úr loftinu. Síðan er bundið fyrir augu barnanna og þeim snú- ið í þrjá hringi, afhent prik og nú reynir á að slá pínataen í sundur. Þeim, sem tekst það, er veitt verðlaun, en allir krakk- arnir ryðjast yfir sælgætið, sem hrynur úr leirbrúðunni. þ í Argentínu stynja menn af hita í des- embermánuði, en jólatré verður engu að síður að fá. Venjulega er það fjallafura, eða tilbúið tré, gert úr vír og skreytt með j)ynii og grænmáluðum hænsafjöðrum. Ljós eru einnig á trénu, en venjulega veita þau niður á við, þegar kveikja skal á þeim, svo mikill er hitinn. Undir sólskýlinu fyr- ir utan húsið, fá menn sér bita af kalkúna og annan af krydduðum emponadas, sem gerður er úr söxuðu kjöti, ólífu og mörg- um ólíkum kryddjurtum, sem bakað er í líkingu hálfmána. maður sig á því, að borða brauð, sem dýft er í súpupottinn, þar sem svínslærið er soðið. Þetta kalla Svíar að ,,dopjja í grytan“. Geislandi jólatréð er aðalhátð- leiki aðfangadagskvöldsins, en seinna hressa menn sig á jólasvíninu og hrís- grjónagrautnum með möndlunni í. Á jóla- dagsmorgun er farið snemma á fætur, því að kl. 8 árdegis er „julotton“ í kirkjunum. Uppi í sveit, þar sem farið er í vagni til litlu uppljómuðu kirkjunnar, er mikill hátíðleiki yfir þessari árdagsökuferð. Jól- in standa til þrettándans, en [)á ganga unglingar í ýmsum skemmtilegum bún- ingum á milli bæja. I Noregi eru jólin ekki aðeins haldin til þrettánda dagsins, heldur til Jæss tuttug- asta, ]). e. 13. janúar. Á þessum mörgu jóladögum heim- sækja nágrannarnir hverir aðra. Ættingjar og vinir hittast, og Jnið er glatt á hjalla í stóru stofunni við snarkandi arineldinn. Kaffi er borið á borð, eftir góðan máls- verð, og margar sætar kökur, stórar, kringlóttar jólakökur og ýmsar smákökur, ,,fattigmanden“, „hjertetakk“, eða hvað þær nú heita, allt að fjórtán tegundum. Maður kemst ekki yfir að bragða á þeim öllum. En drengirnir kunna að notfæra sér þetta. Þeir ganga hús úr húsi í hinuin undarlegustu búningum og fá sælgæti og sætar kökur fyrir söng sinn. í Bergen fara drengirnir fjórir og fjórir saman og syngjá á götunum. Einn ber jólastjörnu, en hinir eiga að tákna hina heilögu þrjá konunga.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.