Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.12.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.12.1962, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Eskimóarnir hafa ekki aðstæður til þess að afla jólatrjáa, en í stað þeirra reisa þeir upp skinnbáta sína og skreyta þá með marglitum pappírsræmum og böndum. Og þegar bylurinn æðir úti fyrir, og hafið er frosið út að sjóndeildarhring, þegar dagsskhnan varir aðeins fáar stundir, gleðjast þeir einnig yfir jólunum. Frá norðurhjara heims höldum við nú suður á bóginn til Evrópulanda. Við förum í gegnum Þýzkaland, föður- land jólatrésins, en þar var fyrst kveikt á jólatré fyrir 150 árum. Þar mætum við einnig nú uppljómuðum jólatrjám og jóla- sálmarnir hljóma sem fyrr. Jatan hefur sömu þýðingu í kaþólskum löndum og jólatréð í löndurn mótmæl- enda, og í hinum gegnum kaþólska Tyrol er ljósum skreytt jata á hverju heimili. Jólatréð á þar einnig sterk ítök, og þar er vissulega af miklu að taka, því að fjalls- hlíðarnar eru þaktar hinum fegurstu grenitrjám, sem maður getur hugsað sér. / I Aasturríki hljómar söngurinn alls staðar á jólunum, því að Austurríkismenn elska, eins og Suður-Þjóðverjar, að syngja. Sérkennileg venja, sem á uppruna sinn í Suður-Þýzkalandi, fer fram á gamlárs- kviild, en það er ,,blýbræðslan“. Blýið er brætt í skeið yfir eldi, en síðan er J)ví hellt í skál með vatni í. Af Jdví leiðir, að blý- droparnir taka á sig ýmsar einkennilegar myndir. Af myndum þessum geta síðan „spámenn“ og „spákonur“ lesið framtíð J)ess er blýinu hellti í vatnið. Við gerum nú lykkju á leið okkar og höldum til Rúmeníu. Hér er Þorláks- messukvöld tími annríkis. Menn fara í heimsóknir til vina og ættingja. Og þetta er einnig kvöld ungra, ástfanginna manna, sem syngja fyrir utan glugga stúlkunnar, sem J)eir hafa fellt hug til. Jólahátíðin mýkir vonandi hug hennar og hjarta, svo að lnín gefi aðdáanda sínum jáyrði. A aðfangadagskvöld tendra börn Ijós í stjörnu og ganga síðan í fylkingu eftir göt- unum. Og á gamlárskvöld eru þau aftur á ferð, en J)á með stóra vendi marglitaðra pappírsblóma. Með þeim snerta þau fólk- ið, sem framhjá gengur, en J)að á að merkja hamingjuóskh' í tilefni nýja árs- ins. í Svisslandi hefur hvert hérað sína jóla- siði. Bæði kaþólskir og mótmælendur hala lítið tré á stoluborðinu, en undir J)ví er jólajata. Jólasveinninn kemur í heimsókn löngu fyrir jól, — á St. Nicolásardaginn, 6. desember, sem er sérstakur hátíðis- dagur barnanna. Þar er jólagjöfunum út- býtt, og sungnir Nicolásarsálmar, til heið- urs honum. Jólamaturinn er hænsnakjöt, en lnís- grjónagrautinn fá aðeins J)eir, sem sjúk- ir eru. Loks er borinn fram hlaði af sæt- um kökum með eða án sykrings, „marci- pan", sem Svisslendingar ern meistarar í að búa til. Uppi í Alpafjöllum halda bændurnir af stað á skíðum með logandi kyndla, til nærliggjandi bæjar, J)ar sem þeim er borð- ið inn til J)ess að Jhggja svolítið hjarta- styrkjandi, J)ví ferðinni skal haldið áfram með söng og gleði. ítalir halda ekki aðfangadagskvöld há- tíðlegt á heimilunum, heldur í kirkjunum. Bæði í 400 kirkjum Rómaborgar og í hin- um stóru dómkirkjum og litlu sveitakirkj- um, krýpur fólkið í birtu hinna mörgu ljósa, sem eru í kring um jólajötuna. Hver söfnuður hefur sína jólasiði í kirkjunum. I St. Mariakirkjunni í Aracoeli er II Bam- bino, Jesúbarnið, skreytt skartgripum og borið í broddi fylkingar í gegnum kirkj- una. Og í hinni stóru dómkirkju Mílanó er messan sungin eftir elzta J)ekkta formi kristinnar messugjörðar, — og aðeins þar. í stórborgmn Ítalíu fá lögreglujrjónar jólagjafir. Á götunni, í kringum J)á, mynd- ast litlar eyjar úr gjafapökkum og vín- flöskum, sem bifreiðastjórar og vegfar- endur færa þeim. ítalir fasta á aðfangadag en borða „geldhana“ á jóladag. Á aðfangtidagskvöld um miðnætti fara Spánverjar til kirkju. Jólajatan, „nacimi- ento“, er tekin fram heima. í hana eru látnar litlar leirmyndir i umhverfi, sem minna skal á Betlehem, eins og menn á Spáni hugsa sér bæinn í hinu heilaga landi. Á gamlárskvökl safnast fólk sarnan á götum og torgum úti, og allir hafa poka í hendi sér.-í pokanum eru 12 vínþrúgur. Þegar klukkan tilkynnir áraskiptin, borða Spánverjar eina vínþrúgu fyrir hvert högg og óska sér uin leið fjölda óska, sem Jreir vona að rætist á nýja árinu. í Frakldandi má sjá hinar fegurstu jóla- jötur. Þær geta verið fullkomin, lítil lista- verk og í Provence eru þær sérstaklega listrænar, með litlum myndum, santons, úr brenndum leir. í París streymir fólk til miðnæturmessu í Madileinkirkjuna og Notre Dame, þar sem heimsins fegurstu jólajötur eru um- vafðar lifaudi blómum. Hinir gömlu gre- goriönsku víxlsöngvar hljóma, söfnuður- inn krýpur í djúpri J)ögn og hin þýðingar- mikhi orð jólaboðskparins hljóma frá alt- arinu: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, J)ví yður er í dag frelsari fæddur." Þannig er París líka, jafnvel þótt flestir ferðalangar þekki borgina frá allt annarri ]) 1 i (5. (S/'á næstu síðu) Óskum öllu starfsfólki voru og viðskiptavinum gleðilegra jóla góðs komandi árs, og þökkum ánægjulega samvinnu á árinu, sem er að líða. SKIPASMÍÐASTÖÐIN DRÖFN H.F. BYGGINGARFÉLAGIÐ ÞÓR H.F. Jólatrésfagnaður verkalýðsfélaganna verður haldipn í Góðtemplara- liúsinu föstudaginn 4. janúar og liefst kl. 2 e. li. Sjá nánar í götuauglýsingum. Vcrk«monnofclogid HHf Vcrknkvcnnnfclngid frnmtíðin 3jómnnnnfctn0 Hnfnnrfjnrðar

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.