Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Nýtt námsefni eftir Hörð Zóphaníasson Hafnarfjörður, bærinn minn Saga Hafnarfjarðar fyrir grunnskólanemendur verður tilraunakennd í Setbergsskóla í vetur. Kristbergur í Hafnarborg Þessa dagana stendur yfir sýning á málverkum Kristbergs O. Péturssonar í Hafnarborg. Þar eru sýnd málvert sem Kristbergur hefur unnið að sl. 3 ár, alls 30 verk. Þetta er 6. einkasýing Kristbergs á 11 árum og sú stærsta til þessa. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1985 og stundaði framhaldsnám við Rijksakademie van beeldende kunsten í Amsterdam árin 1985-88. Sýning Kristbergs í Hafnarborg stendur til 13. september og er opin 12:00 til 18:00 nema þriðjudaga. Þá er rétt að geta þess að auk þessa sýnir Kristbergur verk í Nönnukoti við Mjósund. Nú í haust mun nýtt námsefni um Hafnarfjörð verða tilraunakennt í sex bekkjardeildum í Setbergs- skóla. Þetta námsefni hefur Hörður Zóphaníasson fyrrverandi skóla- stjóri Víðistaðaskóla tekið saman. Fjallar það um menn og atburði í Hafnarfirði allt frá því að Hrafna- flóki gaf Hvaleyrinni nafn og til fyrrihluta þessarar aldar. Þarna má t. d. lesa um landnáms- manninn Asbjörn Össurarson, um erlenda kaupmenn og hernað í Hafn- arfirði, um það þegar Becker árið 1736 laldi Hafnarfjörð best til þess fallinn að vera höfuðstað Islands, þegar Matthías Jockumson vildi láta víggirða Hafnarfjörð, um það þegar Hafnfirðingar verða fyrstir íslendinga til að veiða í þorskanet, um þilskipa- útgerð í Hafnarfirði, um Bjarna ridd- ara Sívertsen, um brennisteins-vinnslu í Krýsuvík, um upphaf skólanna í Hafnarfirði, um það að fyrstu rafmagnsljósin á Islandi voru kveikl í Hafnarfirði, um upphaf íslenskrar togaraútgerðar hér í Hafnarfirði, um fyrstu íþróttafélögin í Hafnarfirði, um upphaf verkalýðshreyfingarinnar í Hafnarfirði, um "Hafnarfjarðarjarl- ana" og Bæjarútgerðina, svo að eitt- hvað sé nefnt. Námsefnið er 103 blaðsíður í stærð- inni A 4, fjölritað, ber heitið: Hafnar- fjörður, bœrinn minn og er í möpp- um, sem nemendur fá í hendur. Það verður tilraunakennt í Setbergsskóla í vetur eins og áður er sagt, í 7., 8. og 9. bekkjum. Þar munu kennarar leggja mat sitt á námsefnið og kom með ábendingar um ýmislegt, sem þeim sýnist að betur rnegi fara fara, kannski fella einhverja kafla niður eða bæta nýjurn atriðum við. Verður námsefnið síðan endurskoðað með tilliti til þess Hörður Zóphaníasson, fyrrverandi skólastjóri í Víðistaðaskóla. bær, sent kostar útgáfuna og skóla- nefnd Hafnarfjarðar er útgefandinn. Það er ekki að efa það, að hafnfirsk- um grunnskólanemendum á eftir að koma þetta námsefni að góðu gagni og þeir munu vera orðnir margs vísari um bæinn sinn að loknum lestri og annarri umfjöllun urn efnið. Jafnvíst er það, að ýmsir foreldrar og aðrir fullorðnir munu eiga eftir að glugga í þetta námsefni sér til ánægju og fróölciks. Hafnarfjörður bærinn minn er nefnilega líka ágæt lesning fyrir fullorðna, sem munu finna þar margvíslega og skemmtilegan og þá gefið út í betri og vandaðri útgáfu. Það er skólanefnd Hafnarfjarðar, sem stendur fyrir þessari útgáfu fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Hún kaus þrjá menn úr sínum hópi, þá Gísla Gunnlaugsson, Magnús Baldursson og Þór Gunnarsson til þess að vera með í ráðum um samningu og útgáfu námsefnisins. Það er Hafnarfjarðar- fróðleik, sem þeir hafa ánægju af að kynnast, ekkert síður en grunn- skólanemendur í Hafnarfirði. Hér er á ferðinni áhugavert og skemmtilegt verkefni og mun Hafn- arfjöður vera fyrsta sveitarfélagið á Islandi til að láta semja svona náms- efni um sig og sína til notkunar í grunnskólum sínunt. Ekki er ólíklegt að önnur sveitarfélög eigi eftir að feta í þá slóð sem hér er rudd. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar höf- undi, skólanefnd Hafnarfjarðar, bæjarfélaginu og grunnskólanemend- um í Hafnarfirði til hamingju með það spor sem hér er stigið í fræðslu- og skólamálum í Hafnarfirði. Nú sem oftar er Hafnarfjörður skrefi á undan öðrum sveitarfélögum. Setbergskóli til sýnis Nýr áfangi við Setbergsskóla verðnr formlega tekinn í notkun föstudaginn 3. september. Skólinn verður síðan opin almenningi til sýnis laugardaginn 4. september frá kl. 10:00 til 16:00. Hafnfirðingar verið velkomnir Skólafulltrúinn í Hafnarfirði Minnihlutinn í hár saman rétt eina ferðina enn Nú þegar næstu bæjarstjórnar- kosningar f'ara að nálgast má búast við að leikurinn æsist í bæjarmálapólitíkinni. Deilur í bæjarstjórn liafa þó að mestu staði á milli minnihlutaflokkanna eða innan þeirra. Rétt eina ferðina enn er minnihlutinn kominn í hár saman og nú vegna sanininga- gerðar við Hagvirki/Klett vegna skolpútrása. Fyrir tæpu ári síðan var samþykkt í bæjarstjórn að leita tilboðs hjá Hag- virki/Kletti í hönnun og framkvæmd verksins. Það hefur nú borist l'yrir allnokkru og þykir það afar hagstætt hvað verð snertir. Hins vegar er el'tir að láta á það reyna hvort samningar takist. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins hefur barist hart gegn því að samið sé við Hagvirki en Sjálfstæðisflokk- urinn er splundraður í málinu. Hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýð- ubandalags verið iðnir við að bóka um máliö. Það kom hins vegar mjög á óvart þegar einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Þorgils Óttar Mathiesen, sendi bæjarráði bréf og óskaði að það yrði bókað að hann væri andvígur fyrirhuguðum samningum við Hagvirki/Klett. Bréfið var að sjálfsögðu tekið fyrir en ekki þótti viðeigandi að rnenn út í bæ gætu sent bókanir inn á fundi bæjarráðs, enda þær ætlaðar þeinr sem þá fundi sitja. Auk þess samþykkti Þorgils Óttar fullt umboð til bæjarráðs að algreiða mál í hans umboði á meðan bæjarstjórn væri í fríi. Hins vegar getur Þorgils lekið málið upp í bæjarstjórn sem kemur saman í næstu viku. Málatilbúnaður sjálfstæðismanna bcr allur keim af komandi átökum í Sjálfstæðisflokknum um skipan lista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar frekar en umhyggja fyrir útrásunum og umhverfisvernd. Þorgils gerir í því að ver á móti Hagvirkisforstjór- anum og flokksbróður, Jóhanni G. Bergþórssyni, við hvert tækifæri. Þorgils Óttar sækir fast á um að verða lciðtogi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði með ættmenni sín á bak við sig en Jólutnn Itefur líst því opinberleg yfir að hann muni ekki láta henda sér úr leiðtogsætinu eins og hverri annari dulu. Það verður því fróðlegt að sjá hverja stefnu mál taka þegar bæjar- stjórn kemur aftur saman í næstu viku, eftir sumarleyfi. Marta Jóhanna STUDIO-DANS SDanskennsla! Stúdíó-Dans er nýr dansskóli í Hafnarfirði sem starfræktur er í félagsheimili Hauka v/Flatahraun Kenndir verða: MAMBÓ SUÐURAMERISKIR- STANDARD GÖMLU DANSARNIR ROKK - TJÚTT- BOGGIE - SWING OG LÍFLEGIR BARNADANSAR Allt eru þetta hressir, rómantískir, kraftmiklir og skemtilegir dansar fyrir alla aldurshópa og einnig sérlega góð afþreying. ÁTHUGIÐ ! Lokaðir hópar fyrir t.d saumaklúbba og félagasamtök. Komum og kennum í sölum starfsmannafélaga ef óskað er. Inntitun frá 1.-12. september í símum: 653552 og 677664 frá kl. 16:30 - 21:00 .alla virka daga en laugar- og sunnudaga frá kl. 13:00 -16:00 Kennsla hefst þriðjudaginn 14. september Kennsluönnin er 12 vikur - kennt verður einu sinni í viku Vonumst til að fá ykkur með í fjörið! Jóhanna og Marta Danskennarar. FID

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.