Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 8
ÚT OG SUÐUR Valdabarátta sjálfstæðismanna Það einsdæmi kom upp á fundi bæjarráðs að einn af bæjarfullrúum Sjálfstæðisflokksins, Þorgils Otlar Mathiesen, sem ekki situr í bæjarráði, né sat sem varamaður, óskaði bréflega eftir að koma bókun á framfæri í bæjar-ráði. Var það í sambandi við samninga bæjarins við HagvirkilKlett um útrásir skolplagna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Ellert Borgar Þorvalds-son og Hjördís Guðhjartsdóttir, höfðu samþykkt í bæjarráði að leitað yrði samninga við Hagvirki/Klett cnda hafði bæjarráð fullt umboð bæjarstjórnar til að ganga frá þessum málum og með samþykki Þorgils Ottars. En eins og kunnugt er þá vinnur Þorgils Ottar gegn félaga sínum, Jóhanni G. Bergþórs-syni, á öllum vígstöðvum og vill hrekja hann úr forystuhlutverki sjálfstæðis-manna í bænum og taka við því hlutverki sjálfur. Sjá nánar af undarlegu bréft Þorgils Óttars á bls. 3. Nýr danskóli Nýr dansskóli er að hefja starfsemi sína í Hafnarfirði og verður til húsa í félagsheimili Hauka við Flatahraun. Það eru stúlkumar á myndtiirii hér að ofan, þær Marta G. Omarsdóttir og Jóhanna Sigurjónsdóttir danskennara sem standa fyrir skólanum. Hann heitir Stúdió-Dans. Þær segja að skólinn sé fyrir alla aldurshópa eða 3ja ára óg upp úr. Þá mun skólinn bjóða upp á dansnámskeiði fyrir fyrirtæki, félagasamtök eða aðra hópa. Þær Marta og Jóhanna kváðust bjartsýnar á að Hafnfirðingar tækju þessum skóla vel enda væri dansinn bæðið skemmtilegt iðja og heilbrigð. Þá er bara að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í dansinn. Burt með Jóa Begg Valdabaráttan í Sjálfstæðisflokknum hefur tekið á sig hina undarlegustu myndir. Þannig lýsir formaður kosningaundirbúningsnefndar Sjálf- stæðisflokksins hér í bæ því yfir í DV að Jóhann Gunnar Bergþórsson sé ekki æskilegur frambjóðandi flokksins og reynt hafi verið að fá hann til að hætta í pólitík. Þessir stalínisku tilburðir eru fáheyrðir enda getur það vart verið í verkahring þeirra sem eiga að skipuleggja framboðsmál sjálf'stæðis- manna að segja til um hverjir séu hæfir til framboðs og hverjir ekki. Jóhann Gunnar lýsti því yfir af þessu tilefni að hann væri alls óræddur við að fara í prófkjör á vegum flokksins. Nú velta menn því fyrir sér hvort flokkseig- endaklíkan í kringum Mathiesenana sé svo hrædd við Jóa Begg að Sjálf- stæðisflokkurinn hverfi frá prófkjöri fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Eins og álfar út úr hól Einn ágætur ferðafrömuður átt vart orð til að lýsa undrun sinni yfir því hversu blaðamenn sóttu vel kynningarfund um álfabyggð í Hafnarfirði. „Það þykir býsna gott almennt ef einn og einn blaðamaður slæðist á svona kynningarfundi. Hér er verið að kynna það sem enginn sér en samt mæta allir fjölmiðlar með myndatökumenn sína", sagði umræddur ferðafrömuður. „Það mætti halda að fjölmiðlafólk væri eins og álfar út úr ✓ Brú yfir Asbraut Þessa dagana er unnið á fullu við að gera göng undir Reykjanesbrautina eða brú yfir Ásbrautina. Með því fæst örugg tenging við Hauksvæði að Ásvöll-um svo og þá framtíðarbyggð sem þar mun rísa í framtíðinni. í fréttum í sjónvarpi um daginn var látið í veðri vaka að þessi framkvæmd tengdist sérstöku atvinnueflingarátaki ríkisstjórnarinnar í vegagerð, en svo er þó ekki. Það er bærinn sem greiðir fyrir framkvæmdirnar en fær þær síðan endurgreiddar þegar fram líða stundir. Heldur hefur gengið erfiðlega að fá Vegagerðina til að skilja það að Reykjanesbrautin er stórhættulegur innanbæjarvegur, þótt þjóðvegur í þéttbýli sé. Búin yfir Ásbraut mun auka mikið öryggi allra þeirra sem eiga leið upp á Ásvelli. Ritstjórn - auglýsingar Sími: 50499 Ve5 víkur sér undan ábyrgö Um daginn byrtist auglýsing þar semHafnarfjarðarhær lýsti því yfir að ógreidd væru gatnagerðargjöld að hluta til eða ígildi þeirra í Setbergshlíð. Upphaflegir verktak- ar í Setbergshlíð voru SH-verktak- ar sem nú eru gjaldþrota. Áður hafði liins vegar Veð hf. keypt mikið af eignum SH-verktaka í Setbergshlíð og yfirtekið kaup- samninga. Inn í þeim kaupsamn- ingi var öll gatnagerð á svæðinu og frágangur. Nú bregður svo við að Veð hf. kveðst engar skyldur hafa gagnvart Ijúkningu gatnagerðar og annars frágangs á svæðinu. Hins vegar er Ijóst að þeir voru búnir að að kaupa þessar framkvæmdir, sem SH- verktakar luku að vísu aldrei við cn greiðslur frá Veði hf. átlu að koma eftir frantvindu verksins. Veð hf. hefur gert þá kröfu á hendur bænum að hann Ijúki gatnagerð á svæðinu fyrir eigin reikning. Það gerir Veð hf. þrátt fyrir að það hafi áður verið tilbúið að borga fyrir umræddar framkvæmdir til SH-verktaka. Fólk sent þegar hcfur keypt í Setbergshlíð hefur greitt fyrir gatna- gerð og annan frágang en Veð hf. hefur yfirtekið marga kaupsamninga og eru því að fá greitt m.a. fyrir gatnagerð. Bæjaryfirvöld munu hins vegar vera á því að Veð hf. sé alfarið ábyrgt fyrir Ijúkningu gatna og öðrum frágangi á svæðinu. Bæjarlögmaður segir að enn sé ekki búið að ákveða hvernig tekið verði á málinu en Ijóst sé að réttastaða almennings sem keypt hefur íbúðir á svæðinu og svo Veð hl'. sé tvennt ólíkt. M.a. hafði þrír af stjórnar- mönnum Veðs hf. selið áður í stjórn SH-verktaka . Hins vegar væri stefnt að því að fá botn í málið sem allra fyrst en það myndi skýrast á næstu dögum. Sundhöll Hafnarfjarðar 50 ára Nú eru liðin 50 ár Irá því að Sundhöll Hafnarfjarðar var byggð. Afmælinu var fagnað sl. sunnudag en hér má sjá starfsfólk Sundhallarinnar ásamt íþróttafulltrú við það tækifæri. Þú tekur virkan þáti í að hanna þitt eldhús -þín hugmynd -þinn smekkur -þitt verö eö fullkominni teiknitöluu hönntnn viö, í samstarfi viöþig, þitt draumaeldhiis. | Þú mcctir meö grunnmálin af eldhúsinu og í sameiningu rööum viö sainan margvíslegum einingum, samkvæmt þínu höföi og okkar sérfræöi- þekkingu. Viö vinnum meöþérþar tilþú hefur fetigiö þaö sem þú vilt. fóafife Dt£ BÆJARHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI - SlMI 651499 Hagstæö verö - góö grciöslukjör - stuttur afbendingartimL VISA/EURO raögreiöslur til allt aö 18 mánaöa. SoluaÁilar: HyRRin>{arl)úsiÁ/Akrancsi, HI6msturvcllir/Hclli.s.sandi, Húsgagnaloftið/ísafirfti, Bynor/Akurcyri, Kaupfélag Þingcyinga/Húsavík, Brimncs/Vcstm.cyjum, Málmcy/Grindavík

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.