Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Blaðsíða 15
Fjallkonutíðindi.
13
Gefinn verður ennfremur út afaródýr flokkur
bóka og verður fyrst:
ii. Alþýdutímaritið
Vanadís
kemur út 1 hefti á mánuði, sem er 4—6 arkir að
stærð og kostar aðeins 25 aura fyrir áskrifendur (50
aura í lausasölu).
Þetta er lang ódjTrasta tímarit sem komið heíir
út á íslenzku og jafnvel þó leitað sé til íleiri þjóða.
Verðið er haft svona afarlágt til þess að allir
geti eignast, jafnvel mikið safn af læsilegu efni, fyrir
sárlítið fé, enda er vonasl eftir að útbreiðslan geti
orðið mikil.
Ritið er sent jafnóðum með póstum gegn póst-
eftirkröfu. En þó að póstkrafan sé ekki d}Tr, þá
verður hún það í þessu tilfelli i samanburði við
hið lága bókarverð. Þessvegna er ætlast til að margir
slái sér saman og láti einn annast áskriftina. lJeg-
ar þannig 20 eintök eða íleiri eru keypt i einu, er
gefinn 20°/o ajsláttar.
Gjörið svo vel að senda pöntun yðar sem fyrst.