Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Blaðsíða 13

Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Blaðsíða 13
Fjallkonutíðindi. 11 miklu stærri og flytur meðal annars fram yíir 4. útgáfu fargjaldstaxta og flutningstaxta Eimskipafél. Islands og ágrip af helztu lögum frá i sumar. Þrátt fyrir þessa stækkun er verðið óbreytt. Bókin er svo ódýr að hún er ekki lengi að borga sig. Sk. Frd Skotlandi eftir JÓN ÞORBERGSSON. 128 bls. í allstóru broti með 12 myndum á sérstökum blöð- um. Verð kr. 1,50. — Bókin er mjög skemtileg og stórum fræðandi og gagnleg fyrir alla landbændur. Full af leiðbeiningum sem miða til arðvænlegra framfara. Hver búandi maður þarf að eiga hana og einnig hver sem vill kynnast frændum vorum á Skotlandi, því að þó að hún ræði aðallega um land- búnað, er þar mjög skýr lýsing á Skotum heima fyrir. í vetur koma út meðal annars þessar bækur: 7. Saga Islands eftir JÓN docent JÓNSSON. Stórt rit og vandað, sem allir góðir Islendingar þurfa að eignast. Svo sem áður er auglýst kemur ritið út á 2’/2—3 árum, og kostar um 6 kr., það sem kemur út hvert árið. 8. Grœnlandsför eftir vigfús sigurðsson GRÆNLANDSFARA. Frásögnin er afarskemlileg og mjög fróðleg. Margt ber við á svo einkennilegri för, og sérlega vel er sagt frá. í bókinni verður mikið af myndum, svo og landsuppdrættir. Ættu menn ekki að sitja sig úr færi að eignast hana. Kemur út í heftum á 75 aura. 9. Bragðamágusarsaga. Hún er upphaf á Ridd- arasagnaílokki er haldið verður áfram að gefa út. Verður bver hin stærri saga sjálfstæð bók. Saga þessi er — svo sem kunnugt er — ein hin ágætasta riddarasaga og vel á borð við góðar nútíma skáld- sögur. Verð 2,25.

x

Fjallkonutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonutíðindi
https://timarit.is/publication/417

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.