Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Blaðsíða 17
Fjallkonutíðindi.
15
Saga Islands.
Saga íslands sú hin mikla, sem Jón sagnfræðingur
og docent Jónsson er nú að semja, getur ekki komið
eins íljótt út og ætlað var i fyrstu. Veldur því að höf-
undurinn gat ekki, sökum afarmikilla anna, lokið að
hreinskrifa handritið til bókarinnar (upphaf hennar)
áður en háskólinn byrjaði nú i haust. Reynt verður
þó, að láta útgáfuna byrja fyrir nýár.
Drátturinn ætti að geta orðið mörgum til góðs, en
fyrst og fremst þeim, sem voru orðnir of seinir til þess
að skrifa sig á ritið og fá nú á ný tækifæri til að geta
eignast þessa ágætu bók.
Áskriftarfresturinn er því hjer með lengdur til 5.
desember þ. á., og fá allir, sem þá hafa komið áskrift
sinni til útgefanda, öll áskrifendahlunnindi.
Af því að útgáfukostnaður er svo mikill, verður
ekki lagt upp nema rúmlega handa áskrifendum og þau
fáu eintök sem framyfir verða, verða þá seld með upp-
settu verði.
Bókin ætti að vera á hverju heimili á Islandi. Viljið
pjer sluðla að pví að svo geíi orðið?
Fyrir hvern nýan áskrifanda*) sem þjer útvegið
auk yðar, og tilkynnið fyrir 5. des. þ. á., fáið þjer í
ómakslaun hálfa aðra krónu, eftir egin vali i þeim bók-
nm sem auglýstar eru hjer í blaðinu, og þegar eru
komnar út, og eru þær sendar yður að kostnaðarlausu.
Það athugast, að ef þjer veljið áskriftarrit, gerist þjer
um leið áskrifandi að framhaldi þess rits.
Minnist þess, að það er þjóðarsómi, jafnvel þjóðar-
heill, að saga landsins sje sem útbreyddust.
Með kærri kveðju
Fj allkon u útgáfan.
*) Fult nafn (stjett) heimili og póststöö parf að tilgreina.