Morgunblaðið - 06.01.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 06.01.1962, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. jan. 1962 Síldveföiskipstjórar álykta: KEYPT VERÐINÝTT SÍLDARLEITARSKIP Jakob Jakobsson verði yfir- maður allrar síldarleitar NA /5 hnútar / S/50hnútor X Snjókoma » ÚSi 7 Sftúrir K Þrumur W/,'Z, KuUoakit v' HitoskH H Hmt LLÍsiL Þriðjudaginn 2. janúar komu 30 síldveiðiskipstjórar úr Bvík., Hafnarfirði, Keflavík og Suður- nesjum saman til fundar í Rvik., en skipstjóramir em allir með- limir Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. Á fundinum var rætt um síldarleit og síldar- rannsóknir, og gerðar þar um ályktanir. Fundurinn skoraði m. a. á viðkomandi ráðuneyti að enginn maður annar en Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, verði ráðinn síldarleitar- og Ieiðang- ursstjóri og heyri öll sildarleit á sjó og úr lofti undir hans stjórn, og að keypt verði 250 lesta síldarleitarskip. í greinargerg og tillögum um síldarleit, segir m.a. svo að síld- arleit Ægis hafi frá upphafi kom- ið að miklu gagni eftir að veiði- tækni breyttist, Hafi Ægir og Fanney á hverju sumri visað flotanum á mikla síld og komið í veg fyrir að flotinn eyddi löng- um tím.a og mikilli olíu á sílldar- s r.uðum svæðum. Gagnsemi síldarleitar á sjó sé því óumdeil- anleg. Síðan segir svo: „Þax eð síldrveiðar íslendinga fara nú ört vaxandi, verður þörf- in á aukinni síldarleit æ brýnni, og verður ekki hjá því komizt að hugleiða eftirfarandi staðreynd- ir: 1. Sumarsíldveiðamar fara nú fram úti fyrir öllu N.- og A.-landi allt að 100 sjm. til hafs, þannig að mjög erfitt er að skipuleggja síldarleit með aðeins tveimur síldar- leitarskipum. 2. Síldarleitin sunnanlands er m.a. framkvæmd um hávetur, oft við erfið veðurskilyrði, enda eru síldiveiðar stundaðar nú í miklu verra veðri en áður. Við sliikar aðsitæður er mjög erfitt að stunda síldarleit á Flóknar umræður hjá EEC París, 5. jan. 1RÁÐHERRANEFND Efnahagsi 'bandalags Evrópu (EEC) vary :i dag önnum kafin við að( j f jalla um ýmis tæknileg atriðik >sem afgreiða þarf, áður en j ) unnt er að leggja grundvöll- j inn að sameiginlegri stefnu að- ] ildarlandanna í landbúnaðar-1 , málum, sem eru nú helzti á-£ i steytingarsteinninn innan' l bandalagsins. — • — Það var einkum meðferðí ) ávaxta og grænmetis, sem nú' tvar fjallað um — og snerustíj * umræðumar æ meir um tækni) 1 leg framkvæmdaatriði, svo aðj ' utanríkisráðherrunum, sem/ sitja fundina, þótti brátt nógy ium. Yfirgáfu nokkrir þeirra( j fundarsalinn með þeim um-lt imælum, að eiginlega botnuðu( ) þeir ekkert í málinu. — Þetta^ rfátum við sérfræðingana um( )að sinná, sagði t. d. franski: I utanríkisráðherrann við blaða( ) fflenn, er hann kom út af' * morgunfundinum. v/s Fanney, sem varla nær meðalstærð síldveiðiskipanna. 3. Síldarleitartæki Ægis, er á sinum tírna (1953) voru hin fullkomnustu, standast nú ekki samaniburð við þau tæki, er keppinautar okkar Norð- menn beita við síldarleit. Með tilliti til þessa leyfum við okkur að bera fram eftirfarandi tillögur: 1. Keypt verði ca. 250 lesta skip, t.d. eitt af hinum svoikölluðu austur-þýzku togskipum, það síðan útbúið góðum síldarleit- artækjum og afhent Fiski- deild Atvinnudeildar Háskól- ans, er reki það ásamt v/s Fanney til síldarleitar. Hugs- anlegt er, að annað þessara Skipa sé ekki allt bundið við sitt aðalverkefni, og er Fiski- deildinni þá að sjálfsögðu heimilt að nota þau við önn- ur skyld störf, t.d. hagnýtar síldarrannsóknir, enda sé starfsskrá skipanna birt ár- leg.a fyrirfram og eigi síðar en í nóvember. 2. Þar sem slík leitarskip getur engan veginn kömið í stað fullkomins rannséknarskips, þá sé samhliða þessu unnið að því með öllum tilteekum ráð- um að hafin verði nú þegar smíði nýs hafrannsóknarskips, er útbúið verði eigi lakari tækjum en rannsóknarskip keppinauta okkar, Norð- manna. 3. Síldarleitin úr lofti verði eins og síldarleitin á sjó und- ir stjórn leiðangursstjórans á rannsóknarskipinu, enda sé tryggt, að það skip geti verið óslitið á miðunum yíir sum- arvertíðina.** Þá skoruðu skipstjórarnir á viðkomandi ráðuneyti að hlutast verði til um að í sumar verði byggður viti á Geirfugladrang vegna stóraukinna siglinga skipa um þetta hættulega svæði. Allar framangreindar álytotan- ir voru samþykktar samlhjóða. Jólatónleikar í Kristskirkju KVENNAKÓR slysavarnafélags- ins og Karlakór Keflavíkur halda jólatónleiká í Kristkirkju nk. sunnudag kl. 5 e.h. og er aðgang- ur ókeypis Og öllum heimili. Stjórnandi kóranna er Herbert Hriberschek, einleikari á orgel dr. Páll ísólfsson og einsöngvarar Snæbjörg Snæbjarnar, Eygló Viktorsdóttir og Sverrir Olsen. Flutt verða andleg lög og jólalög. Kóramir héldu jólatónleika í Keflavíkurkirkju á öðrum degi jóla Tónleikarnir í Kristskirkiu verða ekki cndurteknir. Leiðrétting 1 FRÉTT blaðsins í gær um fyrsta fund borgarstjórnar Reykjavikur var svo skýrt frá efni hinna nýju sveitarstjómar- laga, sem sett voru á síðasta þingi, að þar væri kveðið svo á, að stjómir kaupstaða. er hefðu yfir 50 þúsund íbúa, skyldu nefnast borgarstjórnir. Þetta er ekki alls kostar rétt, þar sem svo er kveðið á í lögunum að aðeins stjóm Reykjavíkurborg- ax skuli nefnast borgarstjórn. í GÆR kL 11 var grunn lægð skammt norður af Vestmanna eyjum á hreyfingu suðaustur. í Vestmannaeyjum voru vest- an 3 vindstig, en komin norð- anátt um nær allt land með snjókomu eða éljum norðan- lands en björtu veðri syðra. Djúp lægð, um 960 MB. nær 1800 km suðvestur í hafi hreyfist norðaustur og mun hafa áhrif á veðrið suðvestan- lands nú með morgninum. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: Hægvirði og léttskýjað fyrst, vaxandi austan og SA átt síð- ari hluta nætur. Allhvasst en hvasst á miðunum og rigning fyrir hádegL Breiðafjörður Og miðin: Hæg virði og bjart í nótt en vax- andi austan átt með morgnin- um, allhvass og rigning eða slydda síðdegis. Vestfirðir og miðin: Hæg- virði og skýjað fyrst, vaxandi austan og NA í fyrramálið, hvasst og snjókoma síðdegis. Norðurland og miðin: Hæg- 1 virði og skýjað fyrst, vaxandi austan átt síðdegis. Allhvasst en hvasst á miðunum og dá- lítil snjókoma með kvöldinu. Austfirðir, SA-land og mið- in: Hægvirði og léttskýjað fyrst, vaxandi austan og SA átt undir hádegi, allhvasst og slydda en síðar rigning síðd. Bólusóttin í Dtisseldorf: Msklar varúöarráö- stafanr í borginni Dússeldorf, V-Þýzkalandi, 5. jan. Heilbrigðisyfirvöldin í Dússel- dorf gáfu í dag fyrirskipun um, að 200 manns skyldu sett- ir í stranga sóttkví í sjúkrahús- um til þess að reyna að koma í veg fyrir, að bólusóttin í borg- inni breiðist út. Slökkviliðs- menn flytja fólk, sem haft hef- ur samband við verkfræðinginn, er flutti sjúkdóminn frá Afríku, til sjúkrahúsanna — og þá, sem neita að fara í sóttkvína, nsá handtaka, samkvæmt neyð- arreglum, sem settar hafa verið af borgaryfirvöldunum. ig Hefur hann smitað víðar? Starfsmaður við heilsuvernd arstöðina í Dússeldorf sagði í dag, að verkfræðingurinn, Wolf- gang Jacobs, hafi heimsótt ýms- ar yestur-þýzkar borgir eftir að hann kom frá Afríku, en áður en honum var kunnugt um, að þann var sýktur af bólusótt. — Jacabs starfar hjá námufélagi nokkru í Dússeldorf — og hef- I ur verið skorað á alla starfs- menn þess að láta bólusetja sig Iþegar í stað. — Þá var í dag lokað bamaleikvelli, sem er rétt við heimili Jacobs — og borgarstjórnin hélt aukafund til þess að ræða, hvort framlengja skuli jólaleyfi í skólum borgar- innar. Alþjóða-heilbrigðismálastofn unin (WHO) lýsti því yfir í dag, að Dússeldorf væri „bólu- smitað svæði“ — en það þýðir m.a. það, að allir, sem þaðan koma til útlanda verða að sýna vottorð um, að þeir séu bólu- settir við veikinni. Geti menn það ekki, er heimilt að vísa þeim heim til föðurhúsanna um hæl. — — Fyrsta fisksala Frh. af bls. 1.' magn af fiski með lægri tolli. Mundu þá íslendingar jafnt sem aðrir njóta þar góðs af svo lengi sem tiltekinn kvóti end- ist. Hinsvegar hefur oft verið bent á það, að mjög ólíklegt er, að slíkir tollkvótar yrðu leyfðir eftir að fiskveiðiþjóðir eins og Norðmenn og Danir væru komnir í bandalagið. Auk þess er algerlega óvíst hvort slíkur tollkvóti verður settur. Heimdellingar Leshringir hefjast í næstu viku. Efnahagsmál á mánudag. Félagar hafið samband við skrifstofu félagsins og kynn.ið ykkur hina fjölbreyttu les- hringa starfsemi félagsins. Nýir félagar Lítið inn í húsakynni félags- ins í Valhöll og kynnið ykkur og takið þátt í félagsstarfsem- inni. Sjálfboðavinna Á skrifstofunni í Vaíhöll (Sími 17102) er stöðugt unn- ið að málefnum er krefjast mikillar vinnu. Aðstoð gam- allra sem nýrri félaga, stúlkna sem pilta er vel þegin. — Friðarhjal Frh. af bls. 1. einbeittni við að verja rétt sinn. — í ályktuninni er mikið fjallað um heimsmálin — og segir m. a. í því sambandi, að utanríkis- stefna Indlands grundvallist á „virðingu fyrir fullveldi annarra þjóða á eindreginni ákvörðun um að halda fast við eigið sjálf- Stæði og gera nýlendustefnuna útlæga í eitt skipti fyrir öll — og á þeirri meginreglu, að leysa stouli alþjóðlegar dei'lur með samningum". Rauða-Kína og Pakistan eru gagnrýnd fyrir að hafa með ólöglegum hætti lagt undir sig indversk landsvæði — en jafnframt er stjórnin beðin að leita friðsamlegrar lausnar á þeim deilumálum, eins og fyrr segir. ýf Nehrú kvartaði 1 Nehrú forsætisr áðherra flutti — Indónesar Frh. af bls. 1. sano, sagði í dag, að ríkisstjórn- in hefði ekki séð neina ástæðu til að breyta afstöðu sinni i Guineu-deilunni. — Indónesar myndu því aðeins ganga til samninga við Hollendinga, ef þeir féllust á, að viðræðurnar fjölluðu um það eitt, með hverjum hætti skipta skuli um stjórn á Vestur-Irian. Fyrst yrði að komast á „gagnkvæmur skilningur og fást trygging af hálfu Hollands“ varðandi þetta atriði, áður en viðræður gætu hafizt. — Þegar Barsano var spurður, á hverju Indónesar byggðu kröfu sína til yfirráða á vesturhluta Nýju-Guineu, svar aði hann aðeins: „Að okkar skilningi hefur Indónesíustjórn haft yfirráðarétt yfir allri Indó- nesíu — þar á meðal Vestur- Irian — allt frá þeim degi, er Indónesía fékk sjálfstæði“. ig Almenningur sama sinnis Þetta virðist vera sjónar- mið flestra Indónesíumanna — og varðandi spurninguna um vilja Papúanna, ibúa Guineu, halda þeir því blákalt fram, að ekki muni líða á löngu, þegar landið sé á annað borð komið undir stjórn Indónesíu, imz þeir verði orðnir trúir þegnar ríkis- ins. Telja menn yfirleitt, að ekki þyrfti meira en fimm til tíu ár til þess að sætta Papú- ana fyllilega við breytinguna — og treysta margir fyrst og fremst á persónuleg áhrif Su- kamos forseta í þessum efnum. it Talað um uppreisn gegn Hollendingum Serdiherra lndónesíu í Pakistan sagði í dag, að búast mætti við almennri uppreisn gegn Hollend- ingum á Guineu, ef Indónesar gerðu innrás — Papúarnir eru á okkar bandi, sagði hann. Sen.di- herrann hélt því fram, að Hol- lendingar hafi nú dregið saman 10 þúsund manna lið, vopnað bandarískum vopnum, á vestur- hluta Nýju Guinieu. — Einn af leiðtogum Papúa, Dimara, hvatti í dag til allsherjar-uppreisnar gegn Hollendingum. Dimara þessi er um þessar mundir í heimsókn á Celebes, ásamt Sukarno Indó- nesíuforseta. í fréttum frá New York er það haft eftir „traustum heim- ildum“ í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, að framkvæmdastjór- inn, U Thant, haldi ótrauður áfram tilraunum til þess að fá Hollendinga og Indónesa til að setjast að samningum um deilu- málin. Sömu heimildir vilja ekki staðfesta þá fregn eins blaðs í New York, að U Thant hallist að því að koma á fundi þeirra Sukarnos forseta og Jean de Quay forsætisráðherra Hollands — heldur er því haldið fram, að framkvæmdastjórinn reyni, a. m. k. til að byrja með, að koma á viðræðum með lægra settum embættismönnum ríkisstjórnar- anna. langa ræðu og talaði mest um „nýlendustyrjöldina gegn Portú- gal“ sem hann kvað hafa verið réttmæta á allan hátt. Mikið fagnaðaróp kvað við þegar hann sagði, að Indverjar hefðu haft fullan rétt til þess að „sameina aftur móðurlandinu landsvseði og fólk_ sem eru okkar“. — Nehrú kvartaði mjög undan þeirri gagn- rýni, sem Indverjar hefðu orðið fyrir vegna hernáms portúgölsku nýlendnanna — ekki sízt í Bret- landi og Bandaríkjunum. Hann spurði, hvers vegna Bretar og Bandaríkjamenn væru svo reiðir — og svaraði sjálfum sér: „Þeir kæra sig ekki um breytingar í heiminum — og allra sízt snögg- ar breytingar. Þeir vilja etoki að Asía og Afríka sæki fram og þróist.“ Nehrú tók undir það, að leita bæri friðsamlegrar lausnar á landamæraþrætunum við Kina og Pakistan, enda væri sú af- staða Indverja óbreytt, að þannig bæri að leysa deilur — en ekki með vopnavaldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.