Morgunblaðið - 06.01.1962, Side 3

Morgunblaðið - 06.01.1962, Side 3
taugardairur 6. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 MBNN Landhelgisgæzlunnar þurfa að hljóta margvíslega þjálfun, til þess að geta brugð izt rétt við hverjum vanda, sem að höndum kann að bera. Eins og alþjóð veit, reynir oft á, að þeir þurfa að gæta rétt inda íslands við erfiðar kring umstæður, og því ríður á, að þjálfun þeirra sé góð og al- hliða. Nýlega er lokið námskeiði, sem 7 landhelgisgæzlumenn tóku þátt í, og haldið var á vegum lögreglunnar í Rvik. Landhelgisgæzlumennirnir sjö á æfingu. Frá vinstri: Bjarni llelgason, Helgi Hallvarðsson, Benedikt Guðmundsson, Róbert Dan Jensson, Höskuldur Skarphéðinsson, Hrafnkell Guðjóns son og Sigurjón Hannesson. Til hliðar stendur þjálfarinn, Sigurður M. Þorsteinsson, lögr.þj. Þjálfun landhelg- isgæzlumanna Þjálfarinn, Sigurður M. Þorst einsson, athugar árangur skot- mannanna við markskííurnar. — Frá vinstri sjást Benedikt, Höskuldur og Sigurjón. Æfingarnar fóru fram í og við skála lögreglumanna á Suður- nesi, yztu tá Seltjarnarness. Námjskeiðinu stjórnaði Siguið ur M. Þorsteinsson, lögreglu- þjónn. Varðskipsmennirnir vom þjálfaðir í leikfimi og gönguæfingum. f>á var þeim kennt að stjórna liði, bæði til sóknar og varnar, og að beita kylfum. Einnig lærðu þeir með ferð skotvopna og voru æfðir í að skjóta bæði af rifflum og skammbyssum. Hér á síðunni eru nokkrar myndir frá æfingunum. Landhelgisgæzlumennirnir æfa hnakkalyftingar. Fremst lyft- ir Benedikt Bjarna og aftar lyftir Hrafnkell Róberti. SílJarbátarnir AKRANESI 5. des. — Vélbátur- inn Ólafur Magnússon er búinn að láta beita línuna. Hér var for- áttubriim í morgun, svo að vél- bóturinn Ver komst ekki út úr Lambhúsasundi því að brim- garðurinn lokaði sundinu. Síð- degis hefur gert blíðuveður og kl. 7.30 voru átta hringnótabátar farnir út á veiðar. Sennilega fara fieiri. — Oddur. Skemmtun á Akranesi AKRANESI 5. des. — Kl. 3 síð- degis í dag var skemmtun haldin í Bíóhöllinni til ágóða fyxir hús- byggingarsjóð Dagheimilis Akur inesinga. Til skemmtunar var kvikmyndasýning, dans o. fl. Svo iéku fjórir drengir úr barna- hljómsveitinni prýðilega á lúðra, bræðurnir Björgvin og Birgir Guðmrmdssynir, Atli Guðmunds- son og Karl Sighvatsson. For- maður dagheimilisstjórnar er Ey- gló GamalíeLsdóttir. — Oddur. Hér eru fjórir varðskipsmanna að æfa sig í að sjóta í mark með skammbyssu. Næstur er Helgi Hallvarðsson, þá Hrafnkell Guðjónsson, Bjarni Helgason og Róbert Dan Jensson. Til hliðar Sig. M. Þorsteinsson. Skipanirnar, sem hann gaf þeim, voru i þessari röð: Byssu opn- ið! Byssu hlaðið! Byssu lokið! Takið ykkur stöðu! Byssu fram! Dragið upp! Skjótið! STAKSTEIIMAR Eysteinn í sjálfheldunni Frá því hefur oft verið skýrt af sjálfum þátttakendum í vinstri stjórninni sálugu, að Framsókn- armenn hafi á síöustu ævidögum hennar haft þar uppi tillögur um nýja gengisskráningu, hækkun vaxta og fleiri ráðstafanir til sköp unar jafnvægis í íslenzkum efna- hagsmáluni, eftir það öngþveiti, sem stjórnin hafði leitt yfir þjóð- ina. Þegar Framsóknarflokkur- inn fór í stjórn- arandstöðu, varð raumin hinsvegar sú, að hann sner- ist af mikilli heift gegn öll- um viðreisnar- ráðstöfunum þeirra ríkis- stjórna, sem við tóku, og þá ekki síður þeim, sem voru nákvæm- lega þær sömu og hann hafði sjálfur ráðgert innan vinstri stjórnarininar. Það má því vissulega segja, að Framsóknarmenn séu nú staddir í hinni verstu sjálfheidu. Þeir hafa snúizt gegn sínum eigin til- lögum og standa uppi gersamlega úrræðalausir og stefnulausir í öll- um helztu vandamálum þjóðar- innar. Móðuharðinda- kenningín Eysteinn Jónsson ritar í gær hugleiðingar í Tímann, þar sem hann svarar áramótagrein og út- varpsávarpi Bjarna Benediksson- ar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Endurtekur hann þar flestar staðhæfingar Tímans um skað- semi viðreisnarinnar. Kemst hann síðan m. a. að orði á þessa leið: „Út úr sjálfheldunni verður að brjótast með því að leysa þau öfi úr læðingi á ný, sem stjórnar- stefnan hefur fært í fjötra, en þau öfi eru fyrst og remst ís- lenzkt einstaklingsframtak og íslenzkt félagsframtak“. Af þessum ummælum verður það auðsætt, að Eysteinn Jónsson rígheldur ennþá í móðuharðinda- kennángu Karls Kristjánssonar. Honum er ókunnugt um það, að íslenzkt atvinnulíf starfar nú með meira fjöri og þrótti en nokkru sinoii fyrr. Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að núver- andi ríkisstjórn hófst handa um óhjákvæmilegar viðreisnarráð- stafanir, kom bjargræðisvegun- um á heilbrigðan grundvöll og hindraði það hrun, sem yfir vofði, þegar vinstri stjórnin hrökklað- ist frá völdum. Frumkvöðull skattráusstefnunnar f fyrrgreindri grein kemst fyrr verandi fjármálaráðherra Fram- sókmaflokksins einnig að oði á þessa leið: „Ríkisvaldinu verður að beita hiklaust og skynsamlega til stuðn ings þeim, sem vilja bjarga sér, þótt þeir hafi ekki fullar hendur fjár, svo sem gert var fullum fetum þangað til hinn „nýi siður“ var innleiddur og slíkur stuðn- ingur fordæmdur". Þetta segir Eysteinn Jómsson, frumkvöðull þeirrar skattráns- stefnu, sem fyrst og fremst hafði það markmið að hindra að ein- staklingarnir eða félagssamtök þeirra gætu komizt í bjargálnir með eðlilegum hætti. Þetta segir maðurinn, sem aldrei hefur séð j annað bjargráð í íslenzkum efna- | hagsmálum, em að leggja á nýja . skatta og tolla, og þyngja út- gjaldabyrði almennings. Þetta segir maðurinn, sem á meiri þátt í því en nokkur annar íslenzkur stjórnmálamaður að lama ein- staklings- og félagsframtak með hóflausri og fyrirhyggjulausri skattrámsstefnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.