Morgunblaðið - 06.01.1962, Page 9
Laugardagur 6. jan. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
9
Sigurður A. Magnússon:
Ivar er mælistikan?
Nokkrar athugasemdir vib greinar
Guðm. G. Hagalins
ÉG VERÐ að játa, að mér þótti
sæmd að því að verða, bæði
beint og óbeint, tilefni þeirra
tveggja greina, sem Guðmundur
G. Hagalín birti hér í blað-
inu fyrir áramótin (29. og 30.
des.), því þar var þannig á mál
um tekið, að til fyrirmyndar er
öllum þeim sem um bókmennt-
ir og önnur menningarmál vilja
fjalla. Þar var rætt um grund-
vallaratriði á hreinskilinn og
málefnalegan hátt, settar fram
skýrar og afdráttarlausar skoð-
anir, og rætt um ýmis skáld-
verk í ljósi þeirra.
Þessar línur eiga hvorki að
vera þakkir fyrir það sem já-
kvætt var um mig sagt í nefnd-
um greinum né andmæli gegn
aðfinnslunum, heldur vildi ég
víkja stuttlega að nokkrum al-
mennum athugasemdum Haga-
líns. Þó vil ég að tveim gefn-
um tilefnum lýsa því yfir í eitt
skipti fyrir öll, að ég tel mig
hvergi hafa „misboðið" íslenzku
máli, hvað þá að ég hafi gert
tilræði við það, með því sem
ég hef birt í bókum. Það kunna
að vera skiptar skoðanir um
smekkvísi mína og listræn tök á
móðurmálinu, og skal ég fúslega
játa ófullkomleik minn í því
efni, en lengra vil ég ekki
ganga í játningum.
Það hefur um langt skeið ver
ið landlægt hér að væna höf-
unda um misþyrmingu á ís-
lenzku máli, og hefur Halldór
Laxness serinilega orðið hvað
óþyrmilegast fyrir barðinu
hálf skólagengnum móðurmálssér
fræðingum, sem í heila tvo ára-
tugi vörðu tii þess tíma sin-
um, þekkingu og brjóstviti að
færa sönnur á algera fákunn-
áttu hans um einföldustu atriði
málbeitingar. Til grundvallar
þessari viðleitni hinna vökulu
útvarða tungunnar liggur kyn-
legt mat á eðli hennar. Kenn-
ingin er í stuttu máli sú, að
íslenzkan sé með öllu steinrunn-
in tunga, menn verði jafnan að
fara eftir fyrirfram gerðum for-
múlum fræðimanna um beitingu
hennar og helzt láta enga setn-
ingu frá sér fara nema fundin
verði fyrirmynd hennar eða
hliðstæða í eldri bókmenntum.
Ég er ekki að verja hér svo-
kallað „skáldaleyfi“, sem er í
rauninni óþörf en almennt við-
urkennd afsökun á ambögum,
hortittum og málleysum, heldur
þá sjálfsögðu skyldu sérhvers
rithöfundar að leggja sinn skerf
til þróunar og nýsköpunar tung-
unnar, þá skyldu að gera hana
sveigjanlegri, blæbrigðaríkari og
yfirgripsmeiri.
Þau orð Einars Benediktsson-
ar, að íslenzkan eigi til orð „um
allt, sem er hugsað á jörðu“,
eru stórkostlegar ýkjur, sprottn-
ar af djúpri ást skáldsins á móð
urmálinu, en þó aldrei nema
þau væru dagsönn, mundi það
í engu rýra það meginverkefni
hvers höfundar að færa út kví-
ar tungunnar, finna henni nýja
farvegi, fá henni persónulegt
svipmót þess sem beitir henni.
Þetta sé ekki skilið svo, að ég
telji mig hafa lagt eitthvað af
mörkum á þessum vettvangi, en
ég vildi gjama mega verða til
þess eins og allir alvarlega hugs
andi skriffinnar, að ég hygg.
Torræðar myndir
í þessu sambandi liggur beint
við að víkja lauslega að þeirri
gagnrýni Guðmundar G. Haga-
líns á yngri ljóðskáldum, að þau
hneigist mjög til að nota tor-
ræðar myndir og framandi tákn
í ljóðum sínum. Þessi gagnrýni
•r réttmæt að því leyti, að það
verður lesandanum að sjálf-
sögðu ævinlega hvimleitt að rek
ast á myndir, tákn eða tilvísan-
ir, sem hann annað tveggja
kannast ekki við eða skilur
ekki. Slíkt hlýtur að reisa vegg
milli skáldsins og lesandans, og
er það mikill skaði, því bækur
eru nú einu sinni skrifaðar
handa lesendum.
Á hitt ber þó einnig að líta,
að þessi vandi er engan veg-
inn nýr í bókmenntunum, þó
hann sé kannski almennari nú
en áður fyrr, og sökin liggur
ekki einungis hjá skáldinu. All-
ar bókmenntir eru að verulegu
leyti mótaðar af því umhverfi
sem höfundarnir hrærast í, af
þeirri menntun sem þeir hafa
hlotið, og af þeim hugmyndum
sem eru efstar á baugi í sam-
tíð þeirra. Hver einstaklingur
hefur sína persónulegu afstöðu
til þessara hluta, skapar sér sirm
eigin hugarheim og sín eigin
tákn úr fyrirbærunum sem á
vegi hans verða. Bátur eða fjall
eða hestur hefur sitt sérstaka
persónulega gildi í mínum huga,
sinn sérkennilega blæ og sína
afmörkuðu merkingu, sem aðr-
ir skilja ekki eða skynja nema
að mjög takmörkuðu leyti.
Reynsla mín af umræddum hlut
um gæðir þá eigindum og til-
finningagildi, sem á sér litla eða
enga samsvörun hjá -öðrum.
Þetta á við um alla menn og
alla hluti.
Nú er ljóst, að hin algengari
fyrirbæri daglega lífsins eiga
sér nokkuð víðtæka samsvörun
í hugum manna og eru því auð-
veldari miðill skáldi, sem vill
tjá hug sinn, en samt er þetta
tímabundið eins og ótal dæmi
sanna. Tökum dæmi Hagalíns
um „langspilið" í kvæði Step-
hans G. Og „flamerco" í ljóði
eftir mig. Hann telur að
„langspilið" sé nærtækara tákn
og okkur íslendingum eðli-
legra, en ég dreg mjög í efa
að það sé minni kynslóð áþreif-
anlegra eða kunnugra en „flam-
enco“ spænsku sígaunanna. Þetta
stafar bæði af því að einangrun
íslendinga er löngu rofin og við'
eigum aðgang að . miklu stærra
forðabúri mynda og samlíkinga
en áður, og eins af hinu að fjöl-
mörg hugtök, tákn og líkingar
í eldri skáldskap okkar eru
ekki lengur annað en „skáld-
skaparmál", þ.e.a.s. eru ekki
lengur þættir í lífi okkar og
reynslu.
Hvor skyldan er ríkari?
Það hefur sennilega verið
vandamál skálda á öllum öld-
um, hvar draga beri mörkin
milli þess sem er „leyfilegt" að
nota til skírskotunar í ljóðum,
af því það er flestum augljóst,
og hins sem „óleyfilegt" er, af
því þaö höfðar til svo fárra.
Spurningin hlýtur ævinlega að
verða þessi: Á skáldið ríkari
skyldur við meira eða minna
takmarkaðan skilning hugsan-
legra lesenda en við þá sýn eða
hugmynd sem það leggur sig
fram um að túlka með þeim
hætti, sem það telur sjálft hafa
mesta og dýpsta merkingu? Um
þetta má auðvitað deila í það
óendanlega, en ég og margir
aðrir hallast að því, að skyld
an við sjálft verkið, hvort sem
um Ijóð eða aðra listsköpun er
að ræða, sé mikilvægari en
skyldan við væntanlegan les-
anda eða áhorfanda, af þeirri
einföldu ástæðu, að heilsteypt
og hnitmiðað verk skilar sér
fyrr eða síðar til þeirra sem það
á erindi við, en tímabundinn
smekkur eða skilningur ein-
hverra óskilgreindra lesenda er
í hæsta máta skeikull áttaviti.
Ég skal ekki fara út í þá
sálma, að hve miklu leyti yngri
ljóðskáld hér á landi eltast við
tízkufyrirbæri eða nota torræð-
ar myndir af fordild einni sam-
an. Það veit sennilega enginn
nema skáldin sjálf. En þó svo
einhver þeirra hafi ekki hrein-
an skjöld að þessu leyti, finnst
mér varhugavert að setja öll hin
torræðu skáld undir einn hatt
og lýsa þau loddara. Mér er vel
ljóst, að Guðmundur G. Haga-
lín hefur ekkert slíkt í huga,
enda dregur hann fram sem
dæmi til fyrirmyndar tvö af
yngri Ijóðskáldum okkar, sem
með köflum eru mjög torræð,
þá Hannes Sigfússon og Matt-
hías Johannessen.
Að því er tekur til framandi
táknmynda er vert að hafa í
huga, að hér er líka spurning
um almenna menntun. Því ein-
skorðaðri sem menntun okkar
er við ákveðin svið, þeim mun
erfiðara verður okkur að njóta
ljóða yfirleitt — því ljóðlistin
er framar öllu „alæta“, hún
er universal og hefur gervallt
mannlífið að viðfangsefni. Guð-
mundur G. Hagalín vitnar til
Cató hins rómverska í annarri
grein sinni, sennilega í þeirri
vissu, að margir af lesendum
hans 'kannist við þennan forna
sérvitring. Hannes Pétursson
yrkir um Kopernikus og Marie
Antoinette, Matthías Johannes-
sen um Zaraþústra og Penelópu,
Einar Benediktsson um Feneyj-
ar, Rómaborg, Lundúni og
Stokkhólm, og þannig mætti lengi
telja. Slik yrkisefni eða einstak-
ar tilvísanir í öðrum ljóðum
útheimta talsverða þekkingu af
lesandannm, enda á skáldskap-
ur öðrum þr'æði að vera mennt-
andi og örva menn til aukinnar
þekkingar. En þessi ljóð eru
jafnframt sjálfstæð sköpunar-
verk, sem bera merkingu sína
í sjálfum sér, og þá verða ein-
att hin einstöku framandi tákn
skiljanleg eða a.m.k. skynjanleg
af samhenginu sem þau standa í.
Frásögn og skáldskapur
Á einum stað í „Nýju fötun-
um keisarans" gerði ég greinar-
mun á frásögn og skáldskap, og
lét í Ijós þá skoðun að megn-
ið af epískum kveðskap íslend
inga mætti fremur flokka und-
ir frásögn en skáldskap. Þetta
þykir Guðmundi G. Hagalin hin
mesta goðgá, einkanlega hafi ég
haft í huga sögukvæðin frá 19.
og 20. öld, Ég hafði raunar ým-
is þeirra í huga og sný ekki
aftur með þá skoðun, að megin-
hluti þeirra hafi fremur á sér
yfirbragð frásagnar en skáldlegs
innsæis. Hér kemur sennilega
til gerólíkt mat okkar Hagalíns
á því, hvað sé skáldskapur og
hvað ekki. Ég leitaðist við að
gera grein fyrir mínu viðhorfi í
nefndri grein, en geri auðvitað
engar kröfur til að aðrir sam-
þykki það. Eg kann vel að meta
sögukvæði íslenzkra skálda og
hef talsverðar mætur á list-
rænni frásögn í bundnu máli,
en í mínum huga verður hún
ekki skáldskapur nema ný víð-
erni opnist að baki sjálfri
frásögninni. „Skúlaskeið“ og
„Messan á Mosfelli* eru að mín-
um dómi afburðasnjallar frá-
sagnir í bundnu máli, en „Hvarf
séra Odds frá Miklabæ“ aftur
á móti ekki einungis frásögn,
heldur og mikill skáldskapur.
En um svonalöguð smekksatriði
tjóar víst ekki að rökræða.
"Þá þykir Guðmundi G. Haga-
lín ég „ekki ýkjaglöggskyggn á
skopskyn höfunda“. Vel má vera
að mér sé mikils vant í þessu
efni, og á ég óhægt um vik að
dæma um það sjálfur. Hins veg-
ar þykist ég njóta allsæmilega
Eiginkonan
IRINA Golub hefur fengið auga í viðureigninni. Hol-
þriggja mánaða frest til að fá lenzka lögrtglan kom svo
mann sinn til að snúa heirn Golub til aðstoðar og komst
frá Amsterdam til Moskvu. hann undan En kona hana,
Þegar fresturinn rennur út sem var með htnum ( Hol-
verður hún færð í fangelsi. landi og ætlaði einnig að flýja
Hún hefur verið kærð fyri'r al föðurland sitt, var flutt heim
varlegasta brot, sem Sovét- til Moskvu.
borgari getur framið: landráð. Nú er frú Golub gisl. Hún
Lesendur Mbl. miuna ef til er í haldi í Moskvu og veíður
vill eftir því þegar rússneski dæmd fyrir landráð ef eigin-
vísindamaðurinn A 1 e x e i maðurinn kemur ekki heim.
Golub ákvað að biðja um hæli Rússum er umhugað um að
sem pólitískur flóttamaður í fá Golub heim aftur því hann ,
Hollandi í október s.l. Sendi- er einn af fremstu vísinda-
ráð Sovétríkjanna skarst í mönnum þeirra. Hefur hann
leikinn og átti að neyða Golub unnið að rannsóknum á áhrif-
til að halda heim Á Sehipol um -rks ryks.
flugvelli við Amsterdam kom Myndin er tekin af frú
til átaka milli Golubs og Golub þegar verið var að
sendiherra Sovétríkjanna, og fylgja henni í flugvélina á
hlaut sá síðarnefndi glóðar- Sehipol flugvelli í október.
kímninnar hjá höfundum eins og
Jónasi Hallgrímssyni, Tómasi
Guðmundssyni og Steini Stein-
arr, en sakna svipaðs skopskyns
hjá flestum öðrum íslenzkum
höfundum. Þetta stafar vitaskuld
af mjög einhæfum kímnismekk:
ég hef aldrei lært að meta hina
landsfrægu „íslenzku fyndni“,
nema helzt eins og hún birtist
hjá Gröndal, Þórbergi og Lax-
ness. Mér er vel ljóst að „mót-
unin ein“ getur orðið þess vald-
andi, að smekkurinn brenglist
eða verði einhæfari en æskilegt
væri. Þetta er víst böl okkar
allra, eða er nokkur sá að hann
sé óháður þeirri mótun sem hann
hefur hlotið, viljandi eða óvilj-
andi?
„Tortímingaröflin“
Mér er ekki fullkomlega ljóst
hvort Guðmundur G. Hagalín á-
lítur mig ganga erinda „þeirra
dulrömmu tortímingarafla, sem
fengu sökkt Atlantis og lagt
Hellas í rústir“, en hann lætur
að því liggja. Þessi „tortím-
ingaröfl“ eru sennilega fðlgin
í þeim „nýja“ yrkingarmáta,
sem ég á að vera formælandi
fyrir. Hér virðist mér gæta
nokkurs misskilnings. Mér vitan
lega hef ég ekki sagt stuðlum
og rími stríð á hendur, þó ég
hafi oftsinnis andmælt þeim
hætti margra mætra manna að
nota þetta „ytra skraut“ sem
mælistiku á gæði ljóða. Ég
kann vel að meta rím og stuðla,
þegar rétt er á haldið, og hef
raunar gert mig sekan um það
í síðustu ljóðabók að nota stuðla
víða með þeim afleiðingum, að
þótti
„ritdómara“ nokkrum
stappa nærri guðlasti.
Ég hef ekki vitað til þess fyrr,
að rímleysan svonefnda væri
eitthvert tiltekið form — hvaS
þá áð hún væri „nýtt form“.
Rímlaus ljóð hafa jafnsundur-
leit form og rímuð ljóð, og sum
þessara forma fara yrkisefninu
vel, önnur ekki. Rímað ljóð get-
ur verið óskapnaður ekki síður
en rímlaust ijóð, og er óvinn-
andi verk að búa til algilda
reglu um þetta, eins og Haga-
lín gefur reyndar í skyn ofta.
en einu sinni.
Hann kveðst hafa notið
margra rímlausra ljóða og nefn-
ir nokkur íslenzk skáld sem
hann telur vel hafa tekizt í rím-
leysunni. Og einmitt hér virðist
mér meginveilan í röksemda-
færslu hans liggja. Annars veg-
ar margítrekar hann orð Sig-
urðar Nordals um nauðsyn
stuðla í islenzkri ljóðagerð, hins
vegar bendir hann á mörg dæmi
um góð ljóð, sem ekki eru
stuðluð. Þetta er að sjálfsögðu
þungamiðjan í öllum umræðum
um þessi mál. Mælikvarðinn
getur aldrei orðið annar en
hvert einstakt ljóð. Nær það til
gangi í þeim búningi sem því
var fenginn? Hefði það orðið
jafngott eða betra í öðrum bún-
ingi?
Ég get fyrir mína parta ekki
hugsað mér „Sorg“ Jóhanns Sig
urjónssonar eða „Unga stúlku“
Hannesar Péturssonar 1 öðrum
búningi, og það hlýtur að ráða
úrslitum um mitt eigið mat.
Ég get ekki séð, hvemig hægt
Framh. á bls. 10,