Morgunblaðið - 06.01.1962, Side 11
Laugardagur 6. jan. 1962
MORCVWBL4ÐIÐ
11
OVER
ingarskorti spurt, því að frami-
leiðsla Land-Rover hófst ekki
fyrr en nokkru eftir styrjöldina,
eða árið 1948. Hins vegar sagði
mr. Coe, að þess mætti geta til
gamans í þessu sambandi, að
Land-Rover hefði verið fyrsta far
artækið, sem farið hefði norður
fyrir hina umdeildu 38. breidar-
gráðu í Kóreu, þegar styr.iöldin
geisaði þar fyrir rúmum áratug.
„strætisvagn dreifbýlisins"
t’KKI ER NÚ farkosturinn
fríðskapaður, varð mér að
orði þegar ég gekk inn á bíla-
stæðið hjá Heildverzluninni
Heklu laugardaginn fyrir jól,
en það var þá hálffullt af
spánnýjum Land-Roverbílum
•— og það var einmitt erindið
á staðinn að skoða þá frægu
bíla og fræðast nokkuð um þá,
í tilefni þess, að innflutningur
á þeim er nú hafinn í allstór-
um stíl — eftir að innflutning
ur bifreiða almennt var gefinn
frjáls í september s.l. Nei,
Land-Rover er ekki fyrir þá,
sem gefa mest fyrir glæsilegt
útlit (hann minnir mig ósjálf
rátt á tvö klumpslegustu dýr
jarðarinnar, vatnahestinn og
búrhvelið) — heldur hina,
sem vilja fyrst og fremst
vera öruggir um að komast
leiðar sinnar, þótt ekki sé
malbik eða steinsteypa undir
hjólum.
♦----•----*
Og hér í Hekluportinu sáum
við nú fyrstu sendinguna upp í
150 bíla pantanir, sem bændur
Og aðrir hafa gert á Land-Rover
á beim fáu vikum, sem liðnar eru
síðan innflutningurinn var gef
inn frjáls. Bifreið þessi er hér
á landi fyrst og fremst talin land-
búnaðarbifreið, eins og kunnugt
er.
• Þjónusta — í víðtækustu
merkingu.
í tilefni markaðbreytinganna
og hinna auknu viðskipta, sem
af þeim leiddi, höfðu Rover-verk
smiðjurnar frægu í Bretlandi,
sem framleiða Land-Rover, sent
hingað fulltrúa sinn, mr. George
Coe, yfirmann varahlutadeildar,
til þess að kynnast öllum aðstæð
um hér af eigin raun og veita
nauðsynlegar leiðbeiningar og
upplýsingar. Gafst nú fréttamönn
um kostur á að ræða við hann
um stund. — Mr. Coe sagði m,a.,
að fyrirtæki sitt vildi leggja meg-
ináherzlu á að veita viðskipta-
vinunum sem fullkomnasta þjón-
ustu, svo sem með því að hafa
ávallt á boðstólum alla nauðsyn-
lega varahluti í bifreiðimar. —
Þannig fara líka bezt saman hags
munir fyrirtækisins og kaupend-
anna, sagði hann, — því að bíl-
eigandi, sem ekki getur fengið
nauðsynlega varahluti í farar-
tæki sitt, mun vissulega ekki
ráðleggja kunningjum sínum að
fá sér sams konar bíl. Það jafn-
giidir í rauninni töpuðum viö-
ekiptum fyrir framleiðandann —
og því borgar sig auðvitað ekki
eð stunda • slíka viðskiptahætti,
enda geta þeir ekki talizt heið-
arlegir. Þess vegna er það líka
fyrsta og síðasta boðorð okkar
hjá Rover að veita góða þjónustu
í víðustu merkingu þess orðs,
eagði mr. Coe. (Er þá rétt að
geta þess, að merkingin í enska
orðinu — „serviee“ — er enn all-
miklu víðtækari og margslungn
ari en í hinu íslenzka).
• íslenzku vegirnir „alls ekki
verstir“.
Forráða menn Heklu tjáðu
fnér, að þeir gerðu ráð fyrir að
flytja inn alit að 300 Land-Rover
bíla á árinu 1962, miðað við hina
miklu eftirspurn, sem verið hefði
undanfarnar vikur. Þegar ég svo
spurði mr. Coe, hvaða vonir fyrir
tæki hans gerði sér um íslenzka
markaðinn, vildi hann ekki
nefna neinar ákveðnar tölur, en
hins vegar kvaðst hann hafa
sannfærzt um það af stuttum,
en allglöggum kynnum hér, að
Land-Rover ætti hlutverki að
gegn á íslandi, sem mönnum
mundi verða því betur ljóst sem
þeir kynntust bílnum nánar. I
þessu samibandi benti hann á
nokkuð — sem mér er nær að
halda, að mörgum bíleigendum
hér sé ekki ljóst, þótt þeir ættu
raunar að vita það manna bezt —
að íslenzku vegirnir eru engan
veginn vel fallnir til skemmtiakst
urs. Hann tók þó sérstaklega
fram, að vegir á íslandi væru
„alls ekki þeir verstu í heimi“ —
en þó væru þeir ekki betri en
Þar voru skriðdrekamir sem
sagt „slegnir út“.
• Brot úr sögu stórfyrirtækis.
Mr. Coe rakti fyrir okkur
sögu Rover-fyrirtækisins í ör-
fáum dráttum. Sagði hann, að
hún væri venjulega talin hefj-
ast árið 1885, þegar framleiðsla
var hafin á fyrstu Rover-reiðhjól
unum, sem urðu fyrirmynd allra
þeirra reiðhjóla, sem síðan hafa
verið framleidd. Fyrirtækið bar
raunar ekki Rover-nafnið á þess
um tíma, heldur hét það „Messrs.
Starley & Sutton“, en þau voru
nöfn þáverandi eigenda. — John
Kemp Starley, sem var aðalhöf-
undur Rover-hjólsins eins og það
kom á markaðinn, var bróðurson
ur James nokkurs Starleys, er
Land-Rover brýzt upp bratta og torfæra brekku í Öskju-
hlíðinni ....
svo, að nær allur akstur utan-
bæjar hlyti fyrst og fremst að
markast af nauðsyn, af sérstök-
um tilgangi hverrar ferðar, en
ekki því að aka sér til skemmt-
unar og hvíldar. Af þeim sökum
ætti Land-Rover að vera nér vel
komið og hagnýtt farartæki, þar
sem hann væri miklu öruggari í
akstri á misjöfnum leiðum en
þeir einkabílar, sem hér vitrust
mest notaðir.
• Eins og skriðdreki.
Við fréttamennimir fengum
líka að sjá það með eigin augum
þennan umrædda dag, að Land-
Rover lætur sér ekki allt fyrir
brjósti brenna hvað akstursskil-
yrði viðvíkur. Uppi við Golf-
skálann í Öskjuhlíð var okkur
sýnt og sannað, hvernig þessi
„ófríði" bíll getur brotizt yfir
svo að segja hvaða torfæru sem
vera skal — rétt eins og skrið-
dreki. Ég treysti mér tæpast að
lýsa þeim hafara-akstri með orð
um að nokkru gagni — og læt
því nægja að vísa til myndanna,
sem fylgja hér með, þótt þær
þyrftu reyndar að vera kvikmynd
ir til þess að geta gefið nokkra
viðhlýtandi hugmynd um það,
sem þær eiga að lýsa.
Eftir þenncin rosalega sýni-
akstur spurði ekin blaðamann-
anna, hvers vegna í óaköpunum
Bretar hefðu verið að bisa við
að framleiða skriðdreka í stríð-
inu, þegar þeir hefðu haft Land-
Roverinn. En hér var af þekk-
Eftir að svo vel hafði til'
tekizt í reiðhjólaframleiðsiunni,
sem raun bar vitni, var það eðli-
leg þróun, að árið 1902 hófst fram
leiðsla mótorhjóla — og náðu
„Imperial Rover" mótorhjólin
(214 ha.) brátt miklurn vinsæld-
um og útbreiðslu. Á næstu tveim
árum var svo unnið að undirbún-
ingi þess að hefja framleiðslu
bifreiða — og um páskana 1904
kom fyrsta Rover-bifreiðin úr
verksmiðjunum og var reynd
með mjög góðum árangri. Þess
má geta til gamans, að þessi bíll,
sem hafði 8 ha. vél, var talinn
óþarflega kraftmikill, og var
orkutala vélar því færð niður í
6 ha. í gerðinni, sem kom á mark-
aðinn árið 1906.
Með tilliiti til þess, að reiðhjól
og mótorhjól voru ekki iengur
meginþættir framleiðslunnar,
var nú orðið „cycle“ fellt mður
úr nafni fyrirtækisins, og hefir
heiti þess síðan verið óbreytt:
„The Rover Company Limited".
Var nú ör þróun í bílafram-
leiðslunni hjá Rover á næstu ár-
um, og margvislegar nýjungar
komu fram í hverri árgerðinni af
annarri, allt fram að heimsstyrj-
öldinni fyrri. Á styrjaldarárunum
varð veruleg breyting a starf-
seminni, þar sem framleiðslan
var þá fyrst og fremst miðuð við
þjóðarnauðsyn, méð tilliti til styrj
aldarinnar. En 1919 var aftar
tekið til óepilltra málanna við
fraimleiðslu fyrir hinn almenna
bílamarkað. Það áx kom Rover
fram með 8 ha. bifreið með loft-
kældri vél. Varð bíll þessi frægur
mjög, og má raunar segja, að
hann hafi valdið þáttaskilum í
aílri bifreiðaframleiðslu. Rúm-
lega 17 þúsund bílar þessarar
gerðar voru framleiddir — og er
fjöldi þeirra enn í notkun.
Á árunum milli heimsstyrjald-
anna var enn haldið áfram að
endurbæta framileiðsluna, og ár-
ið 1'939 voru hinar ýmsu gerðir
og stærðir Rover-bifreiða víðast
taldar í fremstu röð. En þegar í
upphafi styrjaldarinnar var fram
leiðsla einkabifreiða stöðvuð af
stjórnarvöldunum og fyrirtækinu
fengin ný verkefni. Má segja, að
vexksmiðjurnar hafi þá gerbreytt
um svip á einni nóttu. í stað
bílhreyfla var nú hafin fram-
leiðsla á flugvélahreyflum — og
í stað bílskrokkanna komu geysi
stórix flugvélavængir.
Við styrjaldarlok var svo byrj
að að nýju, þar sem frá var horf-
ið 1939, framleiðslan enduxskipu
lögð — og nýjar gerðir bifreiða
. ... og niður enn meiri bratta á öðrum stað. Farþegunum
þótti nóg um þennan „hasar-akstur“.
oft hefur verið nefndur „faðir
reiðhjólsins" í núverandi mynd
þess. James Starley hafði snúið
sér að reiðhjólasmíði árið 1868,
og gerði hann ýmsar merkar upp
götvanir, sem frændi hans, John
Kemp, endurbætti síðan og full
komnaði, en báðir voru þeir
hinir mestu hugvitsmenn. Af þess
um sökum vilja sumir rekja sögu
Rover allt aftur til 1868. Árið
1896 var Rover-nafnið tekið upp:
„The Rover Cycle Company.“
tóku að streyma á markaðinn
frá Rover. — Ein af merkustu
nýjungum áranna eftir stríðið
var tvímælalaust Land-Rover-
bíllinn, sem kom fyrst fram ár-
ið 1948, eins og fyrr er sagt. Eft
ir tiu ár höfðu Roververksmiðj-
urnar framleitt 200 þúsund Land-
Roverbíla — en nú mun heilaar-
framleiðslan komin nokkuð yfir
300 þúsund. Fyrstu árin var Land
Rover einungis framleiddur með
bensínvél, en 1957 gátu verk-
Mr. Coe — kominn í töltt
Islandsvinanna.
smiðjurnar einnig boðið upp á
dieselvél í bílinn. Hefir diesel-
bíllinn náð allmikilli útbreiðslu.
— Nafnið Land-Rover er nú
löngu frægt um allan heim, en
um 74% heildarframleiðslunnar
hóifa farið til útflutnings, til yfir
50 landa, og orðið Bretum all-
drjúg gjaldeyrislind.
Loks gat mr. Coe um merkileg-
ar tilraunir Roverfyrirtækisins
með gas-túrbínuhreyfla fyrir bif
reiðir, en þar hefir það verið
frumkvöðull. Árið 1951 sýndi það
opinberlega fyrsta bílinn, sem
framleiddur var með slíkri vél,
Og hlaut konunglega viðurkenn-
ingu fyrir. Árið 1956 kom svo
fram endurbætt gerð af gas-
túrbínubílnum, Rover T. 3, með
4-hjóla drifi.
• Skyldurnar ganga fyrir öllu.
Rover Company er yfirleitt
talið eitt af helztu og merkustu
stórfyrirtækjum Bretlands — og
var að heyra á mr. Coe, að það
þætti ekki óverulegur heiður að
geta kynnt sig sem starfsmann
þess. — Enda er það svo, sagði
hann, að heilar fjölskyldur vinna
hjá Rover, mann fram af manni.
Við erum yfirleitt nefndir „Rover
menn“ — og eiginlega er litið á
það sem eins konar heiðurstitil.
Hvað sem um þetta er að segja,
held ég, að ég hafi áreiðanlega
aldrei hitt neinn, sem virzt hefir
jaifnihreykinn af fyrirtæki oínu óg
George Coe — og jafntrúr vinnu
veitendum sínum á allan hátt.
Skildist mér á honum, að fyrir-
tækið hlyti jafnan að ganga fyrir,
ef hann gæti ekki í senn þjónað
hagsmunum þess og heimilis sins.
—: Þannig kvaðst hann t.d. hafa
gert sér það ljóst strax eftir
komuna hingað, að sér mundi
ekki nægja vikudvöl, eins og
fyrirhugað var til þess að ljúka
þeirri þjónustu, sem sér hefði
verið ætlað að inna af hendi hér.
Hann hefði því sent skeyti til
Rover og tjáð forstjóranum, að
hann þyrfti a.m.k. tvær til þrjár
vikur til að ljúka hlutverki sínu
á íslandi — enda þótt þetta hefði
auðvitað verið óþægileg breyting
vegna fjölskyldunnar og heimil-
isins, ekki sizt þar sem svo mjög
var liðið að jólum. — En þetta
er ekkert sérstakt fyrir mig,
sagði mr. Coe. — Svona hugsa
nær allir Rover-menn, sem betur
fer — skyldurnar skulu ávallt
sitja í fyrirrúmi. Ég tel líka, að
slíkur hugsunarháttur sé nauðsyn
leg lyftistöng hverju stóru fyrir-
tæki a.m.k. Annars blasir brátt
við ringulreið og ábyrgðarleysi í
smáu og stóru, viðskiptamennirn
ir finna, að engu og engum er
treystandi — og hagur fyrirtækis
ins kemst í bráða hættu.
• Land-Rover mun henta vel
hér.
Mr. Coe varð að vonum tíð-
rætt um Land-Roverbilinn. — Ég
er ekki sölumaður, sagði hann,
— og kann því ekki hina réttu
sölutækni, enda er það ekki mitt
erindi hingað að gera sölusamn-
inga, heldur hitt — að kynnast
íslenzkum staðháttum og þeirri
þjónustu, sem Land-Rovereigend
um hér stendur til boða hjá um-
boðsfirma Rover Company, Heild
verzluninni Heklu — og að veita
þær upplýsingar og leiðbeiningar,
l Framh. á bls. 23