Morgunblaðið - 06.01.1962, Blaðsíða 12
12
MORCUTSBLÁÐ1Ð
Laugardagur 6. Jan. 1962
Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: \ðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
BORG HIIMIMA IVIIKLII
FRAMFARA
F’nda þótt stórkostleg upp-
^ bygging hafi átt sérstað
uxn allt ísland á síðustu ára-
tugum, mun menn þó naum-
ast greina á um það, að
hvergi hafi framfarirnar orð-
ið eins miklar og í höfuð-
borg landsins. Reykjavík er
orðinn um 75 þúsund manna
borg, sem býr íbúum sínum
fjölþætt atvinnuskilyrði og
margvísleg lífsþægindi. Vitan
lega er margt ógert í þessari
ört vaxandi íslenzku höfuð-
borg. En engum sanngjöm-
um manni dylst, að að um-
bótunum hefur verið unnið
af ráðdeild og markvísri
festu. Sjálfstæðismenn í
borgarstjórn Reykjavíkur,
sem haft hafa forystu áratug
um saman um stjórn borgar
innar, hafa haft giftusamlega
forgöngu um hagnýtingu auð
linda landsins, vatnsafls og
jarðhita, til sköpunar bættra
atvinnuskilyrða og aukinna
lífsþæginda.
Það er Reykjavík, sem jafn
an hefur riðið á vaðið um
stórkostlegar virkjanir foss-
afls og jarðhita. 1 skjóli þess-
ara glæsilegu framkvæmda
hefur afkomugrimdvöllur
borgarbúa stöðugt orðið
traustari og aðstaða fólksins í
lífsbaráttunni betri.
Nýjasta stórframkvæmdin,
sem Reykjavík hefur á prjón
unum er hitaveita fyrir allan
bæinn. Erlent lán hefur ver-
ið tryggt til þessara fram-
kvæmda og allur undirbún-
ingur þeirra er traustur og
vandaður.
Jafnhliða hefur verið unnið
að undirbúningi nýrra vatns-
aflsvirkjana, sem munu
tryggja að til raforkuskorts
muni ekki koma, þegar nú-
verandi raforkuver eru full-
nýtt.
Þannig hefur stjórn Sjálf-
stæðismanna á Reykjavík
jafnan mótazt af framsýni og
glöggum skilningi á þörfum
fólksins og bjargræðisvega
þess.
í skjóli blómlegs atvinnu-
lífs hefur borgarstjórnin
einnig getað sinnt fram-
kvæmdum á sviði menning-
armála í ríkum mæli. Hver
skólinn hefur risið á fætur
öðrum, sjúkrahúsakostur hef-
ur verið aukinn, glæsileg
heilsuverndarstöð byggð og
rekin af myndarskap til ó-
metanlegs öryggis fyrir borg-
arbúa. Göturnar í bænum
hafa verið bættar og marg-
víslegur stuðningur veittur
til íþróttastarfsemi, barna-
leikvalla, dagheimila og ann-
arra stofnana í þágu æskunn-
ar.
Reykjavík er borg hinna
miklu framfara og fram-
kvæmda.
Það er vissulega ósk allra
Reykvíkinga að þessi mikla
uppbygging og þróun í borg
þeirra haldi áfram. Þess
vegna veltur á miklu að höf-
uðborgin njóti áfram þeirrar
traustu og víðsýnu forystu,
sem markað hefur stefnuna í
hinu mikla uppbyggingar-
starfi.
Sjálfstæðisflokkurinn býð-
ur höfuðborgarbúum áfram
forystu sína. Allt bendir til
þess að fylgi hans muni nú
sem fyrr standa traustum
fótum meðal borgarbúa. En
eins og kunnugt er eiga borg
arstjómarkosningar að fara
fram á komandi vori.
HÓTAMIR
SIJK4RNOS
CJukarno Indónesíuforseti hót
ar nú vopnaðri árás á
hollenzku Nýju Guineu, ef
Hollendingar lýsi því ekki
fyrirfram yfir ,áður en til
samningaviðræðna við þá
komi, að þeir muni afhenda
Indónesíu þennan landshluta
skilyrðislaust. Hefur forset-
inn þegar látið draga saman
250 þúsund manna her til
þess að gera innrás í vestur-
hluta Nýju Guineu, sem Hol-
lendingar stjórna.
Þessar aðfarir Indónesíu-
forseta eru svo dólgslegar að
furðu sætir. En auðsætt er
að hann þykist hafa fengið
byr undir báða vængi með
hemaðarárás Indverja á Góa.
Hollendingar hafa lýst því
yfir, að þeir hafi engan á-
huga á að halda vesturhluta
Nýju Guineu sem nýlendu
áfram. Þeir hafa lagt áherzlu
á, að sjálfsákvörðunarréttur
íbúanna ætti að ráða mestu
um framtíð þeirra. En Indó-
nesar hafa ekki mátt heyra
sjálfsákvörðunarrétt Papú-
anna nefndan. Þeir vilja skil
yrðislaust leggja þetta fjar-
læga eyland undir sig, enda
þótt íbúar þess séu fjarskyld
ir Indónesum að uppruna og
hafi aldrei verið í neinum
tengslum við land þeirra, öðr
um en þeim að lúta í nokkur
hundruð ár sömu stjórn og
þeir, þ.e.a.s stjóm Hollend-
inga.
Friðurinn við Kyrrahaf
virðist nú hanga á veikum
þræði. Sukarno telur sig
njóta stuðnings Rússa, þegar
John F. Kennedy
Eleanor Roosevelt
bonurnar í 13 ár. Þær, sem
næst henni köma 1961 eru Jaq
ueline Kennedy nr. 2, Elísabet
Englandsdrottning nr. 3, og
frú Maie Eisenhower nr. 4.
Vinsældir frú Kennedy hafa
aukizt mjög á árinu, var hún
í 7. sæti 1960. Þá var frú Eis-
enhower nr. 2, Elísabet drottn-
ing nr. 3 og Helen Keller nr. 4.
Dáðasti maður Bandaríkj-
anna er Kennedy, forseti, næst
ur er Eisenhower fyrv. forseti,
þá kemur Sir Wind'ston Churc
hill, Adlai Stevenson er ftr.
4, Albert Sweitzer nr. 5, Trú-
Rússar hindra
fréttasendingar
Moskvu 5. jan. (NTB/Reuter)
SOVÉZK stjórnarvöld rufu í
dag sambandið á fjarritalínu
Reuter-fréttastofunnar, sem ligg-
ur frá Moskvu til Lundúna, um
Helsinki — en lína þessi var
tekin í notkun fyrir um þrem
mánuðum, og var Reuter eina
fréttastofan, sem fékk leyfi til
að koma upp beinni línu frá
Moskvu tii fréttasendinga. Verða
nú fréttamenn Reuters í Moskvu
að notast við símtöl og sím-
skeyti til að koma íréttum sínum
á framfæri,
„Af tæknilegum ástæðum."
Reuter var tilkynnt það 21.
des. sl., að sambandið á fjarrita-
línunni mundi slitið í náinni
framtíð, þar sem rússneskir aðil-
ar þyrftu á henni að halda til
eigin nota. Fréttastofan fór þess
mjög eindregið á leit að fá að
halda línunni — en í miorgun lét
sovézka samgöngumálaráðuneyt-
ið rjúfa sambandið. Háitt settur
embættismaður í ráðuneytinu
sagði síðar, að þetta hefði verið
óhjákvæmilegt, „af tæknilegum
ástæðum."
- ■ -
Tass hefir línu frá Lundúnum.
í marzmánuði í fyrra var að
miklu leyti aflétt frétitaskoðun
í Moskvu — og var þá fénginn
grundrvöllur fyrir því að senda
fréttir þaðan beint með eigin
fjarritalínum. Hins vegar fékk
enginn aðili nema Reuter leyfi til
að koma sér upp slíkri línu, þótt
fleiri fréttastofnanir og einstök
blöð sæktu um leyfi til þess. —
Þess má geta, að rússneska
fréttastofan, Tass, hefir beina
fréttalínu frá Lundúnum, sam-
kvæmlt samkomulagi við yfir-
stjórn símamála í Bretlandi.
Vinsælustu 1961
f LOK hvers árs fer fram
Gallupkönmun í Bandaríkjun
uim og eru íbúarnir spurðir
hvaða mann og konu þeir dái
mest.
Dáðasta kona Bandaríkj-
anna 1961 var kjörin frú Elean
Or Roosvelt, en hún hefur ver
ið efst á lista yfir dáðustu
man fyrv. forseti nr. 6, Billy
Graham nr. 7, Richard Nixon
nr. 8, Jóhannes XXIII. páfi nr.
9 og McArthur nr. 10.
Þetta er 16. árið, sem Gallup
könnun hefir farið fram á þvi
hvaða menn Bandaríkjamenn
dái mest. Allir þeir 10 efsbu
1961 hafa áður verið meðal
hinna efstu á listanum, frá því
að skoðanakönnunin hófst og
Eisenhöwer hefur 10 sinnum
verið efstur. Kennedy var í 4.
sæti á listanum í fyrra.
hann hótar Hollendingum
styrjöld. Hann þykist báðum
fótum í jötu standa. Þessi
austræni einræðisherra legg-
ur sig nú allan fram um að
æsa upp þjóðerniskennd með
al Indónesíumanna. Hinir
fjarskyldu og frumstæðu
Papúar á Nýju Guineu eru
allt í einu orðnir bræður
Indónesíumanna!!
Allt þetta atferli er hið
ógiftusamlegasta.
ÍSLENZK LIST
ERLENDIS
ó að íslendingar eldi stund
um grátt silfur saman út
af skáldskap og listum og
sitt sýnist hverjum, eins og
gengur, hljótum við að
fagna því, þegar íslenzk
verk fá hljómgrunn með er-
lendum þjóðum. Margir ís-
lenzkir myndlistar- og tón-
listarmenn og skáld hafa
unnið góða sigra á erlendum
vettvangi og borið hróður
lands síns og menningar
langt út fyrir landssteinana.
Fáir eru svo forhertir í and-
úð sinni eða þvermóðsku, að
þeir fagni ekki yfir hverjum
sigri íslenzks manns á er-
lendri grund. Nú er svo
komið, að mörg íslenzk bók-
menntaverk eru til í góðum
þýðingum á erlendum mál-
um. Þannig höfum við fært
út landamæri okkar og ver-
ið minnugir þeirra orða, sem
Einar Benediktsson sagði í
Væringjum:
„Vor þjóð skal ei vinna með
vopnanna fjöld
en með víkingum andans um
staði og hirðir“.
Eins og fyrr greinir, sýnist
sitt hverjum, þegar bók-
menntir og listir eiga hlut að
máli. Þannig hefur þetta allt
af verið og mun vafalaust
verða hér á landi, meðan
frelsið ríkir í menningarmál-
um. í einræðisríkjum þarf
fólk ekki að velta því fyrir
sér, hvað er gott eða slæmt
frá hendi listamanna. Stjóm-
in ákveður það sjálf, og það
sem hún leggur ekki blessun
sína yfir er bannað. Ekki
höfum við lent í slíkri and-
legri Sódómu og gerum von-
andi aldrei, þó svo virðist
sem sumir .listamenn æski
þess. Frelsi listamanna á að
vera óskert, enda hefur
reynslan orðið sú að fáir
góðir listamenn spretta úr
jarðvegi einræðis.
Flestir munu sammála um,
að gróska sé í íslenzkum
listum, ekki sízt bókmennt-
unum. Þó sumum þyki ljóða-
dísin hafa sett ofan hin síð-
ari ár, virðast íslenzk ljóð
fá þó nokkurn byr og er
nú unnið að því að þau eign-
ist spöl í landi í Danmörku.
Morgunblaðið birti fyrir
skemmstu yfirlit um ís-
lenzka ljóðaþætti í danska
útvarpinu, sem var vel tekið
og vöktu athygli. Þar voru
lesin ljóð eftir 17 íslenzka
höfunda. Danskt skáld, Poul
P. M. Pedersen, hefur
þýtt þessi ljóð. Hyggst
hann þýða um 300 ljóð alls
og gefa út í bókarformi í
samvinnu við Gyldendal og
Helgafell. Lítið sýnishorn af
þessum ljóðum kom út nú
fyrir jólin í kVeri, sem heit-
ir „Fra hav til jökel“. Flest-
ir íslendingar fagna slíkri
kynningu á íslenzkum ljóða-
skáldskap, og þó hart sé bar-
izt hér heima um rímuð Ijóð
og órímuð, góð ljóð og vond,
er áreiðanlegt að íslendingar
og ekki sízt íslenzk skáld
fagna hverri þeirri tilraun
sem gerð er til að kynna
skáldskap okkar með öðrum
þjóðum.