Morgunblaðið - 06.01.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.01.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. jan. 1962 MORGlNBLAÐtÐ 15 Snæbjorn Jónsson Eg lifi og þér munuð lifa Óskar Bjarnason Hveragerði Minning I DAG verður borinn til grafar Oskar Bjarnason, Hveragerði, eftir að hafa háð langa og harða sjúkdómslegu Hann var fæddur i Keflavík, en fluttist með for- éldrum sínum nokkurra ára gam- all til Hveragerðis, þeim Guðrúnu Guðmundsdót»ur og Bjarna Tóm- assyni. Ég kynntist ekki Óskari fyrr en hann var kominn yfir ferm- ingu og þá aðallega í sambandi við íþróttir. Áhugi hans fyrir knattspyrnu var mikill, enda hafði hann aiH sem íþróttamann sæmir. Hann var keppnismaður mikill, háttprúður og síkátur. Hann tók fljótt forustu meðal sinna jafnaidra. Það þótti vart vera hægt að hefja leik fyr en Óskar væn mættur og fagnaðar- læti kváðu við, þegar Óskar sást koma neðau götu með yngri bræður sína hlaupandi við hlið sér. „Óskar er að koma“ var kallað og leikæfingar byrjuðu. Iðulega er það svö í ekki stærri byggðarlögum en Hveragerði er að unga fólkið kveður æskustöðv arnar til að leita sér frekari menntunar. Það var því ekki að ástæðulausu að við, sem að íþrótt um unnum, fylltumst fögnuði, þegar Óskar réði sig til trésmíða- náms hjá Trésmiðju Hveragerðis, fyrir um það bil 4 árum. Þá töld um við það víst að Óskar færi ekki frá okkur a. m. k. ekki á meðan hann væri að læra. í 3 ár helgaði hann alla krafta sína íþróttamálum staðarins og átti hann drjúgan þátt í því að Hver- gerðingar unnu 4 farandbikara í Skarphéðinskeppninni árið 1960 og þar að auki Skarphéðinsskjöld inn. Á fjórða lærlingsárinu varð Óskar að draga sig í hlé, þá fór hann að kenna sér lasleika og eftir það var hann lengst af á spítölum. Hann andaðist á Sjúkra liúsi Selfoss núna um áramótin. Kornungur gekk Óskar í Skáta félag Hveragerðis og vann þar mikið starf, ekki sízt, þegar Skátarnir unnu að byggingu skátaheimilisins. Vegna mann- kosta voru Óskari falin mörg störf á sviði íþróttamála. Hann var í stjórn Ungmennafélags Ölfusinga, Formaður 1 knattspyrnudeild Hveragerðis Eitt árið skipulagði Óskar knattspyrnumót Héraðs- sambands Skarphéðins. Það var sama að hverju Óskar gekk, hann vann allt með stakri samvizku- oemi. Hann gerði sér sérstakt far um að leiðbeina yngri drengjun- um, enda fékk hann það ríku- lega launað, því þeir elskuðu hann ög virtu. „Þessir strákar koma sko bráðum til með að taka við Og það er okkur að kenna, ef þeir standa sig ekki“, sagði hann eitt sinn við mig. Óskar var hreinlyndur, hafði prúða framkomu og vakti öryggi og traust hvar sem hann fór. Nú er þessi kornungi maður kvaddur í dag með söknuði allra þeirra sem kynnzt höfðu honum. Ég vil þakka þér Óskar fyrir vináttu og tryggð. Oddgeir Ottesen, „ORÐ mér af orði Orðs leitaði." Naumast mundi ég vera að skrifa þessa grein ef ekki væri til fram- halds og árettingar annarri, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 6. nóvember i haust. En þar var ég að andmæla þeirri staðhæf- ingu að einstaklingslífi og per- sónuleika mannsins lyki með lík- amsdauðanum. Fyrir vitnisburð fjölmargra sálarrannsóknamanna er sumir hafa verið á meðal hinna fremstu á viöurkenndu sviði raun vísinda, og fyrir þær rannsóknir og tilraunir sera ég hefi sjálf- irr tekið þátt í, hérlendis Og er- lendis í meiia en hálfa öld, er ég örugglega sannfærður um að sú staðhæfing er gersamlega gagnstæð sannleikanum. En sann- leikurinn í þessu máli er sá, að ekki einungis varir einstaklings- líf mannsins eftir líkamsdauð- ann, heidur er og hitt líka, að persónuleiki hans tekur engri breytingu viö þann atburð í lífi hans sem líkamsdauðinn er. Per- sónuleiki manns sem lézt í morg- un, verður með öllu hinu sami í kvöld sem hann var í gær- kvöldi. Hitt er svo annað mál —• og það er meginatriði fyrir hvern og einn, mig sem þig — að nú er líf hans háð öðrum skilyrð- um, enda þótt hinn framliðni geri sér það öftlega — líklega raunar oftastnær — ekki ljóst jþegar í stað. Og nú fer um líðun hans mjög eftir því, hvernig hann hafði búið í haginn fyrir sig í iíkamslífinu. Því ræður lög- mál sjálfs lífsins. Það mætti nú þykja barnaskap- ur að vera í dag að segja þetta í íslenzku blaði, og það enda langvíðlesnasta blaði landsins. Því að sannarlega er þetta hreinn barnalærdómur, löngu kunnur hverjum fulltíða og fullvita manni í landinu — ef hann bara hafði þá menningu og þá sann- leiksþrá að afla sér auðfenginn- ar fræðslu um þetta geysilega mikilvæga mál: mikilvægt hverj um einstaklingi og mikilvægt öllu þjóðfélaginu. En svo eru lög sem hafa tog. Það hefir nú gerst að fyrir atbeina þessa sama víð- •lesnasta blaðs (og þó til allr- ar hamingju aðeins sem hlutlaus fregn; ekki stefnumál þess sjálfs), hefir þjóðinni verið flutt skýrt ©g skorinort sem óskeikul kenn- ing sú staðhæfing um útslokknun, sem ég gat um í öndverðu. Og hún er þannig boðuð af þeirri þjóð, eða svaramönnum henn- ar, sem nú vofir yfir að tortíma kunni á hinn tröllslegasta hátt öllu mannkyni og jafnvel öllu lífi á þessum hnetti. Og ef kenn- ingin átti að boðast, hivað er þá eðlilegra en að einmitt þessi iþjóð (vitaskuld ekki þjóðin í víðari merkirgu, heldur fulltrú- ar hennar, svaramenn og ráða- menn) gerist boðberinn? Það voru aldrei fíkjur sem á þistlun- um uxu. Bera ekki einmitt at- hafnir þessara illræðismanna vott um að upp úr jarðvegi slíks hugs- unarháttar séu þær sprottnar? Þessum spurningum er heppileg- ast að hver svari fyrir sjálfan Big, eftir grandgæfilega íhugun. Öllum er kunn sú raunalega gtaðreynd, að fyrir eitthvað sem helzt verður að líta á sem and- lega farsótt, er svo ástatt um fjölda fólks hér á landi, og reyndar víðsvegar um heim, að hvaðeina er frá posulum þessarar évitakenningar kemur, telur það eér skylt að svelgja sem óskeik- u!a opinberun. Þó að boðskapur- inn sé andstæður skynsemi, rétt- læti og mannúð skiptir það engu máli. Það hjálpar ekki að þetta getur annars verið hreint úrvalsfólk, auðugt að bæði viti og mannkostum. Nei, valdlboðnu kenningunni verður að lúta. Þetta er grátlegur sannleikur, en eannleikur eigi að síður. Þeim •r mein sem í myrkur rata. Og sjálfræði getur þetta naumast verið. Við þá menn, sem alteknir eru af þessu faraldi, er ekki til neins að rökræða. Ekkert er unnt að gera annað en vorkenna þeim. Myrkrinu er á einskis manns færum að létta af sál þeirra. En svo eru aðrir, sem eru á útjöðr- um myrtoheimsins og hafa ekki alveg lokað fyrir skynsemina. Ef þeir vildu risa upp og atihuga hvar þeir eru staddir, þá mætti það verða þeim tii mikils góðs. Allir verðum við að fara yfir landamærin; frá því er ekkert undanfæri. Og hvað tekur þá við? Fyrst og fremst það, að þar verða sam- ferðamiennirnir hinir sömu og hér. „Skyldi þeim ekki bregða í brá, blessuðum, nær þeir deyja?“ spurði Sigurður Breiðfjörð, og talaði þar um prestana. Jú, áreiðanlega sumum, og áreiðan- lega ekki prestunum einum. Það verður líklega svo um okkur fleiri. Og eðlilega hlýtúr svo að verða ekki sízt um þá sem treystu því, að ekkert væri hinu- megin landa'mæranna. Ef allir eða flestir gerðu sér það fyllilega ljóst að í tilverunni ráða lögmál sem á sínum tíma krefja okkur alla reikningsskap- ar um það sem við gerðum og létum ógert hér, þá mundi heim- urinn vera gersamlega ólíkur því sem hann er. Þá mundi nú engin heimsstyrjöld vofa yfir. Þétta kann nú að vera að tala líkt og prestur. Ekki vil ég að þarf- lausu fara inn á þeirra svið, enda lítt til þéss fallinn. Bn engin minkun er mér að segja þann sannleika, sem ég tel að segja þurfi, þó að prestarnir, sem mér eru fremri, segir hann lítoa. Þeir hafa engan einkarétt á honum. Hann er öllum frjáls — þ.e.a.s. hér á landi. En ekki t.d. austur á Rússlandi. Þar er hann að miklu leyti bannvara, líkt og ný- mjólk var eitt sinn hér í Reykja- vík. Af þessu, sem nú hefir sagt verið, hlýtur allri óháðri skyn- semi að vera það ljóst, hve mikil vægt það er þjóðfélaginu að vita að dauðinn er ekki endir lifsins og að lífið í sinni órofa heild lýtur þeim lögmálum sem við megnum ekki að yfirstíga. Og til þess að talað sé berort, þá er víst óhætt að segja það, að einmitt vegna þess hvílíkt alvörumál þetta er, þá vilja hinir verstu og mestu illræðismenn heimsins að það skuli hulið þjóðunum. Já, sannleikurinn er stundur ljótur — ákaflega ljótur. Þegar ég skrifaði grein þá, er ég vitnaði til hér að framan, hugsaði ég mér að árétta hana síðar. Það vil ég að vísu enn gera. En hitt þykir mér gott ef aðrir gera það betur; þá verð ég naumast átalinn fyrir að láta þá heldur gera það; og þá líka spara mér þar með tíma og erfiði. Nú vill svo til, að ég hefi nýlega lesið bók sem fjallar um það mikla mál sem lífið og dauðinn eru. Um það má segja að rigni niður bókum, enda að vonum að svo sé. En reynslan hefir kennt mér að líta fyrirfram á þær hart- nær allar með grunsemd, sökum þess hve marklitlar margar þeirra eru. Bók um þetta og s’kyld efni les ég nú etoki nema ég hafi nokkra ástæðu til að ætla ’hana merka. Fyrir fáum vikum kom hér út bók er nefnist Undrið mesta, þýdd úr ensku. Þegar ég sá að sira Sveinn Víkingur hafði þýtt, taldi ég ósennilegt að bókin væri markleysa. Ég las hana því og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún er ein hinna beztu bóka er ég hefi lesið um svokölluð sál- ræn efni nú í seinni tíð. Og þar á ofan er svo hitt, að bersýnilega hefir þýðarinn lært íslenzku áður en útvarpið gerði úr henni ómál. Hann hefir hlustað eftir því, hvernig fólkið talar (eða talaði), en svo verður hver sá að gera sem læra vill að fara með íslenzk una. Með þessu er það ekiki sagt j að ég finni etokert athugavert við málið á bókinni, en athugasemd- ir mínar við það yrðu svo fáar og svo smásmugulegar að ekki er þess vert að tilfæra nein dæmi. Það er í heild sinni með ágæt- um, svo að því miður sést naum- ast slítot á þýðingum nú um sinn. Höfundur bókarinnar er amerískur miðill og prédikari, Arthur Ford. Hann segir hér sögu reynslu sinnar, með athugasemd- um og hugleiðingum, sem oft eru næsta lærdómsríkar. Meðal annars segir hann frá kynnum sínum af nafntoguðum sálar- rannsóknamönnum, eins og Sir Arthur Conan E>oyle og Sir Oliver Lodge. Bækur þeirra beggja voru um eitt skeið talsivert kunnar hér á landi, einkum hins síðargreinda. Sumar bækur hans um andleg mál eru alls ekki spíritistiskar, og ein þeirra, Man and the Universe, varð mér að ómetanlegu liði fyrir um það bil fimmtíu árum, er ég var mjög áttavilltur í þessum efnum. Þá las ég hana í þaula, og enn ætla ég að hún mundi geta lýst upp huga margra ungra manna, sem eru að leita. En þeir munu marg- ir. „Eins og fugl sem leitar landa, leita ég“, segir skáldið. Og þann- ig mun það verða svo lengi sem sannleikurinn er að nokkru met- inn. Bók Pords er nokkuð á þriðja hundrað síður, og væri vitanlega tilgangslaust að reyna að gera hér yfirlit um efni hennar, enda bendi ég á hana einmitt til þess að spara mér langar skriftir. Hún vikur nokk- uð að flestum tegundum sál- rænna fyrirbæra, en gerir þeim að vonum mismunandi góð skil. Einna mest sakna ég þess að draumar og draumlífið fær þar aðeins ófullnægjandi meðferð, og þó langt frá að fram hjá því sé gengið. Það er efni sem nú dregur allmjög að sér athygli sálarrannsóknarmanna og ekki ólíklegt að nýju ljósi verði brugð ið yfir það áður langir tímar líða. Ástæða er til þess að hvetja fóllk til þess að gefa gaum draumum sínum og helzt að skrifa þá hjá sér tafarlaust ef þeir virðast á einhvern hátt at- hyglisverðir eða sérstæðir. Sum- ir draumar geyma merkilegar viðvaranir, og meinlaust ætti það að vera að hlýða á orð hins alfrægasta allra þeirra sálar- rannsóknarmanna, sem nú eru uppi, um slíka drauma. Dr Joseph Banks Rihine segir: „Hvenær sem þig dreymir þann draum, er virðist fela í sér viðvörun, þá taktu mark á honum.“ Því miður virðist það oft, eða jafnvel oftast, vera svo um slíka drauma að atvikið, sem þeir benda til, sýnast ekki verða um- flúið. Við þetta kannast allir, en sem eitt dæmi af ótalmörg- um skal hér tekinn einn slíkur draumur upp úr merkri ritgerð svo að segja nýútkominni, í amerísku tímariti, um sálræn fyrirbæri: „Ungversk etokja, sem nú á heima í Montreal í Kanada, er ekki enn búin að ná sér eftir at- vik þessarar tegundar. Hún átti dreng sem var þriggja ára þeg- ar hana dreymdi að hún sæi prest í gullsaumuðum höikli standa hjá líkkistu. Eg sá ekki beinlínis líkkistuna, en ég vissi að í henni lá sonur minn og að hann var ellefu ára. Þegar ég vaknaði, fór eg að hugleiða hvort þetta mundi tákna að drengur- inn ætti að deyja þegar hann væri orðinn ellefu ára. Svo liðu nokkur ár. Þegar rússneskt her- lið gerði sér bækistöð í borgar- jaðrinum þar sem toonan átti heima, flúði hún með drenginn sinn til Búdapest, en þangað var 8 km leið. Þar dreymdi hana á hverri nóttu í hálfan mánuð einn og sama drauminn. Hún þóttist vera komin aftur heim til sín með drenginn. Allt í einu þaut hann út í garðinn, sem var yfirskyggður af mistri, lagðist niður í örgrunnri tjörn sem þar var, og dó þar. Dag nokkurn tók hún það fyrir að skreppa heim að sækja þang- að ýmsa muni sína, Og hafði drenginn með sér. Hún vissi ekki að þarna vofði yfir stórskotahríð. Fallbyssukúla sprakk í garðin- um nennar og drengurinn særðist af kúlubroti sem þeyttist inn um gluggann. Særður og brenndur og í fötum sem loguðu, þaut hann út í garðinn, er lá í rykminstri eftir sprenginguna. Til þess að stilla kvalir sínar, hafði drengur inn lagzt niður í tjörnina, og þar lét hann lif sitt. Hann vantaði þá þrjá daga á ellefta árið“. En hverfum nú aftur til bókar Fords, sem ég ætla að muni verða ein af mest lesnu bókum þessa árs, og á það líka skilið. Henni er skipt í tuttugu kafla, og fjall- ai næstsíðasti kaflinn um „veg . bænarinnar", eins og fyrirsögn hljóðar. Ég vildi nú eindregið mælast til þess af þýðaranum að þann kafla lesi hann í útvarpi. Það yrði honum væntanlega I leyft. Ég hefi lesið heilar bækur I um sama efni og á engri þeirra | grætt mikið, og vantaði þó sízt að höfundur sumra þeirra væru I nafntogaðir menn. En ég er ekki frá því, að jafnvel einhverjir | prestanna gætu haft gagn af að | lesa þennan kapítula, eða hlýða á hann lesinn. Þarna er fjallað af , mikilli snilld um ákaflega merki- | legt mál, það mál sem máske er manninum mikilvægast af öllu. Úr því að ég minntist á þetta efni sérstaklega, langar mig til að segja frá orðum sem fengu . mig til að hrökkva við er ég las þau. Það var fyrir rúmum þrjá- tíu árum að ég eignaðist af hreinni tilviljun eitt af ritgerða- söfnum þeim (Guðmundur Finn- bogason nefndi þetta huganir, sem er ágætt orð, en lætur máske ókunnuglega í eyrum sumra manna), er Harold Begbie ritaði undir dulnefninu „A Gentleman with a Duster), en hann ritaði eingöngu góðar bækur. Þarna gat hann þess, að á einum stað segði F. W. H. Myers aj3 einu gilti þó að maður beindi bænum sínum að stokk eða steini; þær yrðu jafnt heyrðar fyrir því ef af ein- lægni og alhug væri beðið. Það sem öllu máli skifti, væri að biðja. Svo var að skilja sem Begbie hallaðist að því, að þetta mundi rétt vera. Engu varðar um mína skoðun, en eftir því sem ég hefi lengur hugleitt málið, eft- ir því hefir mér þóttt þetta senni legra. Vitanlega munu margir kalla þetta villutrú, en það kem- ur mér ekki við; engin kirkja hefir neitt yfir mér að segja. Og því er mér líka leyfilegt að játa þá villu, að mjög hefi ég harmað það að kirkjur mótmæl- enda skyldu hafna þeim sið ka- þólskrar kirkju að biðja fyrir meðalgöngu helgra manna. Það bygg ég að hafa verið tjón. Og það er fleira í trú og siðum kal- þólskrar kirkju sem mér finnst að tjón hafi verið að missa. Skyldi enginn skilja þetta svo, að með því sé ég að hefja kaþólskt trúboð eða sjálfur að hverfa inn í kalþólsku kirkjuna, því að hvorugt hefi ég í sinni. En þetta mun þegar orðið of langt mál og bezt að láta því lokið. Að síðustu þó þetta: Rúss- neski nihilisminn er falskenning. Jósep Stalin lifir; en um líðun hans er mér að sjálfsögðu ókunn- ugt. Ef til vill er hún góð; ef til vill ekki góð. Til einskis er að spyrja. Og þær lifa líka tugþús- undirnar sem féllu fyrir morð- vopnum hans og þeirra samherja, er tóku að erfðum riki hans, máttinn — og dýrðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.