Morgunblaðið - 06.01.1962, Síða 18
8
MORGVTSBLAÐIÐ
Laugardagur 6. jan. 196Á
--------^
Margaret Summerton
HÚSIÐ
VIÐ
SJÚINN
Skáldsaga
Og þá finna þau hanin? spurði
ég skelfd.
Ekkert er líklegra.
1 þessu vetfangi kom Lísa þjót
andi út um gluggadyrnar og gekk
beint að Mark.
Svo að loforðin þín eru þá
svona miki'ls virði. sagði hún og
hvæsti illskulega. í>ú ert búinn
að svíkja Esmond. Þú hefur myrt
hann eins rækilega og með eigin
hendi.
Ég hef enga hugmynd um,
hvað þú ert að fara, svaraði
Mark kuldalega.
Hún leyfði honum varla að
ljúka við setninguna. Þú ætlar
líklega að fara að segja mér
núna, að þú hafir ekkert sam-
band haft við Adkins og að þú
hafir ekki sagt Edvinu, að þú haf
ir séð Esmond í Sjávarhóli.
Ég hef ekki sagt Edvinu neitt,
endurtók Mark dræmt. Ég hef
engum sagt neitt. Þú ættir held-
ur að tala við Charlotte. Hún
stendur í þeirri trú, að hún hafi
séð Edvinu og Adkins saman fyr-
ir nokkru.
Lísa snarsneri sér að mér. Þú
gætir ekki hafa séð þau saman.
Frú West hefur strangar fyrir-
skipanir um að hleypa honum
alls ekki inn.
Mark sagði: Veit frú West,
hversvegna lögreglumaðurinn má
ekki fyrir nokkum mun hitta Ed-
vinu?
Ef þú átt við, hvort hún viti, að
Esmond sé á lífi, þá veit hún
það.
Er þetta ekki orðinn dálítið í-
skyggilegur fjöldi af meðsekum
hjá ykkur? spurði Mark.
Lísa starði á hann þegjandi og
með reiðisvip um stund, en sneri
sér svo að mér: Sástu þau sam-
an?
Ég sagði henni, hvað mér hafði
sýnzt og hún stóð þegjandi, með
skrítinn vafa- og reiðisvip á and-
litinu. Síðan sagði hún: Ég trúi
þessu ekki. Ef Adkins hefði náð
í Edvinu, hefðum við öll verið
kölluð fyrir hana og málið hefði
verið rannsakað á staðnum og
stundinni.
Ég maldaði í móinn: En til
hvers er hún þá að stofna til
þessarar heimsóknar í dag?
Það er nú eins og hverjir aðrir
duttlungar hennar, sagði Lísa.
Það er ekki sagt. að það hafi
neina þýðingu en samt verður
að vara Esmond við.
Og þá Tarrand, sagði Mark.
Vel á minnst, hvar er hann núna?
Hann verður að heiman fram
undir kvöld og ég get ekki náð
í hann fyrr en þá, sagði Lísa. Þú
verður að fara og vara Esmond
við, Charlotte.
Þegar ég kom að Sjávarhóli,
var klukka næstum tvö. Fyrir
hálffjögur varð ég að vera kom-
in aftur til Glissing, tilbúin að
slást í för með hinum.
Ég opaði framdyrnar með lykl
inum, sem Lísa hafði lánað mér,
fór gegn um öll herbergin niðri
og síðan upp á loft. í litlu í-
löngu herbergi, þar sem fátt var
húsgagna, lá Ésmond í rúminu
og svaf eins og saklaust barn.
Ég settist á lítinn tréstól, sem
ætlaði að steypast fram yfir sig,
þegar ég settist á hann.
Við brakið, sem varð í stóln-
um, vaknaði Esmond opnaði aug-
un og pírði þeim móti birtunni.
Svo rétti hann út höndina.
Charlotte! Fyrirgefðu uppistand-
ið í gærkvöldi. Þetta hefði verið
allt i lagi, ef þú bara hefði ekki
tekið Mark með þér.
Hann reis upp í rúminu og
hristi höfuðið. En þú skalt sjá
til að hann verður við óskum
okkar Charlotte. Þú þarft ekki
annað en hafa auga á honum
þangað til annað kvöld.
Ég er að reyna það, sagði ég.
Hann geispaði. Fyrirgefðu ef
ég er hálfrotinn. Ég fékk dálítið
kast eftir að þið fóruð í gær-
kvöldi, og fór ekki að sofa fyrr
en klukkan sex í morgun.
Ég skal fara niður og búa til
te handa þér, sagði ég.
Nei hugsaðu ekki um það. Ég
vil miklu heldur. að þú sitjir
héma og talir við mig, sagði
hann.
Brosið á honum var blíðlegt,
kæruleysislegt og vingjarnlegt.
Sagði Lísa þér.frá því, að Fóstra
fór í morgun? Hann Arthur, son-
arsonur hennar, kom og sótti
hana.
Hann rótaði í jakkavasa sín-
um og dró upp kruklaða papp-
írsörk.
Kæri hr. Esmond!
Mér þykir leitt að fara án þess
að kveðja, en ég vil ekki vekja
þig af værum svefni. Arthur er
kominn að sækja mig og ég ætla
að vera dálítið hjá honum, eins
og um var ta'lað. Hann ætlar að
skrifa heimilisfangið sitt og síma
númerið á verkstæðinu, svo að
ef þú vilt fá mig aftur, þarftu
ekki annað en segja mér til.
Borðaðu matinn þinn og
drekktu mjólkina eins og góður
drengur. Ég er fegin, að frú Es-
mond kemur til að líta eftir þér.
Mundu eftir að gefa kettinum
tvisvar á dag.
Fóstra
Neðst á blaðið var skrifað með
blýanti og annari rithönd, heim-
ilisfang og símanúmer.
Jæja, ertu þá sannfærð? spurði
Esmond.
Já, fuilkomnlega. Ég brosti.
Ef öryggi Fóstru væri þannig
tryggt, hvað þurfti ég þá að
leggja trúnað á hinar getgátumar
hjá Mark?
Ég sagði Lísu í gær, að það
væri tími til kominn, að hún
gæfi þér nokkrar upplýsingar
kunnugra um Mark, hélt Esmond
áfram. Hann er ekki allur þar
sem hann er séður, Charlotte.
Já. ég veit, að hann er full-álit-
legur maður, en hann hugsar nú
fyrst og fremst um simn eigin
hag, geturðu verið viss um. Okk-
ur kom aldrei sérlega vel saman.
Hann reisti sig betur við og hélt
áfram, næstum reiður: Hvaða er
indi átti hann að stinga nefinu í
þetta?
Þetta hatur hans lífgaði við
hollustu mína gagnvart Mark.
Af því að Mark trúir ekki, að
þessi undankomu-áætlun ykkar
sé öll á því hreina, sagði ég án
þess að hugsa mig um. Það er
hans ástæða til að fara til lög-
reglunmar með það. Hann trúir
ekki á, að þér takist að komast
burt.
Hann hló. Það er nýtt að heyra
það. Þú getur sagt honum frá
mér að hann skuli alveg vera
áhyggjulaus. Meðan hann heldur
sér saman, er mér óhætt. Hann
seildist undir koddan. Líttu á
þetta.
Ég sá, að þetta var vegabréf,
þar sem hann hét Erik Appel-
berg og var sæmskur blaðamað-
ur, en myndin á því var af Es-
mond.
Um leið og hann stakk bréfinu
aftur undir koddann sá ég annað.
Hvað viltu með þetta?
Skammbyssan? Jú, ég býst við,
ag næstu þrjár vikurnar eða svo
þurfi ég að umgangast hina og
þessa misendismenn.
En þú sagðir, að þessir tveir
menn, sem þú nefndir. væru vin-
ir þínir, var ekki svo.
Ekki kannske beinlínis vinir.
En kunningjar.
En þú þekkir þá væntanlega?
Ég gat ekki leynt vaxandi ótta
í rödd mimni,
Hann gretti sig gremjulega. Æ,
guð mimn góður, Charlotte á
hverju stendur það? En ef satt
skal segja, þá er það Ivor, sem
þekkir þá en ekki, ég. >
En þú hefur þó fengið bréf frá
þeim, eða að minnsta kosti talað
við þá í síma?
Láttu eins og þú sért með ein-
hverju viti! Ég sem er dauður.
Hér eftir tala ég ekki í sima né
skrifa bréf. Lögreglan hefur leit-
að hér í húsinu frá háalofti til
kjallara og ekki veit ég annað
en úeir hafi hlustað í símann. Og
allar bréfaskriftir við Webster
og Souvisant, sem nauðsynlegar
hafa verið hefur Ivor annazt, og
ef hann hefur eitthvað símað,
hefur það verið úr almennings-
síma.
Ég sagði og var hálfreið. Mér
finnst allur þessi undirbúningur
eins og þú lýsir honum vera
hálf-reyfarakenndur og það
finnst Mark líka.
Finnst þér það?
Æ, Esmond! Reiðin var snögg-
lega dottin niður aftur. Það get-
ur náttúrlega allt verið ósvikið,
en svo gæti það líka verið full-
kominn skrípaleikur.
Skrlpaleikur! Hann velti orð-
inu í munninum. Hvernig það?
Gagnvart hverjum?
Þér sjálfum. Þú hefur enga
sönnun eða tryggingu fyrir því,
að þessar skútur og eigendur
þeirra séu yfirleitt til.
Esmond kinnkaði kolli. Er það
Mark, sem hefur fundið þetta út?
Já. svaraði ég. Það eina, sem ég
sækist eftir, er einhver sönnun,
sem nægir til að sannfæra hann
um, án alls vafa, að þessi ráða-
gerð sé raunveruleiki. og að þú
komist burt heill á húfi.
Hann svaraði dræmt: Og hvað
heldur Mark, að verði um mig,
ef þetta reynist allt skrípaleikur,
eins og honum þóknast að kalla
það?
Það veit hann ekki, og það er
einmitt aðal áhyggjuefni hans.
og ástæðan til þess, að hann vill
fara til lögreglunnar.
Allt í einu hló Esmond harka-
lega. Jæja, þá hefur maður það!
Mark vill koma upp um mig, til
þess að bjarga sinni eigin sam-
vizku og sitja einn að þér.
Hann stóð upp, gekk að skápn-
um og tók þar hálsbindi. Meðan
hann var að koma því undir
skyrtukragann mættust augu
okkar í speglinum.
Setjum svo, sagði hann, að
þessi fáránlega hugmynd Marks
sé nú rétt, hvernig á þetta þá að
ganga fyrir sig?
Ég leit við, svo að ég sá ekki
framan í hann í speglinum.
COSPPR __________________________
— Ef við giftum okkur fáum við áreiðanlega einn stól i
brúðargjöf.
Xr >f *
GEISLI GEIMFARI
>f X- >f
— Hver sá, sem skaut á mig úr
geislabyssunni, er enn hér í herberg-
inu. Klimmer foringi, takið við!
Tveim +ímum seinna ....
i— G _ .ófuðsmaður, við höfum
leitað á öllum. Við höfum leitað um
allt herbergið. Hvergi er geisla-
byssu að finna né nokkurn leyniút-
gang! Eigum við að halda Gar
lækni? Eða Pálu? Hún var í nánd
við ljósaslökkvarann!
— Nei, látið þau laus. Þau gætu
vísað okkur á Pétur!
Komdu með það. sagði hann. Ég
er forvitinn að vita, hvernig hann
hugsar sér framhaldið. Hvern
heldur hann líklegastann ti\ að
ganga af mér dauðum?
Tarrand majór.
Ivor? Hversvegna, ef ég mættl
spyrja.
Það held ég varla, að ég geti
sagt þéi', sagði ég og færðist
undan því að ég þorði varla að
segja meira.
Þú gerir svo vel og segir mér
það strax, þó að ég verði að
kreista það út úr þér.
Það væri nú til dærhis allgild
ástæða, ef hann skyldi vera ást-
fanginn af Lísu.
Hann sneri sér hægt frá spegl-
inum og gekk til mín. Snöggvast
hélt ég, að hann ætlaði að berja
mig, en svo brosti hann allt í
einu. Og svipurinn var rólegur
og hreykinn. Það verða allra-
handa menn skotnir í Lísu, en
hún er bara konan mín, er það
ekki?
Jú. . Annað gat ég ekki fundið
að segja.
Nú, þú trúir mér ekki? Hann
var aftur kominn í varnarstöðu
og sneri nú að mér, bálreiður.
Jæja þetta getur verið nóg! Ég
er nú búinn að þola nóg af þér í
dag og miklu meira en ég hefði
þolað nokkrum öðrum. Ef þú
aiíltvarpiö
Laugardagur 6. janúar
(Þrettándinn)
8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi: Valdimar Örn«
ólfsson stjórnar og Magnús Pét-*
ursson leikur undir. — 8:15 Tón
leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-*
leikar — 9:10 Veðurfregnir —
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar -•*
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig*
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin — (15:00 Frétt**
ir).
15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson).
16:00 Veðurfregnir.
Bridgeþáttur (Hallur Símonars.),
16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds-
son).
17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyraí
Kristján Davíðsson listmálari vel
ur sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynning á dag
skrárefni útvarpsins.
18:00 Barnatími í jólalokin (Anna
Snorradóttir):
a) Þrettánda- og nýársrabb.
b) Ævintýraskáldið frá Óðinsvé-
iim; áttunda kynning.
c) Framhaldssaga litlu barnanna:
„Pipp fer á flakk"; IV.
d) „Ljúfa álfadrottning", fram-
haldsleikrit með söngvum eft
ir Ólöfu Árnadóttur; VI. og
síðasti þáttur. — Leikstjóri:
Klemenz Jónsson. Söngstjóri:
Sigurður Markússon.
19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Sönvarar og hljómsveit: Sigurð
ur Björnsson og Guðmundur
Jónsson syngja íslenzk lög með
Sinfóníuhljómsveit íslands; Páll
Pampichler stjórnar.
20:15 Leikrit: „í duftsins hlut" eftir
Halldór Stefánsson. — Leikstjóri:
Gísli Halldórsson. Leikendur:
Búrik Haraldsson, Guðbjörg Þor
bjarnardóttir, Halldór Karlsson,
Jón Sigurbjörnsson, Baldvin Hall
dórsson, Valur Gíslasön, Valdi-
mar Lárusson og Þorsteinn Ö.
Stephensen.
21:00 Hratt flýgur stund: Jónas Jónaa
son efnir til kabaretts í útvarps-
sal. Hljómsveitarstjóri Magnús
Pétursson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Danslög, þ.á.m. leikur hljómsveit
Rúts Hannessonar gömlu dans-
ana og hljómsveit Svavars Gests
ný danslög eftir íslenzka höf-
unda. Helena Eyjólfsdóttir og
Ragnar Bjarnason syngja með
hljómsveit Svavars Gests.
0100 Dagskrárlok.
HÁSKÓLANS