Morgunblaðið - 06.01.1962, Síða 22
Fréttasímar Mbl.
— eftir lokun —
Innlendat fréttir: 2-24-84
Erlendar fréttir: 2-24-85
Camli maðurinn
Sjá bls. 10.
4. tbl. — Laugardagur 6. janúar 1962
Gífurleg hálka
olli 13 árekstrum
og 4 slysum
Einn versti dagur umferðariiinar
GÍFURLEG hálka var á götum
Reykjavíkur í gærdag og olli
einhverjum versta dagi í um-
ferðinni á götum borgarinnar til
þessa. Klukkan háJf tíu í gær-
kvöldi höföu 13 árekstrar orðiff
í Rvík og fjögur umferffarslys.
Á Hringbraut varff 4 ára dreng-
ur fyrir stórum. vörubíl, viff
Dómkirkjuna rann bíll upp á
gangstétt, lenti á manni og varp-
aði honum inn í Dómkirkjugarff-
inn, og var maðurinn í öngviti
þar til á slysavarðstofunni. Á
Sóleyjargötu fór ökumaður
Wolkswagenbíls meff höfuðiff í
gegnum framrúðuna í hörffum
árekstri og skarst (sjá forsíðu-
mynd) og viff Réttarholtsveg
lentu tveir strákar á skíðasleða
framan á bíl og meiddist annar
strákanna. — Má heita aff lög-
reglan hafi veriff á þönum frá
einum slysstaðnum á annan í
allan gærdag.
Auk þessara slysa urðu 13
minni og meiri'háttar árekstrar á
götunum í gær og segir lögreglan
að 'hálkunni. og of hröðum akstri
miðað við hana, hafi fyrst og
fremst verið um að kenna.
Hjólin slita hár af
drengnum
Klukkan hálf tvö í gær varð
fjögurra ára drengur, Pétur
Hafsteinn Bjarnason, Sogavegi
116, fyrir stórum vöru'bíl á Hring
braut gegnt Björnsbaikaríi. Var
drengurinn staddur í heimsókn
hjá ömmu sinni vestur í bæ.
VörubíUinn var á leið vestur
Hringbrautina en drengurinn
kom frá eyjunni milli akbraut-
anna, á leið suður yfir götuna.
Bálstjórinn segir að drengurinn
hafi lent á milli framlhjóla bíls-
ins ,og þegar bann nam staðar lá
drengurinn undir bílnum við
hægri framhlið hans. Voru hár-
lokkar á götunni, sem hægra
framfhjólið hafði bókstaflega
klippt af höfði drengsins, svo
sjá má hversu hér hefur litlu
mótt muna að illa færi.
Sjúkrabíll flutti drenginn á
slysavarðstofuna og eftir aðgerð
þar var hann fluttur á Landa-
kotsspítala. Drengurinn var
meiddur á höfði og á handlegg,
en er blaðið vissi síðast til voru
meiðslin ekki að fullu könnuð.
Kastaffist inn í Dóm-
kirkjugarð
Rétt fyrir klukkan tvð var bíl
ekið um Skólabrú og ætlaði öku
maður að beygja inn í Pósthús-
stræti við Dómkirkjuna. Rann
bíllinn þá út á hlið á hálku, upp
á gangstéttina við Dómkirkjuna
og rakst á steinvegginn, sem þar
er. Á gangstéttinni var fótgang-
andi maður og sá hann bvað
verða vildi. Reyndi hann að
forða sér og hljóp til, en tókst
ekki að komast undan. Rakst
bíllinn á hann, varpaði honum
yfir steinvegginn og inn í Dóm-
kirkjugarðinn og lá maðurinn
þar í öngviti er að var komið.
Kom hann ekki til sjálfs sín fyrr
en á slysavarðstofunni. Meiðsli
hans munu ekki hafa verið
alvarleg, en maðurinn var enn
á slysavarðstofurtni til rannsókn-
’ ar er blaðið vissi síðast til. Hann
heitir Jón Ármann. Jónsson, Hús-
víkingur, sem kom til Reykja-
víkur í fyrrakrvöld á leið til Nor-
egs.
Þá varð harður árekstur og
slys á Sóleyjargötunni síðdegis í
gær. Leigubíl var ekið eftir Sól-
Framhald á bls. 23.
Ekki enn ástæöa til að
óttast bóluna hér
Islenclingar meðal fyrstu
þjóða að bólusetja
VEGNA fréttar í blaffinu í gær
um ag bólusótt hafi komið upp
í Þýzkalandi, leitaffi blaðið upp-
lýsinga um þaff hjá borgarlækni
hvemig bólusetningu gegn kúa-
bólu væri háttað hér og hvort
nokkur áform væru um aff gera
sérstakar ráðstafanir ai þessum
sökum.
Jón Sigurðsson, borgarlæknir
sagði að skv. lögum væru börn
bólusett gegn kúabólu tvisvar
sinnum þegar þau væru á fyrsta
ári og áður en þau færu úr skóla
13 ára gömul. Teldi hann að
þessi bólusetning væri fram-
kvæmd allt að 100%.
Öll börn bólusett tvisvar
Um það hve lengi slík bólu-
setning dygði, sagði borgarlækn-
ir, að strangt tekið teldu vísinda-
menn hana ekki gilda fullkom-
lega nema 3 ár. þannig að kraf-
izt væri bólusetninga.r á sl. 3 ár-
um af þeim sem ferðuðust til
landa þar sem kúabóla gengur.
En hins vegar hefðu menn áreið-
alega ór æmi lengur. það kæmi
meðal annars fram við bólu-
setningu hjá þeim sem hefðu ver
ið bólusettir einhvern tíma áður.
Einnig væri miklu minni hætta
Fjöldi
togara
í vari
:
:
SAMKVÆMT upplýsingum
Landhelgisgæzldnnar lágu alls*
26 innlendir og erlendir tog
arar í vari undir Grænuhlíð
viff ísafjarffardjúp í gærmorg
un. Síðari hluta dags í gær(
voru togararnir farnir aff tín-
ast út, en varðskip voru á þess
<um slóðum og fylgdust með
ferffum þeirra. — Auk þess lá'
" rússneskt hafrannsóknarskip„r
ZWEZDA, í vari í Loðmund-J
arfirði eystra i gær. (
á útbreiðslu bólunnar, þar sem
svo stór hópur er ónæmur, þó
einstaklingar gætu að sjálfsögðu
orðið fyrir óhappi.
Bólan herjaffi allt frá 1240
Bólusótt hefur hvað eftir ann-
að herjað hér á landi síðan 1240.
Árið 1707 tók hún 18 þús. manns-
líf eða rúmlega % landsmanna.
Bólusetr.ing var tekin hér upp
1802 eða aðeins 6 árum eftir að
Jenner fann bóluefnið upp. Og
voru ísledingar meðal allra
fyrstu þjóða til að taka upp
bólusetningu við kúabólu. Árið
1810 var eins konar skyldubólu-
setning fyrirskipuð en algeriega
reglubundin varð hún ekki fyrr
en um síðustu aldamót. Eftir það
Botvinnik hlant 8
vinninga
JÓLASKÁKMÓTIÐ í Hastings
lauk í gær með sigri heims-
meistarans Botnivinniks, sem
hlaut 8 vinninga og vann all-
ar sínar skákir. Annars varff
röð efstu mannanna: Gligorich
(Júgósl.) 6, Flohr (Sovét.) 5X4
Bisguier (USA) 5, Penrose
(Engl.) 4. Barden. (F.ngl.) 4.
Mosfellingar efna
til þrettánda-
brennu
í KVÖLD kl. 8 hefst þrettánda-
brenna luigmennafélagsins Aftur
eldingar við Hlégarð í Mosfells-
sveit. Að bálinu koma álfakong-
ur og álfadirottning með 40
manna fylgdarlið, púka, álfa o.
fl. Þá kemur riddaraliðssveit
með blys, en það sjá félagar í
hestamannafélaginu Herði um.
Einnig verða uppljómuð dýr,
flugvél varpar flugblysi, ef veð-
ur leyfir og á eftir verður dans-
leikur í Hlégarði.
hefur eginn bólufaraldur orðið
hér.
Borgarlæknir sagði að oft
'hefði komið fyrir áður að nokkr-
ir sjúklingar veiktust af bólu í
nágrannalöndum okkar, en veik-
in hefði yfirleitt verið stöðvuð
á staðnum og útbreiðsla heft.
Væri því enn ekki ástæða til ótta,
en fylgzt yrði með þeim ferða-
mönnum er hér kynnu að koma
á næstunni frá hinu sýkta svæði.
Og heiXbrigðisyfrvöldin væru
alltaf tilbúin til allsherjarbólu-
setningar með svo til engum
fyrirvara, ef til þyrfti að taka.
ÞESSA mynd tók ljósmyndari /
blaðsins Ól. K. M. suður ít,
(Arnarvogi í gær þar sem ver- (
iff er aff grafa fyrir dráttar-
I braut hinnar nýju skipasmíffa (j
I stöðvar, sem þar er nú veriffS
I aff reisa og ber nafniff Stálvík. <í
' Þar er, eins og skýrt var frái
J í frétt blaffsins í gær, fyrirhug-/
aff aff byggja stærri skip, fyrst /
250 lesta en síffar minni flutn-í
. ingaskip, er starfsemin hefir (
) náð meiri fullkomnun.
Síld í Jökuldjúpi
Akranesi 5. jan.
UM sjöleytið í kvöld þyrjuðu
bátarnir að kasta. Halda þeir sig
mitt í Jökuldjúpinu. Einhverjir
bátanna héðan voru nýfarnir út
kl. 10 í kvöld og eru enn að fara
út. Kl. 10,15 var Pétur Sigurðsson
búinn að fá 700 tunnur og Pálína
350. Síðarnefndi háturinn mun
fyrstur hafa fundið síldina þarna
í miðju Jökuldjúpinu og vísað
hinum leiðina. — Oddur.
Bretar kaupa 20 þús.
tonn af sementi hér
Sementsverksmiðja ríkisins
hefur nú í annað sinn samið við
The Cement Marketing Comipany
í Londion um sölu á 20 þús. tonn-
um af sementi, og er verðið mun
hagstæðara en hið fyrra skiptið.
Sementið á að afgreiða á árinu
1962 til sömu hafna og áður, þ.e.
hafna á Norður-Skotlandi og eyj-
unum norður af Skotlandi.
Með væntanlegri sölu innan-
landis og þessum útflutningi mun
afkastageta verksmiðjunnar
verða nýtt nokkurn veginn til
fulls. Er það verksmiðjunni mikil
nauðsyn að þurfa ekki að stöðva
reksturinn vegna of lítillar sölu
og þar af leiðandi mikillar
birgðasöfnunar, en geymslurými
fyrir slíkar birgðir er mjög tak-
markað. Með ofangreindri sölu
sements til útflutnings ætoti eigi
að þurfa að korna til slíkrar
rekstursstöðvunar á árinu 1962,
enda verði nokkur aukningi á
notkun sements innanlands frá
því sem var á þessu ári. Er það
og mikil ha.gsbót fyrir verksmiðj-
una fjárhagslega að flytja sem-
entið út á því verði, sem fyrii
það fæst, í stað þess að stöðva
reksturinn um toveggja til þriggja
mánaða skeið.
Samninga þessa önnuðust fyrir
verksmiðjunnar hönd þeir Ásgeir
Pétursson, formaður vertk&miðju-
stjórnair, og Helgi Þorsteinsson,
stjórnarmaður, í forföllum for-
stjóra. Var gengið frá samning-
um í London um miðjan des-
ember s.l.
Sementsverksmiðja ríkisins á
að annast flutning sementsins
Á s.l. ári fluttu erlend skip al'lt
sementsmagnið, en nú hefur hins
vegar verið samið um leigu m/s
Laxár til þessara flutninga. Er
það stjórnendum verksmiðj unn-
ar mikið gleðiefni, að fengizt hef-
ur íslenzkt skip til flutninganna
þessu sinni.
(Fxéttatilkynning frá '
Sementsverksmiðju ríkisins)'
Fundum
frestað
(FUNDUR vár haldinn 'meðjj
) dciluaffilum í kjaradeilu sjó-jj
I manna í gær. Engin árangurjj
I náðist á fundinum, en sam-
Iþykkt var aff fresta fundumlj
> fram yfir helgi.