Heimilisblaðið - 15.02.1894, Síða 5

Heimilisblaðið - 15.02.1894, Síða 5
HEIIILISBLAÐIÐ. I. árg. Keykjavík, 15. febr 1894. 1. blað. Vinna skemmtun. Það er mjög algengt, að gera það hvort öðru gagn- stætt, seni er í rauninni samstætt og samkynja. Þannig er vinna opt gerð andstæð skemmtun, eins og það tvennt gæti á enga lund saman átt. Vinnunni hugsa menn sjer samfara örðugleika, þraut og sjálfsafneitun, en skemmt- uninni hvíld, hressing og yndi. Þegar verið er að hvetja menn til að vinna, þá er það ekki byggt á þvi, að vinn- an sje aðlaðandi og eptirsóknarverð i sjálfri sjer, heldur annaðhvort á skyldukvöð eða annarlegs ávinnings von. Það er orðalaust gert ráð fyrir, að væri eigi slíkum livötum til að dreifa, mundu ílest verk látin óunnin. Verkamaðurinn er sagður vinna vegna kaupsins, er hann og skyldulið hans lifir á; listamenn og rithöfundar sjer til frægðar; stjórnmálamenn fyrir metorða sakir og valda; kaupmenn til að saína auð. Ilefðu þessir menn eigi slíkt eða þvílíkt mark og mið fyrir augum, mundu þeir, að menn hyggja, hætta að leggja nokkuð á sig, og öll vinna þar með leggjast niður. Það er þegjandi gengið að því vísu, að vinna sje í sjálfri sjer amaleg, að örðugleiki sje jafnan óþægilegur, að áreynsla sje þraut, er jafnan rnundi hjá sneitt, ef eigi væri ávinningurinn annars vegar. Það er þessi orðalausa sannfæring, er leynist bak við allan ytri virðingarvott, er vjer látum vinnunni í fje, og er undirrót tómlætis þess og hvers kyns óvandvirkni, er menn kveina sáran undan, undirrót þess, hve mikill mannlegur þróttur og atorka fer forgörðum. Því komist sú skoðun inn hjá mönnum,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.