Heimilisblaðið - 15.02.1894, Blaðsíða 11
fiEIMILISBLAÐIÐ.
1
Einn mikið merkur danskur rithöfundur um þetta efni,
H. Trier, segir enn fremur.
»Margur ætlar, að ölvanin sjálf sje hin helzta og veruleg-
asta verkun áfengisins, af því að mest ber á henni, — ölvanin
með öllu hennar breytilega og öviðráðanlega ásigkomulagi,
allt frá sætgleði til mein-illsku og speilgirni, alit frá óstjórn-
legri kátínu til deyfðar, máttleysis og svefndoða. Þeir ímynda
sjer, að þegar þeir sjeu búnir að sofa úr sjer og.búnir að
jafna sig eptir »timburmennina<í, þá sjeu þeir jafngóðir. En svo
er eigi. Á þeim, sem drekkur að staðaldri, vinnur áfengið
þar að auki í kyrrþey, svo að hann verður þess eigi var fyr
en urn seinan, og það miklu freklegar, með því það leggst á
einstök líffæri líkamans, er likarainn á fjör sitt og þrótt að
þakka, og sviptir þau (iíffærin) smámsaman vinnuþrótt,
svo að likaminn hrörnar allur og hnígur loks fyrir örlitlum
vindblæ. — Meðal annars gerir áfengið hjartað kalkað og
stökkt, en fyrir það verður aptur blóðrásin aflminni og efna-
breytingin i likamanum miklu daufari, en svo á sig komið
verður hjartað annars ekki fyr en ellin færist yfir og Jíkam-
inn er orðinn fullslitinn eða er kominn á grafarbarminn. A-
fengið bakar með 'öðrum orðum jafnvel ungum mönnum elli-
hrörnun«.
■------ÍHSIÝGSÍ-----'
Nýttbindindisfjelag var Btofnað 19. nóv. 18931 Möðruvallaskól-
anum, af nokkrum námsmönnum þar. Fjelagsmenn urðu ‘22af(37).
Fjelagið heitir Bindindisfjelag Möðruvellinga. Tilgangur þess er sá,
að koma í veg fyrir vínnautn meðal námssveina í skólanum, og að
vekja áhuga þeirra á bindindismálinu, ef vera mætti, að þeir yrði
því hlynntari siðar.
Þeir, sem í fjelagið ganga, verða að vera í þvi frá þeim tíma,
er þeir ganga í það, og til þess, er námi þeirra er lokið við skólann.
Meðlimum fjelagsins í 1. bekk er gjört að skyldu, að halda fje-
laginu fram næsta vetur, er þeir verða i 2. bekk, og er svo til ætl-
azt, að ijelagið lialdist þannig við í skólanum ár frá ári eptirleiðis.
Stofnendur fjelagsins vonast eptir góðum árangri, og að fjelag-
inu verði langra og farsælla lífdaga auðið.
tí. H. (l'orm. fjelagsins).