Heimilisblaðið - 15.02.1894, Side 6
2
HÉIMILISBLAÐIÍ).
hvernig sem það svo atvikast, að vinna sje í sjálfri sjer
hvimleið og ekki annað en meðal til þess að afla sjer
einhverrar anuarlegrar ánægju, þá hlýtur eðlileg afleiðing
þess að verða sú, að vjer kjósum helzt að vinna að eins
það sem minnst verður af komizt með til að afla þess, sem
vjer æskjum oss í aðra hönd. Ef vjer höldum, að fje
eða frægð eða völd eða metorð sje hin eina ánægja, er
vjer getum haft upp úr vinnunni, þá liggur í augum
uppi, að vjer munum eigi færast meira 1 fang en einmitt
það sem að þvi miðar, og að vjer munum gera það á
þann hátt, er fljótast hrífur og greiðlegast. Það er satt
að vísu, að vitrum mönnum færir reynslan heim sanninn
um það, að því betur sem hvert verk er af hendi leyst,
því betri ávöxt ber það. En það eru eigi allir nógu
vitrir til þess að vita það, og í raun rjettri er alls eigi
hægt að vinna verk sitt eins vel og bezt má verða, með-
an hugurinn er allur þar, sem kaupið er.
En ef mönnum almennt skildist sá sannleikur, að
iðjusöm æfi er i sínu rjetta eðli skemmtileg æfi, og að
það er eigi ávinningsvonin ein, er því veldur, heldur hitt,
að það er verulegt yndi að taka á því sem maður hefir
til, og að horfa á, að verki þvi, sem vjer höfum með
höndum, miðar áfram, og að það verður æ fullkomnara,
— ef almenningi skildist þetta til hlítar, mundi öll iðja
vor taka gersamlegum stakkaskiptum. Vjer mundum
ófúsir að hafna aptur þeim fögnuði, er slík vönduð vinna
veitir oss, og laklegt verk og óvandað mundi eigi ein-
ungis lítils metið fyrir sakir þess, hve lítið fyrir það feng-
izt, heldur einnig hins, hve lítil ánægja felst í að leysa
það af hendi. Jafnvel eins og nú gerist íinnur margur
maður til slíkrar ánægju. Það eru til menn í öllum stjett-
um, sem þekkja af sjálfs-raun sælu þá, er vinnan liefir i
sjer fólgna, allt frá verkamanninum, er hefir yndi af vel
gerðum vegi eptir sig, og upp að stjórnvitringnum, sem
fagnar þvi að geta unnið þjóð sinni eitthvað til vegs og
gengis. Það eru slíkir menn, er bezt leysa af hendi