Heimilisblaðið - 15.02.1894, Síða 9
HEIMILISBLAÐIÐ.
B
Áhrif áfengis á heilbrigðan líkama.
Ágrip af ritgerð eptir Michael Larsen, bæjarlækni í Khöfn.
Það skemmir meltinguna, skemmir blóðrásina, dreg'ur
mátt úr taugunum, veikir vöðvana.
Meltinguna skemmir það með tvennu móti: dregur úr
mætti munnvatnsins til að breyta mjölefni í sykurefni og
hleypir eða ystir eggjahvítuefnin bæði í maga- og þarmavökv-
anum og fæðunni, en fyrir það á blóðið örðugra með að
drekka hana í sig.
Blóðrásina um líkaroann skemmir það með þeim liættí,
að það herpir saman hin rauðu blóðkorn, er soga í sig lífs-
ioptið (iltið) í lungunum og flytja það út um líkamann, dreg-
ur mátt úr hvítu blóðkornunum,— sóttvarnarliði líkamans—og
deyfir limefnið í blóðinu, er annars stöðvar bezt blóðrás úr
sárum.
Það er skiljanlegt, að því rýrari sem rauðu blóðkornin
verða, þvi minna geta þau sogað í sig af lífslopti og flutt út
um líkamann, en íyrir það seinkar aptur efnabreytingunni í
líkamanum og dregur úr lifsfjörinu.
Hvítu blóðkornin hreifa sig dðlítið sjáifkrafa og liafa sog-
anga út úr sjer, eins og marglitta, og hyggja menn þeim
vera ætlað að veitast að ósýnilegum óvinum þeim, er ásækja
likamann, saknæmum bakteríum, er laumazt hafa inn í blóöið;
þessi hvítu blóðkorn slá þá liring um þær og reyna að vinna
á þeim; þess vegna voru þau nefnd áðan sóttvarnarlið líkam-
ans. Er því auðskilið, að illt sje, að mátt dragi úr þeim.
(Blóðkorn þessi hvorutveggja eru svo smá, að þau sjást
ekki nema í góðum sjónauka).
Þá er þriðja efnið í blóðinu, sem nefnt var, límefnið.
Það er það, sem storknar, er lopt kemur að því, og er þá
kallað blóðstorka eða blóðkaka. Það er því að þakka, er
blóðrás hættir af sjálfu sjer áður langt um líður, ef maður
sker sig dálítið í flngur t. a. m.; blóðstorkan verður að tappa
í sárinu og heptir blóðrásina úr því. Á þetta efni heflr á-
fengið þau áhrif, eins og fyrr var á vikið, að það storknar
miklu síður. Ætti eptir því að vera örðugra að stöðva blóð-
rás á drukknum manni en ódrukknum; enda kvað það vera
margreynt. — Þess má geta um leið, að fátt er áfengi talið